Theodór Elmar Bjarnason er einn sex leikmanna AGF sem fá ekki nýjan samning við félagið.
Elmar kom til AGF frá Randers sumarið 2015 og lék 53 deildarleiki fyrir félagið og skoraði tvö mörk.
AGF olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og þurfti að fara í umspil til að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni.
Elmar, sem er þrítugur, hefur leikið í atvinnumennsku frá árinu 2004. Hann hóf atvinnumannaferilinn með Celtic en fór svo til Lyn, IFK Göteborg, Randers og loks AGF.
Elmar á förum frá AGF
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn



Blóðgaði dómara
Körfubolti


Var ekki nógu ánægður með Trent
Enski boltinn