Heitasta fjarreikistjarna sem hefur fundist Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 18:15 Hugmynd listamanns um hvernig KELT-9b (t.h.) og móðurstjarnan hennar gætu litið út. teikning/Nasa/JPL-Caltech/R. Hurt (IPAC) Lofthjúpur fjarreikistjörnu sem stjörnufræðingar hafa fundið er rúmlega nífalt heitari en Venus, heitasta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur og jafnast hitastig hennar á við stjörnur. KELT-9b er gasrisi í 650 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hitastigið yfir daginn er talið ná 4.300°C. Það er aðeins 1.300 gráðum „svalara“ en sólin okkar samkvæmt frétt Washington Post. Til samanburðar er hitastigið við yfirborð Venusar um 460°C sem er þó heitara en heitasti bakaraofn. Reikistjarnan er svo heit að þrátt fyrir að hún sé þrefalt massameiri en Júpíter þá er stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar helmingi þéttari samkvæmt frétt The Guardian. Of heitt fyrir sameindir Samband KELT-9b við móðurstjörnu sína, sem er bláhvítglóandi risastjarna, er sagt sérstakt. Það tekur reikistjörnuna aðeins einn og hálfan jarðdag að fara heilan hring um stjörnuna. Þá gengur reikistjarnan ekki í kringum miðbaug móðurstjörnunnar heldur yfir póla hennar. Líkt og tunglið okkar er möndulsnúningur KELT-9b bundinn sem þýðir að hún snýr ætíð sömu hliðinni að stjörnunni. Hitastigið á daghlið KELT-9b er því svo hátt að sameindir í lofthjúpnum brotna niður. Telja stjörnufræðingarnir að hann sé því allur á formi frumeinda. Einn stjörnufræðingur sem Washington Post ræðir við líkir KELT-9b við blending af reikistjörnu og stjörnu. Sú samlíking er þó ekki alls kostar nákvæm því enginn kjarnasamruni á sér stað í kjarna KELT-9b eins og á sér stað í stjörnum. Vísindi Tengdar fréttir Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Lofthjúpur fjarreikistjörnu sem stjörnufræðingar hafa fundið er rúmlega nífalt heitari en Venus, heitasta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur og jafnast hitastig hennar á við stjörnur. KELT-9b er gasrisi í 650 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hitastigið yfir daginn er talið ná 4.300°C. Það er aðeins 1.300 gráðum „svalara“ en sólin okkar samkvæmt frétt Washington Post. Til samanburðar er hitastigið við yfirborð Venusar um 460°C sem er þó heitara en heitasti bakaraofn. Reikistjarnan er svo heit að þrátt fyrir að hún sé þrefalt massameiri en Júpíter þá er stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar helmingi þéttari samkvæmt frétt The Guardian. Of heitt fyrir sameindir Samband KELT-9b við móðurstjörnu sína, sem er bláhvítglóandi risastjarna, er sagt sérstakt. Það tekur reikistjörnuna aðeins einn og hálfan jarðdag að fara heilan hring um stjörnuna. Þá gengur reikistjarnan ekki í kringum miðbaug móðurstjörnunnar heldur yfir póla hennar. Líkt og tunglið okkar er möndulsnúningur KELT-9b bundinn sem þýðir að hún snýr ætíð sömu hliðinni að stjörnunni. Hitastigið á daghlið KELT-9b er því svo hátt að sameindir í lofthjúpnum brotna niður. Telja stjörnufræðingarnir að hann sé því allur á formi frumeinda. Einn stjörnufræðingur sem Washington Post ræðir við líkir KELT-9b við blending af reikistjörnu og stjörnu. Sú samlíking er þó ekki alls kostar nákvæm því enginn kjarnasamruni á sér stað í kjarna KELT-9b eins og á sér stað í stjörnum.
Vísindi Tengdar fréttir Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45