Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra fylgist með kosningabaráttu íhaldsmanna Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 15:55 Fastlega má búast við því að Theresa May kunni vel að meta þennan góða liðsauka frá Íslandi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, er nú stödd úti á Bretlandi og í miklum kosningaham. Hún gengur nú í hús á Twickenham og kynnir sér hvernig íhaldsmenn þar haga málum sínum. Eins og kunnugt er verða þingkosningar á Bretlandi á morgun og er mikil spenna ríkjandi þeirra vegna. „Gengum í hús á Twickenham með frambjóðanda Íhaldsflokksins daginn fyrir þingkosningar hér í Bretlandi. Sannfærðum marga og spennan magnast fyrir úrslitastund á morgun!“ skrifar Laufey Rún á Instagram. Við er myllumerki – „kosningasjúk“ og við er mynd af Laufey og tveimur öðrum.Laufey Rún og Hilmar Freyr slógust í för með frambjóðanda Íhaldsflokksins en Bretar hafa þann hátt á, í kosningabaráttu, að ganga í hús og ræða við mann og annan.Laufey Rún er er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og áhugasöm um kosningar en hún komst í fréttir þegar hún gekk vasklega fram við undirskriftasöfnun þegar Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, bauð sig fram í forsetakosningum á Íslandi.Uppfært 16:20 Vísir náði tali af Laufey Rún nú rétt í þessu. Hún segir misskilning, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að um undirskriftasöfnun sé að ræða. Þannig gangi þetta ekki fyrir sig. „Ég er hér á mínum eigin vegum og fór í örskamma stund til að fylgjast með hvernig þeir haga kosningabaráttu sinni. Ég var ekki að safna undirskriftum, ekki þarna. Við hittum frambjóðanda sem er með mér á myndinni ásamt öðrum stjórnarmanni SUS. Skutumst þarna uppeftir í tvo tíma en ég er í London á eigin vegum, í fríi.“ Laufey Rún segir alltaf gaman að vera í London spurð hvort ekki sé líf og fjör, mikil spenna? „Mjög áhugavert að hitta þetta fólk, og sjá hvernig þau gera þetta í sínu kjördæmi. Þeir gera þetta öðru vísi en heima. Þeir ganga í hús. Heima er annar háttur hafður á,“ segir Laufey Rún og segir lærdómsríkt og gaman að fylgjast með þessum æsispennandi kosningum. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, er nú stödd úti á Bretlandi og í miklum kosningaham. Hún gengur nú í hús á Twickenham og kynnir sér hvernig íhaldsmenn þar haga málum sínum. Eins og kunnugt er verða þingkosningar á Bretlandi á morgun og er mikil spenna ríkjandi þeirra vegna. „Gengum í hús á Twickenham með frambjóðanda Íhaldsflokksins daginn fyrir þingkosningar hér í Bretlandi. Sannfærðum marga og spennan magnast fyrir úrslitastund á morgun!“ skrifar Laufey Rún á Instagram. Við er myllumerki – „kosningasjúk“ og við er mynd af Laufey og tveimur öðrum.Laufey Rún og Hilmar Freyr slógust í för með frambjóðanda Íhaldsflokksins en Bretar hafa þann hátt á, í kosningabaráttu, að ganga í hús og ræða við mann og annan.Laufey Rún er er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og áhugasöm um kosningar en hún komst í fréttir þegar hún gekk vasklega fram við undirskriftasöfnun þegar Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, bauð sig fram í forsetakosningum á Íslandi.Uppfært 16:20 Vísir náði tali af Laufey Rún nú rétt í þessu. Hún segir misskilning, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar, að um undirskriftasöfnun sé að ræða. Þannig gangi þetta ekki fyrir sig. „Ég er hér á mínum eigin vegum og fór í örskamma stund til að fylgjast með hvernig þeir haga kosningabaráttu sinni. Ég var ekki að safna undirskriftum, ekki þarna. Við hittum frambjóðanda sem er með mér á myndinni ásamt öðrum stjórnarmanni SUS. Skutumst þarna uppeftir í tvo tíma en ég er í London á eigin vegum, í fríi.“ Laufey Rún segir alltaf gaman að vera í London spurð hvort ekki sé líf og fjör, mikil spenna? „Mjög áhugavert að hitta þetta fólk, og sjá hvernig þau gera þetta í sínu kjördæmi. Þeir gera þetta öðru vísi en heima. Þeir ganga í hús. Heima er annar háttur hafður á,“ segir Laufey Rún og segir lærdómsríkt og gaman að fylgjast með þessum æsispennandi kosningum.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40