Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2017 19:45 Vopnaðir sérsveitarmenn munu standa vörð við hátíðarhöld á 17. júní og á fleiri samkomum í sumar líkt og þeir gerðu um helgina. Þá má hugsanlega búast við sérsveitinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en lögreglustjórinn hefur óskað eftir því. Ríkislögreglustjóri segir að þetta verði fyrirkomulagið í miðborginni og jafnvel víðar á landinu þar til annað verður ákveðið. „Þetta er gert um óákveðinn tíma og við bara metum stöðuna frá degi til dags eða viku til viku en vonandi þurfum við ekki að hafa þetta sem viðvarandi ráðstöfun," segir Haraldur. Hann segir þetta ekki gert vegna hótana um ofbeldisverk á fjöldasamkomum heldur vegna nýlegra hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Þá réðist ákvörðunin ekki af manneklu hjá almennri lögreglu. „Tilefnið núna eru þeir atburðir sem áttu sér stað í London þar sem óðir menn réðust á almenna borgara og reyndu að valda sem mestum skaða og myrða sem flesta," segir Haraldur.Mikil fólksfjölgun Haraldur bendir á að mannfjöldi hér á landi hafi aukist verulega á síðustu árum. Eðli málins samkvæmt stækkar þar með mengi mögulega hættulegra einstaklinga. Um þrjátíu þúsund ferðamenn eru hér á hverjum einasta degi, erlent vinnuafl telur um tuttugu þúsund einstaklinga og hælisleitendur eru um tvö þúsund. Samhliða þessu hefur fjölgað á lista lögregluyfirvalda yfir vaktaða einstaklinga og eru þar tugir manna á hverjum tíma. Tekur lögregla á þeim málum með misjöfnum hætti hverju sinni; fólk er látið vita að lögregla sé að fylgjast með þeim, það er fært í yfirheyrslur eða til heilbrigðisyfirvalda í viðeigandi úrræði. „Vopnuðum verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað mjög mikið síðustu árin. En ásýnd og verkefni sveitarinnar hafa verið meira í þá átt að vera bakland fyrir lögreglumenn sem eru að takast á við hnífa og annað því um líkt," segir Haraldur.Mínútur skipta öllu máli Hann segir nauðsynlegt að tryggja stuttan viðbragðstíma þar sem mikilvægar mínútur gætu glatast ef lögreglumenn þyrftu fyrst að búast. „Við þurfum að tryggja skjót viðbrögð í mannþröng ef eitthvað kemur upp á. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana í stað þess að þurfa að hörfa og ná í vopnin í geymslur lögreglunnar eða í lögreglubíla sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða," segir Haraldur. Skotvopn lögreglu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn munu standa vörð við hátíðarhöld á 17. júní og á fleiri samkomum í sumar líkt og þeir gerðu um helgina. Þá má hugsanlega búast við sérsveitinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en lögreglustjórinn hefur óskað eftir því. Ríkislögreglustjóri segir að þetta verði fyrirkomulagið í miðborginni og jafnvel víðar á landinu þar til annað verður ákveðið. „Þetta er gert um óákveðinn tíma og við bara metum stöðuna frá degi til dags eða viku til viku en vonandi þurfum við ekki að hafa þetta sem viðvarandi ráðstöfun," segir Haraldur. Hann segir þetta ekki gert vegna hótana um ofbeldisverk á fjöldasamkomum heldur vegna nýlegra hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Þá réðist ákvörðunin ekki af manneklu hjá almennri lögreglu. „Tilefnið núna eru þeir atburðir sem áttu sér stað í London þar sem óðir menn réðust á almenna borgara og reyndu að valda sem mestum skaða og myrða sem flesta," segir Haraldur.Mikil fólksfjölgun Haraldur bendir á að mannfjöldi hér á landi hafi aukist verulega á síðustu árum. Eðli málins samkvæmt stækkar þar með mengi mögulega hættulegra einstaklinga. Um þrjátíu þúsund ferðamenn eru hér á hverjum einasta degi, erlent vinnuafl telur um tuttugu þúsund einstaklinga og hælisleitendur eru um tvö þúsund. Samhliða þessu hefur fjölgað á lista lögregluyfirvalda yfir vaktaða einstaklinga og eru þar tugir manna á hverjum tíma. Tekur lögregla á þeim málum með misjöfnum hætti hverju sinni; fólk er látið vita að lögregla sé að fylgjast með þeim, það er fært í yfirheyrslur eða til heilbrigðisyfirvalda í viðeigandi úrræði. „Vopnuðum verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað mjög mikið síðustu árin. En ásýnd og verkefni sveitarinnar hafa verið meira í þá átt að vera bakland fyrir lögreglumenn sem eru að takast á við hnífa og annað því um líkt," segir Haraldur.Mínútur skipta öllu máli Hann segir nauðsynlegt að tryggja stuttan viðbragðstíma þar sem mikilvægar mínútur gætu glatast ef lögreglumenn þyrftu fyrst að búast. „Við þurfum að tryggja skjót viðbrögð í mannþröng ef eitthvað kemur upp á. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana í stað þess að þurfa að hörfa og ná í vopnin í geymslur lögreglunnar eða í lögreglubíla sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða," segir Haraldur.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira