Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2017 19:30 Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og samkvæmt fyrstu útgönguspánni sem birt var á sama tíma er En Marche, flokki Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, spáð 352 sætum. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn fengi yfir 400 sæti og er sigurinn því heldur minni, þótt stór sé. Til þess að ná meirihluta á þinginu þarf flokkur 289 sæti. Eiríkur Bergmann segir þetta sögulega niðurstöðu fari sem á horfir. „Þetta er auðvitað bara algjör jarðskjálfti í frönskum stjórnmálum. Þessi höggbylgja er slík að hún feykir í burtu sósíalistaflokknum næstum því í heilu lagi og lýðveldisflokknum svona að stórum hluta. Við erum að horfa framan í það að franska þingið verði stútfullt af nýgræðingum sem hafa enga reynslu af þingstörfum eða stjórnmálastarfi. Þannig þetta er einhvers konar nýtt upphaf í Frakklandi," segir Eiríkur.Með völd umfram aðra forseta Einungis rúmur mánuður er síðan Macron vann yfirburðarsigur í forsetakosningunum og virðist flokkur hans núna ætla að sópa upp þingsætunum þar í landi. Eiríkur segir hann vera í mjög góðri stöðu. „Hann mun væntanlega sjálfur völd sem eru langt umfram það sem forsetar Frakklands hafa áður séð." Eiríkur telur að vinsældirnar megi meðal annars rekja til þess að Macron telst vera andsvar við þjóðernispopúlisma. „Hann er anstæðan við Trump og á hinum trumpísku tímum er líka eftirspurn eftir andstöðunni við það. Það er að segja hinu frjálslynda andsvari við framgangi íhaldssamra harðlínuafla," segir Eiríkur. Kjörsóknin er þó í sögulegum lægðum og einungis um 35% samanborið við 46% árið 2012. „Það gerir stöðuna flókna í Frakklandi núna er hversu dræm kosningaþátttakan virðist ætla að vera og það ýkir og eykur styrkleika Macron." Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og samkvæmt fyrstu útgönguspánni sem birt var á sama tíma er En Marche, flokki Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, spáð 352 sætum. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn fengi yfir 400 sæti og er sigurinn því heldur minni, þótt stór sé. Til þess að ná meirihluta á þinginu þarf flokkur 289 sæti. Eiríkur Bergmann segir þetta sögulega niðurstöðu fari sem á horfir. „Þetta er auðvitað bara algjör jarðskjálfti í frönskum stjórnmálum. Þessi höggbylgja er slík að hún feykir í burtu sósíalistaflokknum næstum því í heilu lagi og lýðveldisflokknum svona að stórum hluta. Við erum að horfa framan í það að franska þingið verði stútfullt af nýgræðingum sem hafa enga reynslu af þingstörfum eða stjórnmálastarfi. Þannig þetta er einhvers konar nýtt upphaf í Frakklandi," segir Eiríkur.Með völd umfram aðra forseta Einungis rúmur mánuður er síðan Macron vann yfirburðarsigur í forsetakosningunum og virðist flokkur hans núna ætla að sópa upp þingsætunum þar í landi. Eiríkur segir hann vera í mjög góðri stöðu. „Hann mun væntanlega sjálfur völd sem eru langt umfram það sem forsetar Frakklands hafa áður séð." Eiríkur telur að vinsældirnar megi meðal annars rekja til þess að Macron telst vera andsvar við þjóðernispopúlisma. „Hann er anstæðan við Trump og á hinum trumpísku tímum er líka eftirspurn eftir andstöðunni við það. Það er að segja hinu frjálslynda andsvari við framgangi íhaldssamra harðlínuafla," segir Eiríkur. Kjörsóknin er þó í sögulegum lægðum og einungis um 35% samanborið við 46% árið 2012. „Það gerir stöðuna flókna í Frakklandi núna er hversu dræm kosningaþátttakan virðist ætla að vera og það ýkir og eykur styrkleika Macron."
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira