Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-0 | Þrumufleygur Fanndísar tryggði þrjú stig Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2017 21:30 Blikar fara upp fyrir Stjörnuna í annað sæti deildarinnar eftir hörkusigur á Stjörnunni, 1-0. Stjarnan er nú orðin átta stigum á eftir Þór/KA, sem sitja á toppi deildarinnar, þegar átta umferðum er lokið. Grænklæddar heimakonur byrjuðu sterkari strax frá fyrstu mínútu og voru mættar á völlinn til þess að sækja sér þrjú stig. Þær óðu í færum og uppskáru á 35. mínútu þegar Fanndís Friðriksdóttir skellti í glæsilegt skot efst í vinstra hornið utan úr teig. Það sást varla til Stjörnukvenna í fyrri hálfleik og áttu þær fá skot að marki heimakvenna. Forysta Breiðabliks í hálfleik var verðskulduð og hefði hæglega getað verið meiri. Blikar komu sterkar inn eftir hálfleikinn en Stjarnan komst fljótlega inn í leikinn og voru líklegar til að ná að jafna. Blikar náðu að halda vel í vörninni og komu í veg fyrir að Stjarnan næði að skapa sér nein færi, þó að þær væru meira með boltann. Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á á 65. mínútu en þetta er aðeins í annað skiptið sem hún spilar í sumar eftir barnsburð. Innkoma hennar reyndist ekki næg innspýting í sóknarleik gestanna sem máttu sætta sig við 1-0 tap.Af hverju unnu Blikar?Breiðablik var einfaldlega sterkari aðilinn í þessum leik. Þær mættu tilbúnar til leiks og voru mun viljugri á fyrstu mínútunum. Fanndís var mikið á boltanum og átti mörg skot á markið í fyrri hálfleik ásamt því að Berglind Björg Þorvaldsdóttir var mjög virk og átti Hildur Antonsdóttir sterkan leik á miðjunni. Þó að Stjarnan hafi náð að spila sig inn í leikinn í seinni hálfleik þá voru Blikakonur öruggar í vörninni. Þær héldu Garðbæingum vel í skefjum og komu í veg fyrir allar tilraunir Stjörnunnar til að jafna.Hverjir stóðu upp úr?Fanndís Friðriksdóttir var mjög dugleg framan af og sótti sífellt að marki Stjörnunnar. Hún hefði vel getað bætt við markatöluna sína hér í kvöld, og skoraði sigurmarkið glæsilega sem tryggði Breiðabliki mikilvæg stig. Hildur Antonsdóttir var dugleg á miðjunni og lét finna fyrir sér, jafnframt sem varnarmenn Breiðabliks þær Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru traustar í öllum sínum aðgerðum.Hvað gekk illa?Stjörnunni gekk illa að skapa sér færi. Þær virkuðu þreyttar í byrjun leiks og eins og þær væru ekki tilbúnar í leikinn. Má þar kannski kenna um þéttu leikjaplani en það eru aðeins þrír dagar síðan nokkrir lykilmenn Stjörnunnar spiluðu fyrir kvennalandslið Íslands í 1-0 tapinu gegn Brasilíu. Má þar nefna Öglu Maríu Albertsdóttur sem sást lítið sem ekkert langan hluta úr leiknum og virkaði Katrín Ásbjörnsdóttir þreytt á köflum og komst ekki í takt við leikinn.Hvað gerist næst?Níunda umferð deildarinnar hefst núna strax eftir helgi og spila bæði lið á þriðjudaginn, svo það er lítil hvíld á milli leikja. Blikar fara í heimsókn á Reykjanes þegar þær mæta Grindavík á Grindavíkurvelli. Suðurnesjakonur fengu á sig skell þegar þær fóru norður á Akureyri fyrr í kvöld og steinlágu 5-0 fyrir toppliði Þórs/KA en eru með sex stig í töflunni. Stjörnukonur taka á móti Fylki í Garðabænum, en Fylkir tapaði einnig 5-0 í kvöld fyrir Eyjakonum í ÍBV. Árbæingar eru með fjögur stig og sitja í níunda sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins.Viðbrögð eftir leikinnÞorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir leikinn. Hans stelpur komu sterkar til leiks og hefur hann fulla trú á því að þær eigi enn þá góða möguleika á að veita Þór/KA samkeppni um titilinn. Fanndís Friðriksdóttir tók í sama streng og var gífurlega sátt eftir leikinn. Henni var skipt út af á 81. mínútu leiksins og var með klakapoka bundinn við hægra hnéð þegar hún talaði við blaðamann eftir leik. Hetja Blikanna sagðist hafa fengið högg á hnéð í leiknum og stífnað upp. Hún yrði þó til í slaginn á móti Grindvíkingum. Það var ekki sama hljóðið í Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar. Hann var ekki sáttur með hvernig sínar konur byrjuðu þennan leik, fannst vera stress í manskapnum. Samt vildi hann meina að þær hafi haft góða möguleika í leiknum og dróg úr yfirburðum Breiðabliks. Það væri áhyggjuefni að liðið hefði ekki náð að skapa sér nein almennileg færi í leiknum. Hann hefur fulla trú á að liðið komi stertk til baka og vildi ekki meina að möguleikar Garðbæinga á titlinum væru úr sögunni.Hildur Antonsdóttir áti flottan leik á miðjunni hjá Blikum.Vísir/Anton BrinkBreiðablik er komið upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar.Vsir/Anton Pepsi Max-deild kvenna
Blikar fara upp fyrir Stjörnuna í annað sæti deildarinnar eftir hörkusigur á Stjörnunni, 1-0. Stjarnan er nú orðin átta stigum á eftir Þór/KA, sem sitja á toppi deildarinnar, þegar átta umferðum er lokið. Grænklæddar heimakonur byrjuðu sterkari strax frá fyrstu mínútu og voru mættar á völlinn til þess að sækja sér þrjú stig. Þær óðu í færum og uppskáru á 35. mínútu þegar Fanndís Friðriksdóttir skellti í glæsilegt skot efst í vinstra hornið utan úr teig. Það sást varla til Stjörnukvenna í fyrri hálfleik og áttu þær fá skot að marki heimakvenna. Forysta Breiðabliks í hálfleik var verðskulduð og hefði hæglega getað verið meiri. Blikar komu sterkar inn eftir hálfleikinn en Stjarnan komst fljótlega inn í leikinn og voru líklegar til að ná að jafna. Blikar náðu að halda vel í vörninni og komu í veg fyrir að Stjarnan næði að skapa sér nein færi, þó að þær væru meira með boltann. Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á á 65. mínútu en þetta er aðeins í annað skiptið sem hún spilar í sumar eftir barnsburð. Innkoma hennar reyndist ekki næg innspýting í sóknarleik gestanna sem máttu sætta sig við 1-0 tap.Af hverju unnu Blikar?Breiðablik var einfaldlega sterkari aðilinn í þessum leik. Þær mættu tilbúnar til leiks og voru mun viljugri á fyrstu mínútunum. Fanndís var mikið á boltanum og átti mörg skot á markið í fyrri hálfleik ásamt því að Berglind Björg Þorvaldsdóttir var mjög virk og átti Hildur Antonsdóttir sterkan leik á miðjunni. Þó að Stjarnan hafi náð að spila sig inn í leikinn í seinni hálfleik þá voru Blikakonur öruggar í vörninni. Þær héldu Garðbæingum vel í skefjum og komu í veg fyrir allar tilraunir Stjörnunnar til að jafna.Hverjir stóðu upp úr?Fanndís Friðriksdóttir var mjög dugleg framan af og sótti sífellt að marki Stjörnunnar. Hún hefði vel getað bætt við markatöluna sína hér í kvöld, og skoraði sigurmarkið glæsilega sem tryggði Breiðabliki mikilvæg stig. Hildur Antonsdóttir var dugleg á miðjunni og lét finna fyrir sér, jafnframt sem varnarmenn Breiðabliks þær Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru traustar í öllum sínum aðgerðum.Hvað gekk illa?Stjörnunni gekk illa að skapa sér færi. Þær virkuðu þreyttar í byrjun leiks og eins og þær væru ekki tilbúnar í leikinn. Má þar kannski kenna um þéttu leikjaplani en það eru aðeins þrír dagar síðan nokkrir lykilmenn Stjörnunnar spiluðu fyrir kvennalandslið Íslands í 1-0 tapinu gegn Brasilíu. Má þar nefna Öglu Maríu Albertsdóttur sem sást lítið sem ekkert langan hluta úr leiknum og virkaði Katrín Ásbjörnsdóttir þreytt á köflum og komst ekki í takt við leikinn.Hvað gerist næst?Níunda umferð deildarinnar hefst núna strax eftir helgi og spila bæði lið á þriðjudaginn, svo það er lítil hvíld á milli leikja. Blikar fara í heimsókn á Reykjanes þegar þær mæta Grindavík á Grindavíkurvelli. Suðurnesjakonur fengu á sig skell þegar þær fóru norður á Akureyri fyrr í kvöld og steinlágu 5-0 fyrir toppliði Þórs/KA en eru með sex stig í töflunni. Stjörnukonur taka á móti Fylki í Garðabænum, en Fylkir tapaði einnig 5-0 í kvöld fyrir Eyjakonum í ÍBV. Árbæingar eru með fjögur stig og sitja í níunda sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins.Viðbrögð eftir leikinnÞorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir leikinn. Hans stelpur komu sterkar til leiks og hefur hann fulla trú á því að þær eigi enn þá góða möguleika á að veita Þór/KA samkeppni um titilinn. Fanndís Friðriksdóttir tók í sama streng og var gífurlega sátt eftir leikinn. Henni var skipt út af á 81. mínútu leiksins og var með klakapoka bundinn við hægra hnéð þegar hún talaði við blaðamann eftir leik. Hetja Blikanna sagðist hafa fengið högg á hnéð í leiknum og stífnað upp. Hún yrði þó til í slaginn á móti Grindvíkingum. Það var ekki sama hljóðið í Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar. Hann var ekki sáttur með hvernig sínar konur byrjuðu þennan leik, fannst vera stress í manskapnum. Samt vildi hann meina að þær hafi haft góða möguleika í leiknum og dróg úr yfirburðum Breiðabliks. Það væri áhyggjuefni að liðið hefði ekki náð að skapa sér nein almennileg færi í leiknum. Hann hefur fulla trú á að liðið komi stertk til baka og vildi ekki meina að möguleikar Garðbæinga á titlinum væru úr sögunni.Hildur Antonsdóttir áti flottan leik á miðjunni hjá Blikum.Vísir/Anton BrinkBreiðablik er komið upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar.Vsir/Anton
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti