Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2017 19:00 Forráðamenn sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við borgarlínu árið 2019. Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. Í dag ferðast um fjögur prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum. En markmiðið er að með tilkomu borgarlínu ferðist tólf prósent íbúanna með strætisvögnum og borgarlínu. Í dag var kynnt vinnslutillaga að lagningu borgarlínu sem ætlað er að greiða fyrir almenningssamgöngum í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Fullkláruð mun hún kosta allt að 65 milljarða króna. Hagsmunaaðilar og almenningur hafa fram til 20. júní að skila inn athugasemdum en fólk getur kynnt sér áætlanirnar á www.borgarlina.is . Allri áætlanagerð á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri borgarlínu fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið sé að koma fólki á milli ystu marka og helstu kjarna sveitarfélaganna sex á skömmum tíma. „En þetta gengur út á að geta komið almenningssamgöngum í sérrými. Óháð því hvaða farartæki síðan keyra þar inni. Léttlestir eða strætisvagnar eða tveggja liða vagnar. Reyndar erum við að horfa á vagna ekki lestir,“ segir Eyjólfur Árni. Borgarlínan mun styðja við strætisvagnakerfið og ganga á fimm til sjö mínútuna fresti á annatímum. Reiknað er með að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 40 prósent eða sjötíu þúsund til ársins 2040 og miðar allt byggða- og samgönguskipulag bæjarfélaganna við það. Borgarlína verður byggð upp í mörgum áföngum en sveitarfélögin vilja byrja sem fyrst.Hvenær eru bjartsýnustu menn að vona að framkvæmdir geti byrjað? „Við höfum sett fram árið 2019 og ég ætla ekki að nefna neina aðra tölu þar að lútandi.“Liggur kostnaðarmat fyrir? „Já það liggur fyrir. Við erum með varfærið kostnaðarmat. Við viljum vera öruggum megin og vonandi er hægt að lækka þá upphæð. En þetta er um 1,1 milljarður og rúmlega það á hvern kílómetra að jafnaði. Þá er öll fjárfesting í innviðnum sjálfum innifalin,“ segir verkefnisstjórinn. Viðræður eru þegar hafnar við ríkið um aðkomu þess að framkvæmdinni og er Eyjólfur bjartsýnn á að þær verði leiddar til lykta á næstu mánuðum. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Forráðamenn sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við borgarlínu árið 2019. Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. Í dag ferðast um fjögur prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum. En markmiðið er að með tilkomu borgarlínu ferðist tólf prósent íbúanna með strætisvögnum og borgarlínu. Í dag var kynnt vinnslutillaga að lagningu borgarlínu sem ætlað er að greiða fyrir almenningssamgöngum í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Fullkláruð mun hún kosta allt að 65 milljarða króna. Hagsmunaaðilar og almenningur hafa fram til 20. júní að skila inn athugasemdum en fólk getur kynnt sér áætlanirnar á www.borgarlina.is . Allri áætlanagerð á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri borgarlínu fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið sé að koma fólki á milli ystu marka og helstu kjarna sveitarfélaganna sex á skömmum tíma. „En þetta gengur út á að geta komið almenningssamgöngum í sérrými. Óháð því hvaða farartæki síðan keyra þar inni. Léttlestir eða strætisvagnar eða tveggja liða vagnar. Reyndar erum við að horfa á vagna ekki lestir,“ segir Eyjólfur Árni. Borgarlínan mun styðja við strætisvagnakerfið og ganga á fimm til sjö mínútuna fresti á annatímum. Reiknað er með að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 40 prósent eða sjötíu þúsund til ársins 2040 og miðar allt byggða- og samgönguskipulag bæjarfélaganna við það. Borgarlína verður byggð upp í mörgum áföngum en sveitarfélögin vilja byrja sem fyrst.Hvenær eru bjartsýnustu menn að vona að framkvæmdir geti byrjað? „Við höfum sett fram árið 2019 og ég ætla ekki að nefna neina aðra tölu þar að lútandi.“Liggur kostnaðarmat fyrir? „Já það liggur fyrir. Við erum með varfærið kostnaðarmat. Við viljum vera öruggum megin og vonandi er hægt að lækka þá upphæð. En þetta er um 1,1 milljarður og rúmlega það á hvern kílómetra að jafnaði. Þá er öll fjárfesting í innviðnum sjálfum innifalin,“ segir verkefnisstjórinn. Viðræður eru þegar hafnar við ríkið um aðkomu þess að framkvæmdinni og er Eyjólfur bjartsýnn á að þær verði leiddar til lykta á næstu mánuðum.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira