May stokkar upp í ráðherrahópnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2017 23:07 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ný ríkisstjórn muni einblína á félagsmál og að hún muni starfa í þágu allra Breta. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna, þar sem Íhaldsflokkur May náði ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta. May mun leiða minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Sú breyting sem vekur hvað mesta athygli er að Michael Gove, sem margir telja einn helsta keppinaut May innan flokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra. Gove var einn helsti talsmaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og bauð sig fram gegn May til formanns flokksins í fyrra. Gove segir að það hafa komið sér á óvart að vera boðið sæti í ríkisstjórn May. „Ég vissi að i dag yrðu gerðar breytingar, en ég bjóst ekki við þessu en ég er mjög glaður að vera hluti af ríkisstjórninni og ánægður að geta aðstoðað Theresu,“ sagði Gove í samtali við BBC. Þá verður Damian Green, einn helsti bandamaður May, fyrsti ráðherra Bretlands og hægri hönd forsætisráðherra. Um er að ræða heiðursembætti sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1962. Green var áður ráðherra vinnumála. David Gauke mun taka við af Green sem vinnumálaráðherra og þá verður David Lidington dómsmálaráðherra. Hann tekur við því embætti af Elizabeth Truss sem verður aðstoðarfjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn May halda sætum sínum. May segir að með breytingunum komi inn fjölbreyttir einstaklingar úr röðum Íhaldsflokksins sem muni starfa í þágu allra Breta. Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verður, að sögn May, að ná góðum samningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en viðræður um Brexit hefjast í næstu viku. „Við viljum ríkisstjórn sem starfar í þágu allra,“ segir May. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ný ríkisstjórn muni einblína á félagsmál og að hún muni starfa í þágu allra Breta. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna, þar sem Íhaldsflokkur May náði ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta. May mun leiða minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Sú breyting sem vekur hvað mesta athygli er að Michael Gove, sem margir telja einn helsta keppinaut May innan flokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra. Gove var einn helsti talsmaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og bauð sig fram gegn May til formanns flokksins í fyrra. Gove segir að það hafa komið sér á óvart að vera boðið sæti í ríkisstjórn May. „Ég vissi að i dag yrðu gerðar breytingar, en ég bjóst ekki við þessu en ég er mjög glaður að vera hluti af ríkisstjórninni og ánægður að geta aðstoðað Theresu,“ sagði Gove í samtali við BBC. Þá verður Damian Green, einn helsti bandamaður May, fyrsti ráðherra Bretlands og hægri hönd forsætisráðherra. Um er að ræða heiðursembætti sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1962. Green var áður ráðherra vinnumála. David Gauke mun taka við af Green sem vinnumálaráðherra og þá verður David Lidington dómsmálaráðherra. Hann tekur við því embætti af Elizabeth Truss sem verður aðstoðarfjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn May halda sætum sínum. May segir að með breytingunum komi inn fjölbreyttir einstaklingar úr röðum Íhaldsflokksins sem muni starfa í þágu allra Breta. Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verður, að sögn May, að ná góðum samningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en viðræður um Brexit hefjast í næstu viku. „Við viljum ríkisstjórn sem starfar í þágu allra,“ segir May.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31
150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46
Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52