Geir: Það er kominn betri bragur á liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. júní 2017 21:06 Geir fylgist með af hliðarlínunni. vísir/anton „Að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Þó svo maður hafi trúna og heimavöllinn þá er ekkert gefið í þessu,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. „Að tapa á heimavelli og falla úr leik hefði verið martröð. En við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni og á endanum fór Ísland áfram sem besta liðið í þriðja sæti. Tæpara gat það ekki staðið. „Það hefur gefið á bátinn og ef við gerum þetta snöggt upp þá stendur upp úr þessi munur á okkar leik á heimavelli og útivelli. Ég held við getum fullyrt að það sé orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var dýrmæt reynsla fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann núna og það var frábært,“ segir Geir en hann er að stýra landsliðinu í kynslóðaskiptum. „Að við séum komnir inn á þessi mót á þessum umbreytingatímum finnst mér stórkostlegt. Við erum þekkt fyrir að fara fjallabaksleiðina og höfum gert það áður. Við vorum svo sem aldrei að hugsa um þetta þriðja sæti en niðurstaðan er sú að við erum eina liðið í þriðja sæti sem nær að taka fjögur stig af efstu liðunum og það kemur okkur áfram.“ Sóknarleikurinn hefur verið hausverkur í riðlakeppninni og ekki síst í leiknum gegn Tékkum á dögunum þar sem hann var mjög slakur. „Við fórum í smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sjálfa sig á myndbandi og fóru að lengja í sóknunum, láta andstæðinginn hlaupa þá komu þessi færi sem við þurftum. Þetta voru í sjálfu sér engin geimvísindi,“ segir Geir sem tók andlega þáttinn í gegn fyrir leikinn. „Við fengum Viðar Halldórsson til okkar kvöldið fyrir leik en hann hefur verið okkur innan handar síðan ég byrjaði með liðið. Hann kom með flott innlegg. Við fórum svolítið í grunninn og gildin sem þetta gengur út á. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna á þessa hluti. Þetta var frábær vinna hjá honum.“ Geir segir ekkert hafa breyst í sínum málum og hann mun fara með liðinu á EM. Hans fyrsta EM á ferlinum. „Ég er svo gamall að það var ekki búið að finna upp EM þegar ég var í boltanum,“ sagði Geir og hló dátt. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
„Að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Þó svo maður hafi trúna og heimavöllinn þá er ekkert gefið í þessu,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. „Að tapa á heimavelli og falla úr leik hefði verið martröð. En við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni og á endanum fór Ísland áfram sem besta liðið í þriðja sæti. Tæpara gat það ekki staðið. „Það hefur gefið á bátinn og ef við gerum þetta snöggt upp þá stendur upp úr þessi munur á okkar leik á heimavelli og útivelli. Ég held við getum fullyrt að það sé orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var dýrmæt reynsla fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann núna og það var frábært,“ segir Geir en hann er að stýra landsliðinu í kynslóðaskiptum. „Að við séum komnir inn á þessi mót á þessum umbreytingatímum finnst mér stórkostlegt. Við erum þekkt fyrir að fara fjallabaksleiðina og höfum gert það áður. Við vorum svo sem aldrei að hugsa um þetta þriðja sæti en niðurstaðan er sú að við erum eina liðið í þriðja sæti sem nær að taka fjögur stig af efstu liðunum og það kemur okkur áfram.“ Sóknarleikurinn hefur verið hausverkur í riðlakeppninni og ekki síst í leiknum gegn Tékkum á dögunum þar sem hann var mjög slakur. „Við fórum í smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sjálfa sig á myndbandi og fóru að lengja í sóknunum, láta andstæðinginn hlaupa þá komu þessi færi sem við þurftum. Þetta voru í sjálfu sér engin geimvísindi,“ segir Geir sem tók andlega þáttinn í gegn fyrir leikinn. „Við fengum Viðar Halldórsson til okkar kvöldið fyrir leik en hann hefur verið okkur innan handar síðan ég byrjaði með liðið. Hann kom með flott innlegg. Við fórum svolítið í grunninn og gildin sem þetta gengur út á. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna á þessa hluti. Þetta var frábær vinna hjá honum.“ Geir segir ekkert hafa breyst í sínum málum og hann mun fara með liðinu á EM. Hans fyrsta EM á ferlinum. „Ég er svo gamall að það var ekki búið að finna upp EM þegar ég var í boltanum,“ sagði Geir og hló dátt.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15