Luckett og Guinn hafa verið tíðir gestir á Íslandi undanfarin árin og líta á Ísland sem sitt annað heimili. Fyrir um ári keyptu þeir Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi. Þeir eru miklir listunnendur og hafa komið á fót listsafni í húsinu. Þeir hafa verið duglegir að kaupa íslensk listaverk og eru þannig í hávegum hafðir meðal íslenskra listamanna.
Það er því óhætt að segja að stjörnurnar standi vaktina á Íslandi þessa helgina. Knattspyrnukappinn Theo Walcott, leikmaður Arsenal, er mættur á Secret Solstice eins og greint var frá á Vísi í gær. Þá er David Grohl úr Foo Fighters hér á landi með hljómsveit sinni og átta ára dóttur sem tróð upp á tónleikum sveitarinnar í Laugardalnum í gær.