Emil: Grét í símann eftir fyrstu æfinguna hjá Verona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2017 13:45 Emil í leik gegn Juventus. vísir/getty Emil Hallfreðsson og eiginkona hans, Ása Reginsdóttir, eru í viðtali við Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, þar sem þau ræða m.a. um dvölina á Ítalíu, framtíðarhorfur sínar og skortinn á umfjöllun um afrek Emils. Frá árinu 2007 hefur Emil spilað á Ítalíu, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Barnsley í ensku B-deildinni. Haustið 2010 var Hafnfirðingurinn lánaður til C-deildarliðsins Verona. Það reyndist mikið gæfuspor á ferli Emils þótt honum hafi ekki litist á blikuna í byrjun.Emil átti góðan tíma hjá Verona.vísir/gettyTók skref niður á við „Á þeim tíma sem ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land,“ segir Emil í viðtalinu. „Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“ Eftir góð ár í Verona, þar sem bæði börn Emils og Ásu fæddust, fór hann til Udinese í ársbyrjun 2016. Emil unir hag sínum vel hjá Udinese. „Þessi klúbbur er alveg númeri stærri en þar sem ég var áður og mikið lagt upp úr öllu,“ segir Emil og bætir því við að Udinese sé mikið fjölskyldufélag. Emil hefur spilað við góðan orðstír í ítölsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Emil og Ása sakna meiri umfjöllunar um afrek hans.Emil í leik gegn Inter.vísir/gettyEngin umfjöllun um ítalska boltann „Frá því ég kynntist Emil er ég búin að fylgjast með honum ná markmiðum sínum á hverjum degi og hlusta á hann velta því fyrir sér hvað hann getur gert til að bæta sig á allan hátt, hvort sem það er úti á velli, í daglega lífinu, með réttri fæðu, meiri svefn, samskiptum við markþjálfa eða annað,“ segir Ása. „Þjálfarar hafa reynt að setja hann á bekkinn en hann endar samt alltaf sem mikilvægur byrjunarliðsmaður í sínu liði og þannig búið sér til frábæran fótboltaferil. Þannig að augljóslega er hann að gera eitthvað rétt. Og þetta gerir hann alveg einstakan að mínu mati og það er mikilvægt að unga fólkið kynnist svona góðum fyrirmyndum og læri af þeim. Að vera atvinnumaður í fótbolta er þrotlaus vinna.“ Emil furðar sig einnig á lítilli umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig og ítölsku úrvalsdeildina. „Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi. Enski boltinn er hins vegar „business“ sem er líka að hluta til skýringin á þessu,“ segir Emil. Ítalski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Emil Hallfreðsson og eiginkona hans, Ása Reginsdóttir, eru í viðtali við Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, þar sem þau ræða m.a. um dvölina á Ítalíu, framtíðarhorfur sínar og skortinn á umfjöllun um afrek Emils. Frá árinu 2007 hefur Emil spilað á Ítalíu, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Barnsley í ensku B-deildinni. Haustið 2010 var Hafnfirðingurinn lánaður til C-deildarliðsins Verona. Það reyndist mikið gæfuspor á ferli Emils þótt honum hafi ekki litist á blikuna í byrjun.Emil átti góðan tíma hjá Verona.vísir/gettyTók skref niður á við „Á þeim tíma sem ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land,“ segir Emil í viðtalinu. „Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“ Eftir góð ár í Verona, þar sem bæði börn Emils og Ásu fæddust, fór hann til Udinese í ársbyrjun 2016. Emil unir hag sínum vel hjá Udinese. „Þessi klúbbur er alveg númeri stærri en þar sem ég var áður og mikið lagt upp úr öllu,“ segir Emil og bætir því við að Udinese sé mikið fjölskyldufélag. Emil hefur spilað við góðan orðstír í ítölsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Emil og Ása sakna meiri umfjöllunar um afrek hans.Emil í leik gegn Inter.vísir/gettyEngin umfjöllun um ítalska boltann „Frá því ég kynntist Emil er ég búin að fylgjast með honum ná markmiðum sínum á hverjum degi og hlusta á hann velta því fyrir sér hvað hann getur gert til að bæta sig á allan hátt, hvort sem það er úti á velli, í daglega lífinu, með réttri fæðu, meiri svefn, samskiptum við markþjálfa eða annað,“ segir Ása. „Þjálfarar hafa reynt að setja hann á bekkinn en hann endar samt alltaf sem mikilvægur byrjunarliðsmaður í sínu liði og þannig búið sér til frábæran fótboltaferil. Þannig að augljóslega er hann að gera eitthvað rétt. Og þetta gerir hann alveg einstakan að mínu mati og það er mikilvægt að unga fólkið kynnist svona góðum fyrirmyndum og læri af þeim. Að vera atvinnumaður í fótbolta er þrotlaus vinna.“ Emil furðar sig einnig á lítilli umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig og ítölsku úrvalsdeildina. „Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi. Enski boltinn er hins vegar „business“ sem er líka að hluta til skýringin á þessu,“ segir Emil.
Ítalski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira