Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 13. júní 2017 14:00 Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. Hótanir um ofbeldisverk á fjöldasamkomum hér á landi hafa ekki borist en Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að lögregluyfirvöld þurfi þó að vera við því búin. Mikla athygli vakti um helgina að sérsveitarmenn gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra að um hafi sé að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. „Gagnrýnin sem ég hef séð hafa aðallega lotið að því að við höfum ekki gert almenningi viðvart fyrir fram um að sérsveitarmenn væru með sín vop. Ég skil vel svona ábendingar en ég bendi á að þessi sveit er vopnuð öllum stundum og spurningin er hvort segja eigi frá því í hvert sinn sem þessi sveit sýnir sín vopn opinberlega?“ spyr Haraldur.Sérsveitin mögulega á Þjóðhátíð Hann segir að mínútur geti skipt sköpum og ef lögreglumenn þyrftu að búa sig og vopnast áður en hægt yrði að tryggja svæðið væri viðbragðstíminn langur. Þá bendir hann einnig á miklar framkvæmdir í miðborginni seinki allri umferð um svæðið. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum sjá það að það eru ítrekaðar myndir af sérsveitarmönnum vopnuðum í alls konar verkefnum. Þeir eru meira vopnaðir en ekki í dag. Þannig að þessi ráðstöfun, að setja vopnin utanklæða með þessum hætti er til að tryggja skjót viðbrögð ef eitthvað kemur upp á í mannþröng. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana ef eitthvað kemur upp á, í stað þess að hörfa og sækja vopnin í geymslur eða lögreglubílana sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða,“ segir Haraldur. Þá segir Haraldur einnig að lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hafi ítrekað óskað eftir því að sérsveit ríkislögreglustjóra fari með eftirlit í Eyjum þegar þjóðhátíð fer þar fram um verslunarmannahelgina. Það sé nú til skoðunar hjá embættinu. Ítarlegt viðtal við Harald verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. Hótanir um ofbeldisverk á fjöldasamkomum hér á landi hafa ekki borist en Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að lögregluyfirvöld þurfi þó að vera við því búin. Mikla athygli vakti um helgina að sérsveitarmenn gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra að um hafi sé að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. „Gagnrýnin sem ég hef séð hafa aðallega lotið að því að við höfum ekki gert almenningi viðvart fyrir fram um að sérsveitarmenn væru með sín vop. Ég skil vel svona ábendingar en ég bendi á að þessi sveit er vopnuð öllum stundum og spurningin er hvort segja eigi frá því í hvert sinn sem þessi sveit sýnir sín vopn opinberlega?“ spyr Haraldur.Sérsveitin mögulega á Þjóðhátíð Hann segir að mínútur geti skipt sköpum og ef lögreglumenn þyrftu að búa sig og vopnast áður en hægt yrði að tryggja svæðið væri viðbragðstíminn langur. Þá bendir hann einnig á miklar framkvæmdir í miðborginni seinki allri umferð um svæðið. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum sjá það að það eru ítrekaðar myndir af sérsveitarmönnum vopnuðum í alls konar verkefnum. Þeir eru meira vopnaðir en ekki í dag. Þannig að þessi ráðstöfun, að setja vopnin utanklæða með þessum hætti er til að tryggja skjót viðbrögð ef eitthvað kemur upp á í mannþröng. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana ef eitthvað kemur upp á, í stað þess að hörfa og sækja vopnin í geymslur eða lögreglubílana sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða,“ segir Haraldur. Þá segir Haraldur einnig að lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hafi ítrekað óskað eftir því að sérsveit ríkislögreglustjóra fari með eftirlit í Eyjum þegar þjóðhátíð fer þar fram um verslunarmannahelgina. Það sé nú til skoðunar hjá embættinu. Ítarlegt viðtal við Harald verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00
Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30