Meira en 7.000 eigendur Fiesta og Focus bíla í mál við Ford Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017 10:32 Ford Fiesta og Focus. Yfir sjö þúsund eigendur Ford Fiesta og Focus bíla með gallaðar sjálfskiptingar hafa höfðað mál gegn bílaframleiðandanum Ford vegna galla þeirra. Eru þessir Ford Fiesta og Focus bílar með "dual-clutch" skiptingar sem hafa mikla galla. Það er Stern Law PLLC lögmannsstofan sem sækir málið fyrir hönda umbjóðenda sinna í Bandaríkjunum. Slæleg hegðun skiptinganna veldur aflskorti, of seinum skiptingum, hröðunarvandamálum eða jafnvel hruns skiptingarinnar. Við þetta vilja eigendurnir ekki una, en þetta á við eigendur Ford Fiesta bíla af árgerðum 2011 til 2016 og Ford Focus bíla af árgerðum 2012 til 2016. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem höfðað er mál vegna bilaðra skiptinga í Ford bílum, en eitt slíkt mál var höfðað gegn Ford árið 2012. Ford hefur brugðist við þessum bilunum með því að framlengja ábyrgð drifbúnaðar þessara bíla að 7 árum eða til 100.000 mílna aksturs og Ford hefur reynt að gera við þessar skiptingar fram að þessu, en varanleg lausn á skiptingunum hefur ekki fundist enn og því höfða eigendurnir þetta mál nú. Vilja eigendurnir meina að með þessar biluðu skiptingar stafi ökumönnum þeirra hætta af þar sem bílarnir hegða sér ekki eins og ætlast er til og að þeir séu fyrir vikið hættulegir í umferðinni. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður
Yfir sjö þúsund eigendur Ford Fiesta og Focus bíla með gallaðar sjálfskiptingar hafa höfðað mál gegn bílaframleiðandanum Ford vegna galla þeirra. Eru þessir Ford Fiesta og Focus bílar með "dual-clutch" skiptingar sem hafa mikla galla. Það er Stern Law PLLC lögmannsstofan sem sækir málið fyrir hönda umbjóðenda sinna í Bandaríkjunum. Slæleg hegðun skiptinganna veldur aflskorti, of seinum skiptingum, hröðunarvandamálum eða jafnvel hruns skiptingarinnar. Við þetta vilja eigendurnir ekki una, en þetta á við eigendur Ford Fiesta bíla af árgerðum 2011 til 2016 og Ford Focus bíla af árgerðum 2012 til 2016. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem höfðað er mál vegna bilaðra skiptinga í Ford bílum, en eitt slíkt mál var höfðað gegn Ford árið 2012. Ford hefur brugðist við þessum bilunum með því að framlengja ábyrgð drifbúnaðar þessara bíla að 7 árum eða til 100.000 mílna aksturs og Ford hefur reynt að gera við þessar skiptingar fram að þessu, en varanleg lausn á skiptingunum hefur ekki fundist enn og því höfða eigendurnir þetta mál nú. Vilja eigendurnir meina að með þessar biluðu skiptingar stafi ökumönnum þeirra hætta af þar sem bílarnir hegða sér ekki eins og ætlast er til og að þeir séu fyrir vikið hættulegir í umferðinni.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður