Logi: Ekkert skemmtilegra en að vinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2017 23:01 Logi Ólafsson, þjálfari Víkings. mynd/Stefán Logi Ólafsson, stýrði Víkingi R. í fyrsta sinn á heimavelli í langan tíma í kvöld og var mjög sáttur með sína menn, ekki síst vegna þess að þeir klóruðu sigur gegn Fjölni til baka eftir að hafa lent undir.„Það var klaufagangur að fá á sig þetta mark vegna þess að mér fannst við byrja leikinn mjög vel,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn. Þetta var annar leikurinn sem liðið spilar undir stjórn Loga en í þeim fyrri nældi liðið í stig á útivelli gegn KA eftir að hafa lent 2-0 undir. Um svipaða sögu var að ræða hér nema nú nældi liðið sér í öll stigin þrjú. Logi segir mikinn karakter búa í hópnum. „Ég held að liðið hafi vitað það allan tíma að eftir að hafa náð að jafna, og eftir að hafa lent 2-0 undir gegn KA, þá býr þetta í þessu liði. Það var ekki um neina uppgjöf að ræða heldur að reyna að vinna leikinn sem við og gerðum,“ sagði Logi. Þrátt fyrir yfirburði Víkings gekk þeim þó illa að skapa sér opin færi. Bæði mörk liðsins komu eftir föst leikatriði, víti og horn. Logi segir að liðið hefði átt að búa til betri færi úr þeim möguleikum sem liðið fékk en það hafi þó verið erfitt að mæta liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti. „Það er ekki heiglum hentt að lenda á móti liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti sem fengu á sig fimm mörk í síðasta leik. Dagskipunin er að halda markinu hreinu. Það var við erfiða mótherja að etja í varnarleiknum hjá þeim þannig að það er að einhverju leyti skiljanlegt að við vorum ekki nógu beittir í því,“ sagði Logi. Hann hefur nú stýrt liðinu í um það bil tvær vikur og er hann ánægður með að vera kominn aftur í stjórasætið eftir smá hlé frá leiknum. „Mér líst vel á þetta. Það er verið að tala um að þetta sé skemmtilegra og eitthvað slíkt. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ sagði Logi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 2-1 | Fyrsti deildarsigur Víkinga undir stjórn Loga Mörk frá Ivica Jovanovic og Vladimir Tufegdzic tryggðu Víkingum sigur á Fjölnismönnum. 5. júní 2017 22:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Logi Ólafsson, stýrði Víkingi R. í fyrsta sinn á heimavelli í langan tíma í kvöld og var mjög sáttur með sína menn, ekki síst vegna þess að þeir klóruðu sigur gegn Fjölni til baka eftir að hafa lent undir.„Það var klaufagangur að fá á sig þetta mark vegna þess að mér fannst við byrja leikinn mjög vel,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn. Þetta var annar leikurinn sem liðið spilar undir stjórn Loga en í þeim fyrri nældi liðið í stig á útivelli gegn KA eftir að hafa lent 2-0 undir. Um svipaða sögu var að ræða hér nema nú nældi liðið sér í öll stigin þrjú. Logi segir mikinn karakter búa í hópnum. „Ég held að liðið hafi vitað það allan tíma að eftir að hafa náð að jafna, og eftir að hafa lent 2-0 undir gegn KA, þá býr þetta í þessu liði. Það var ekki um neina uppgjöf að ræða heldur að reyna að vinna leikinn sem við og gerðum,“ sagði Logi. Þrátt fyrir yfirburði Víkings gekk þeim þó illa að skapa sér opin færi. Bæði mörk liðsins komu eftir föst leikatriði, víti og horn. Logi segir að liðið hefði átt að búa til betri færi úr þeim möguleikum sem liðið fékk en það hafi þó verið erfitt að mæta liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti. „Það er ekki heiglum hentt að lenda á móti liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti sem fengu á sig fimm mörk í síðasta leik. Dagskipunin er að halda markinu hreinu. Það var við erfiða mótherja að etja í varnarleiknum hjá þeim þannig að það er að einhverju leyti skiljanlegt að við vorum ekki nógu beittir í því,“ sagði Logi. Hann hefur nú stýrt liðinu í um það bil tvær vikur og er hann ánægður með að vera kominn aftur í stjórasætið eftir smá hlé frá leiknum. „Mér líst vel á þetta. Það er verið að tala um að þetta sé skemmtilegra og eitthvað slíkt. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ sagði Logi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 2-1 | Fyrsti deildarsigur Víkinga undir stjórn Loga Mörk frá Ivica Jovanovic og Vladimir Tufegdzic tryggðu Víkingum sigur á Fjölnismönnum. 5. júní 2017 22:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 2-1 | Fyrsti deildarsigur Víkinga undir stjórn Loga Mörk frá Ivica Jovanovic og Vladimir Tufegdzic tryggðu Víkingum sigur á Fjölnismönnum. 5. júní 2017 22:45