Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2017 10:13 Ríkislögreglustjóri lengst til vinstri ásamt öðrum fundargestum. Vísir/Jói K Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. Til umræðu er vopnaburður lögreglu. Óhætt er að segja að um umdeilt mál sé að ræða í samfélagi Íslands sem má rekja til óvænts útspils ríkislögreglustjóra síðustu helgi þegar The Color Run fór fram í miðbæ Reykjavíkur. Stórir flutningabílar lokuðu götum og skammbyssur voru sýnilegar á sérsveitarmönnum sem stóðu vaktina.Rétt fyrir fundinn í morgun.Vísir/Jói KSíðan hefur Þjóðaröryggisráð Íslands fundað vegna málsins á öryggissvæði Landhelgisgæslunnar í Keflavík. Þá hefur komið fram að vopn verði sömuleiðis sýnileg á 17. júní hátíð um helgina og fleiri stórviðburðum í sumar. Þrátt fyrir þetta útspil ríkislögreglustjóra sem útskýrt hefur verið að sé vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur bent á að sérsveitarmenn séu alltaf vopnaðir en munurinn nú sé að vopnin séu sýnileg. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum sjá það að það eru ítrekaðar myndir af sérsveitarmönnum vopnuðum í alls konar verkefnum. Þeir eru meira vopnaðir en ekki í dag. Þannig að þessi ráðstöfun, að setja vopnin utanklæða með þessum hætti er til að tryggja skjót viðbrögð ef eitthvað kemur upp á í mannþröng. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana ef eitthvað kemur upp á, í stað þess að hörfa og sækja vopnin í geymslur eða lögreglubílana sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða,“ segir Haraldur. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Hryðjuverkaógnin ekki tilefni fundar þjóðaröryggisráðs Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. 12. júní 2017 20:13 Óska eftir áhættumati frá Ríkislögreglustjóra vegna viðburða í miðborginni í sumar "Það verður alltaf erfitt að takast við við svona atburð," segir yfirlögregluþjónn 5. júní 2017 18:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. Til umræðu er vopnaburður lögreglu. Óhætt er að segja að um umdeilt mál sé að ræða í samfélagi Íslands sem má rekja til óvænts útspils ríkislögreglustjóra síðustu helgi þegar The Color Run fór fram í miðbæ Reykjavíkur. Stórir flutningabílar lokuðu götum og skammbyssur voru sýnilegar á sérsveitarmönnum sem stóðu vaktina.Rétt fyrir fundinn í morgun.Vísir/Jói KSíðan hefur Þjóðaröryggisráð Íslands fundað vegna málsins á öryggissvæði Landhelgisgæslunnar í Keflavík. Þá hefur komið fram að vopn verði sömuleiðis sýnileg á 17. júní hátíð um helgina og fleiri stórviðburðum í sumar. Þrátt fyrir þetta útspil ríkislögreglustjóra sem útskýrt hefur verið að sé vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur bent á að sérsveitarmenn séu alltaf vopnaðir en munurinn nú sé að vopnin séu sýnileg. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum sjá það að það eru ítrekaðar myndir af sérsveitarmönnum vopnuðum í alls konar verkefnum. Þeir eru meira vopnaðir en ekki í dag. Þannig að þessi ráðstöfun, að setja vopnin utanklæða með þessum hætti er til að tryggja skjót viðbrögð ef eitthvað kemur upp á í mannþröng. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana ef eitthvað kemur upp á, í stað þess að hörfa og sækja vopnin í geymslur eða lögreglubílana sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða,“ segir Haraldur.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Hryðjuverkaógnin ekki tilefni fundar þjóðaröryggisráðs Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. 12. júní 2017 20:13 Óska eftir áhættumati frá Ríkislögreglustjóra vegna viðburða í miðborginni í sumar "Það verður alltaf erfitt að takast við við svona atburð," segir yfirlögregluþjónn 5. júní 2017 18:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Hryðjuverkaógnin ekki tilefni fundar þjóðaröryggisráðs Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. 12. júní 2017 20:13
Óska eftir áhættumati frá Ríkislögreglustjóra vegna viðburða í miðborginni í sumar "Það verður alltaf erfitt að takast við við svona atburð," segir yfirlögregluþjónn 5. júní 2017 18:45