Valdís Þóra um veðurspána fyrir styrktarmótið sitt: Flórída blíða á Flórída Skaganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 14:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir heldur styrktarmót fyrir stig á Garðavelli á laugardaginn kemur en Valdís Þóra er að safna sér inn pening svo hún geti haldið áfram að taka þátt í Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var á dögunum hársbreidd frá því að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið eftir úrtökumót á Englandi. Íslenskur kylfingur hefur aldrei komist inn á risamót í kvenna- eða karlaflokki. Það er ekki öll von úti hjá Valdísi Þóru en hún er fyrsti varamaður til þess að komast inn á mótið sem fram fer í júlí. Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí. Í fyrra komst fyrsti varamaðurinn inn þannig að líkurnar eru ágætar að Valdís Þóra komist inn á risamótið. Valdís Þóra hefur verið að keppa hingað og þangað um heiminn á Evrópumótaröðinni og meðal annars í Ástralíu, Frakklandi og Marokkó. Það kostar sitt og því var ákveðið að halda styrktarmót fyrir hana. Fjölmargir hafa þegar skráð sig á styrktarmótið en Valdís Þóra auglýsir eftir fleirum á fésbókinni enda eru ennþá lausir rástímar. Golfsamband Íslands mun sjá um skráninguna inn á golf.is. Púttmót verður haldið frá 12-16 við golfskálann samhliða styrktarmótinu og þar geta allir tekið þátt, og kostar aðeins 500 krónur að taka þátt í því. Keppnisfyrirkomulagið er betri boltinn með forgjöf. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið. Valdís Þóra mun bjóða upp á glæsilega vinninga á mótinu og þar á meðal er ferðavinningur til Spánar í glæsilega golfferð. „Veðurspáin framundan er sannkölluð Flórída blíða á Flórída Skaganum sól og blíða, 1-3 m/s og gerist varla betra golf veður!,“ segir Valdís Þóra á fésbókarsíðu sinni. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu hennar á öllum vinningnum í mótinu en þetta er langur listi. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir heldur styrktarmót fyrir stig á Garðavelli á laugardaginn kemur en Valdís Þóra er að safna sér inn pening svo hún geti haldið áfram að taka þátt í Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var á dögunum hársbreidd frá því að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið eftir úrtökumót á Englandi. Íslenskur kylfingur hefur aldrei komist inn á risamót í kvenna- eða karlaflokki. Það er ekki öll von úti hjá Valdísi Þóru en hún er fyrsti varamaður til þess að komast inn á mótið sem fram fer í júlí. Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí. Í fyrra komst fyrsti varamaðurinn inn þannig að líkurnar eru ágætar að Valdís Þóra komist inn á risamótið. Valdís Þóra hefur verið að keppa hingað og þangað um heiminn á Evrópumótaröðinni og meðal annars í Ástralíu, Frakklandi og Marokkó. Það kostar sitt og því var ákveðið að halda styrktarmót fyrir hana. Fjölmargir hafa þegar skráð sig á styrktarmótið en Valdís Þóra auglýsir eftir fleirum á fésbókinni enda eru ennþá lausir rástímar. Golfsamband Íslands mun sjá um skráninguna inn á golf.is. Púttmót verður haldið frá 12-16 við golfskálann samhliða styrktarmótinu og þar geta allir tekið þátt, og kostar aðeins 500 krónur að taka þátt í því. Keppnisfyrirkomulagið er betri boltinn með forgjöf. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið. Valdís Þóra mun bjóða upp á glæsilega vinninga á mótinu og þar á meðal er ferðavinningur til Spánar í glæsilega golfferð. „Veðurspáin framundan er sannkölluð Flórída blíða á Flórída Skaganum sól og blíða, 1-3 m/s og gerist varla betra golf veður!,“ segir Valdís Þóra á fésbókarsíðu sinni. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu hennar á öllum vinningnum í mótinu en þetta er langur listi.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira