Tusk sagði þetta í tísti á Twitter-reikningi sínum og segir að Bandaríkjastjórn hafi gert „mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. „En baráttan hefur áfram, með eða án Bandaríkjanna,“ segir Tusk.
Today we step up climate cooperation with China. Big mistake of the US to leave #ParisAgreement. But fight continues with or without the US
— Donald Tusk (@eucopresident) June 2, 2017
Fyrr í dag var Vladimír Pútín Rússlandsforseti spurður út í ákvörðun Trump og sagði hann of mikið vera gert úr ákvörðun Trump. Enn væri tími til stefnu og að ef allir myndu vinna saman á uppbyggilegan hátt væri vafalaust hægt að komast að samkomulagi.
„Don't worry, be happy,“ sagði forsetinn á ensku á fréttamannafundi sínum í Pétursborg fyrr í dag.