Framtíð íslenskrar tungu Tryggvi Gíslason skrifar 8. júní 2017 07:00 Undanfarið hefur allmikið verið rætt og ritað um ensk heiti íslenskra fyrirtækja. Ástæðan er sú, að síðara hluta maímánaðar tók Flugfélag Íslands upp nafnið Air Iceland Connect. Um árabil notaði félagið nafnið Air Iceland, en með því að bæta við orðinu Connect sýnum við tengingu við íslenska náttúru og erlenda áfangastaði á borð við Grænland, Skotland og Norður-Írland. Þetta er lýsandi nafn og við erum sannfærð um að þetta muni leiða til sterkara vörumerkis á alþjóðamarkaði, eins og haft er eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect. Naumast þarf að fara í grafgötur um, að íslensk fyrirtæki og stofnanir taka aukinn þátt í samkeppni á alþjóðamarkaði þar sem tungumálið er enska. Ekkert óeðlilegt er að íslensk fyrirtæki á alþjóðamarkaði noti ensk heiti til þess að vekja á sér athygli. Leyfi ég mér að fullyrða, að ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum ógna ekki framtíð íslenskrar tungu, eins og þráfaldlega er gefið í skyn. Aðrir þættir vega þar þyngra svo sem minnkandi bóklestur ungs fólks, tölvuleikir á ensku sem valda því að börn og unglingar tala orðið ensku sín á milli. Afstaða stjórnvalda til menntamála og léleg kjör kennara er mun meiri ógn við íslenska tungu en ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum. Jafnvel óskýr framburður, sem vinnur gegn gagnsæi málsins og getur breytt málkerfinu, veldur meiri hættu en Air Iceland Connect. Röng notkun orða og orðatiltækja og orðfæð er miklu alvarlegri ógn við framtíð tungunnar en Air Iceland Connect. Lítill skilningur ákveðins hóps Íslendinga á málrækt er einnig ógn við framtíð íslenskrar tungu, en hafa ber í huga að vegna íslenskrar tungu erum við sjálfstæð þjóð í eigin landi.Dómsdagsspá Lengi hefur verið efast um gildi íslenskrar tungu og henni spáð dauða. Árið 1754 kom út í Kaupmannahöfn ritið TYRO JURIS edur Barn í Lögum eftir Svein lögmann Sölvason. Þar segir hann, að heppilegra sé að nota orð úr dönsku en íslensku þegar ritað er um lögfræði á íslensku. Bjarni Jónsson, rektor Skálholtsskóla, lagði til í bréfi til Landsnefndarinnar fyrri árið 1771 að íslenska yrði lögð niður og danska tekin upp eða með hans orðum – á dönsku: „Jeg anseer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal beholde det islandske Sprog.” Í upphafi velmektardaga frjálshyggju í lok síðustu aldar var lagt til að íslenska yrði lögð niður og enska tekin upp í staðinn.Sterk staða íslenskrar tungu Þrátt fyrir þetta er raunin sú, að íslensk tunga hefur aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Á þetta m.a. rætur að rekja til þess, að málið hefur verið sveigt að nýjum viðfangsefnum og breyttu menningarumhverfi. Ritun skáldsagna og leikrita, ljóðagerð og vísnasöngur og vönduð bókaútgáfa hefur aldrei verið öflugri en undanfarna áratugi og nýstárleg auglýsingagerð í útvarpi og sjónvarpi hefur auðgað tunguna þar sem orðið hafa til orðaleikir og íslensk fyndni sem áður voru óþekktir í málinu – að ógleymdu rappi á íslensku. Engu að síður eru ýmis viðgangsefni sem bíða úrlausnar svo sem notkun íslensku í stafrænu umhverfi. Flest bendir því til, að íslenska, þetta forna beygingarmál, geti áfram gegnt hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í fjölþættu samfélagi nútímans. Hins vegar hefði mátt finna betra enskt nafn á Flugfélag Íslands en Air Iceland Connect. Höfundur er fv. skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tryggvi Gíslason Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur allmikið verið rætt og ritað um ensk heiti íslenskra fyrirtækja. Ástæðan er sú, að síðara hluta maímánaðar tók Flugfélag Íslands upp nafnið Air Iceland Connect. Um árabil notaði félagið nafnið Air Iceland, en með því að bæta við orðinu Connect sýnum við tengingu við íslenska náttúru og erlenda áfangastaði á borð við Grænland, Skotland og Norður-Írland. Þetta er lýsandi nafn og við erum sannfærð um að þetta muni leiða til sterkara vörumerkis á alþjóðamarkaði, eins og haft er eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect. Naumast þarf að fara í grafgötur um, að íslensk fyrirtæki og stofnanir taka aukinn þátt í samkeppni á alþjóðamarkaði þar sem tungumálið er enska. Ekkert óeðlilegt er að íslensk fyrirtæki á alþjóðamarkaði noti ensk heiti til þess að vekja á sér athygli. Leyfi ég mér að fullyrða, að ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum ógna ekki framtíð íslenskrar tungu, eins og þráfaldlega er gefið í skyn. Aðrir þættir vega þar þyngra svo sem minnkandi bóklestur ungs fólks, tölvuleikir á ensku sem valda því að börn og unglingar tala orðið ensku sín á milli. Afstaða stjórnvalda til menntamála og léleg kjör kennara er mun meiri ógn við íslenska tungu en ensk heiti á íslenskum fyrirtækjum. Jafnvel óskýr framburður, sem vinnur gegn gagnsæi málsins og getur breytt málkerfinu, veldur meiri hættu en Air Iceland Connect. Röng notkun orða og orðatiltækja og orðfæð er miklu alvarlegri ógn við framtíð tungunnar en Air Iceland Connect. Lítill skilningur ákveðins hóps Íslendinga á málrækt er einnig ógn við framtíð íslenskrar tungu, en hafa ber í huga að vegna íslenskrar tungu erum við sjálfstæð þjóð í eigin landi.Dómsdagsspá Lengi hefur verið efast um gildi íslenskrar tungu og henni spáð dauða. Árið 1754 kom út í Kaupmannahöfn ritið TYRO JURIS edur Barn í Lögum eftir Svein lögmann Sölvason. Þar segir hann, að heppilegra sé að nota orð úr dönsku en íslensku þegar ritað er um lögfræði á íslensku. Bjarni Jónsson, rektor Skálholtsskóla, lagði til í bréfi til Landsnefndarinnar fyrri árið 1771 að íslenska yrði lögð niður og danska tekin upp eða með hans orðum – á dönsku: „Jeg anseer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal beholde det islandske Sprog.” Í upphafi velmektardaga frjálshyggju í lok síðustu aldar var lagt til að íslenska yrði lögð niður og enska tekin upp í staðinn.Sterk staða íslenskrar tungu Þrátt fyrir þetta er raunin sú, að íslensk tunga hefur aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Á þetta m.a. rætur að rekja til þess, að málið hefur verið sveigt að nýjum viðfangsefnum og breyttu menningarumhverfi. Ritun skáldsagna og leikrita, ljóðagerð og vísnasöngur og vönduð bókaútgáfa hefur aldrei verið öflugri en undanfarna áratugi og nýstárleg auglýsingagerð í útvarpi og sjónvarpi hefur auðgað tunguna þar sem orðið hafa til orðaleikir og íslensk fyndni sem áður voru óþekktir í málinu – að ógleymdu rappi á íslensku. Engu að síður eru ýmis viðgangsefni sem bíða úrlausnar svo sem notkun íslensku í stafrænu umhverfi. Flest bendir því til, að íslenska, þetta forna beygingarmál, geti áfram gegnt hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í fjölþættu samfélagi nútímans. Hins vegar hefði mátt finna betra enskt nafn á Flugfélag Íslands en Air Iceland Connect. Höfundur er fv. skólameistari.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun