Ferðaþjónustan segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2017 19:30 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar VÍSIR/ERNIR Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir við núverandi ástand í gjaldmiðilsmálum. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki ljóst hvaða leikreglum Seðlabankinn vinni eftir þegar hann bregðist við veikingu krónunnar í síðustu viku með milljarða kaupum á krónum. Ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn hafa borið sig illa undanfarin misseri vegna styrkingar krónunnar. Krónan tók hins vegar að veikjast í síðustu viku en þá brá svo við að Seðlabankinn tók að kaupa krónur til að vinna gegn veikingu hennar. Krónan hefur verið að styrkjast mikið undanfarin misseri sem þýðir að útflutningsgreinar fá færri krónur fyrir erlendar myntir sem þær fá fyrir vörur sínar og þjónustu. Seðlabankinn hefur ekki gert mikið að því að kaupa krónur en keypti hins vegar fyrir tæpa 1,8 milljarða mars í kringum afléttingu gjaldeyrishafta. Þegar gengið fór að veikjast í síðustu viku, keypti bankinn tæpa 2,5 milljarða af krónum, sem eru mestu einstöku krónukaup bankans frá efnahagshruninu árið 2008. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir hana kalla eftir meiri stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. „Þó maður hafi að hluta til skilning á þessu sveiflujöfnunartæki þá auðvitað veltir maður vöngum yfir þessari aðgerð þar sem gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið undanfarin misseri. Svo kemur loksins veikingarfasi og þá er brugðist við með inngripum. Ferðaþjónustan eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar eru að berjast í bökkum og þess vegna auðvitað veltum við fyrir okkur þessum aðgerðum núna þessa síðustu daga,“ segir Helga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að gera þá kröfu að Seðlabankinn vinni eftir þekktum leikreglum í gjaldmiðilsmálum. Íslandi sé útflutningsdrifið hagkerfi. Og ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi. Það er ljóst ef útflutningsatvinnuvegirnir standa illa mun það hafa áhrif um allt hagkerfið. Hvað varðar inngrip Seðlabankans er ég þeirrar skoðunar að við eigum fyrst og fremst að kalla eftir gagnsæi. Leikreglurnar þurfa að vera öllum skýrar. Þannig að við vitum eftir hvaða viðmiðum Seðlabankinn er að stunda inngrip sín á gjaldeyrismarkaði,“ segir Halldór Benjamín. Helga segir ferðaþjónustuna óska eftir því að gengisþróunin nái jafnvægi og dregið verði úr sveiflum á genginu. „Þessar svakalegu sveiflur sem við höfum verið að eiga við, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar núna í þessari miklu styrkingu, eru og hafa verið greinunum mjög erfiðar síðustu misseri.“Gerir áætlanagerðir erfiðar? „Þær eru eiginlega ómögulegar eða ógerlegar, segir Helga Árnadóttir. Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir við núverandi ástand í gjaldmiðilsmálum. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki ljóst hvaða leikreglum Seðlabankinn vinni eftir þegar hann bregðist við veikingu krónunnar í síðustu viku með milljarða kaupum á krónum. Ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn hafa borið sig illa undanfarin misseri vegna styrkingar krónunnar. Krónan tók hins vegar að veikjast í síðustu viku en þá brá svo við að Seðlabankinn tók að kaupa krónur til að vinna gegn veikingu hennar. Krónan hefur verið að styrkjast mikið undanfarin misseri sem þýðir að útflutningsgreinar fá færri krónur fyrir erlendar myntir sem þær fá fyrir vörur sínar og þjónustu. Seðlabankinn hefur ekki gert mikið að því að kaupa krónur en keypti hins vegar fyrir tæpa 1,8 milljarða mars í kringum afléttingu gjaldeyrishafta. Þegar gengið fór að veikjast í síðustu viku, keypti bankinn tæpa 2,5 milljarða af krónum, sem eru mestu einstöku krónukaup bankans frá efnahagshruninu árið 2008. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir hana kalla eftir meiri stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. „Þó maður hafi að hluta til skilning á þessu sveiflujöfnunartæki þá auðvitað veltir maður vöngum yfir þessari aðgerð þar sem gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið undanfarin misseri. Svo kemur loksins veikingarfasi og þá er brugðist við með inngripum. Ferðaþjónustan eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar eru að berjast í bökkum og þess vegna auðvitað veltum við fyrir okkur þessum aðgerðum núna þessa síðustu daga,“ segir Helga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að gera þá kröfu að Seðlabankinn vinni eftir þekktum leikreglum í gjaldmiðilsmálum. Íslandi sé útflutningsdrifið hagkerfi. Og ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi. Það er ljóst ef útflutningsatvinnuvegirnir standa illa mun það hafa áhrif um allt hagkerfið. Hvað varðar inngrip Seðlabankans er ég þeirrar skoðunar að við eigum fyrst og fremst að kalla eftir gagnsæi. Leikreglurnar þurfa að vera öllum skýrar. Þannig að við vitum eftir hvaða viðmiðum Seðlabankinn er að stunda inngrip sín á gjaldeyrismarkaði,“ segir Halldór Benjamín. Helga segir ferðaþjónustuna óska eftir því að gengisþróunin nái jafnvægi og dregið verði úr sveiflum á genginu. „Þessar svakalegu sveiflur sem við höfum verið að eiga við, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar núna í þessari miklu styrkingu, eru og hafa verið greinunum mjög erfiðar síðustu misseri.“Gerir áætlanagerðir erfiðar? „Þær eru eiginlega ómögulegar eða ógerlegar, segir Helga Árnadóttir.
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira