Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. júní 2017 18:37 Ef Trump ákveður að draga Bandaríkin úr sáttmálanum verða Bandaríkin þriðja landið til að samþykkja ekki sáttmálann. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Hann sagði ákvörðunina tekna til þess að „vernda Bandaríkin“ en hann tók þó fram að Bandaríkin væru opin fyrir þátttöku í endurskoðuðu samkomulagi, eða þá alveg nýjum sáttmála, þar sem hagsmuna Bandaríkjanna væri frekar gætt. Trump hefur, eins og frægt er orðið, gagnrýnt samkomulagið ítrekað og meðal annars fleygt því fram að loftslagsbreytingar af manna völdum og hlýnun jarðar séu gabb sem fundið var upp af Kínverjum til að hafa áhrif á efnahag Bandaríkjanna. Bandaríkin eru nú þriðja landið til að samþykkja ekki sáttmálann. Hin tvö eru Sýrland og Nicaragua. Eins og staðan er í dag þá eru Bandaríkin í öðru sæti yfir þau lönd sem menga hvað mest í heiminum. Fræðimenn reikna það út að ef Bandaríkin draga sig út úr samningnum mun kolefnismengun aukast verulega og hitastig gæti hækkað um allt að 0,3 gráður í lok aldarinnar. Borgarstjórar úr röðum Demókrata halda þó í vonina og segja að þeir munu taka málin í sínar hendur og vinna að umhverfisvernd í takt við sáttmálann.Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér að neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir „Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03 Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39 Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Hann sagði ákvörðunina tekna til þess að „vernda Bandaríkin“ en hann tók þó fram að Bandaríkin væru opin fyrir þátttöku í endurskoðuðu samkomulagi, eða þá alveg nýjum sáttmála, þar sem hagsmuna Bandaríkjanna væri frekar gætt. Trump hefur, eins og frægt er orðið, gagnrýnt samkomulagið ítrekað og meðal annars fleygt því fram að loftslagsbreytingar af manna völdum og hlýnun jarðar séu gabb sem fundið var upp af Kínverjum til að hafa áhrif á efnahag Bandaríkjanna. Bandaríkin eru nú þriðja landið til að samþykkja ekki sáttmálann. Hin tvö eru Sýrland og Nicaragua. Eins og staðan er í dag þá eru Bandaríkin í öðru sæti yfir þau lönd sem menga hvað mest í heiminum. Fræðimenn reikna það út að ef Bandaríkin draga sig út úr samningnum mun kolefnismengun aukast verulega og hitastig gæti hækkað um allt að 0,3 gráður í lok aldarinnar. Borgarstjórar úr röðum Demókrata halda þó í vonina og segja að þeir munu taka málin í sínar hendur og vinna að umhverfisvernd í takt við sáttmálann.Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér að neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir „Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03 Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39 Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
„Algjörlega nauðsynlegt“ að þjóðir heims samþykki Parísarsáttmálann Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ríki heimsins þurfa að standa enn þéttar saman. 31. maí 2017 08:03
Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. 31. maí 2017 12:39
Staða Bandaríkjanna geti veikst samþykki Trump ekki sáttmálann Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það geta veikt stöðu Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi ef þeir samþykkja ekki Parísarsamkomulagið. 28. maí 2017 19:09