Ferðalag um Facebook-vegg Costco-verja Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. júní 2017 14:45 Það væri gaman að vita hve stór prósenta þessa ágæta fólks sem hér bíður í röð sé meðlimir umræddrar Facebook grúppu. Facebook hópurinn Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð. er líklega einn sá fjölmennasti og virkasti á landinu. Þar er markmiðið, eins og segir í lýsingu hópsins, að „Deil[a] gleðinni og segj[a] frá kaupum okkar í Costco.“ Sú lýsing er ansi nákvæm. Blaðamaður brá sér í ferðalag niður tímalínuna í hópnum í leit að gullmolum, innblásinn af meðlimum hópsins umrædda sem leita gjarnan gullmola í hillum Móðurskipsins (Costco sko) – og hafði umtalsvert upp úr krafsinu.Umræðurnar Í hópnum eru um 80 þúsund manns og þar sem fleiri en tveir Íslendinga koma saman verða oft snörp orðaskipti. Í grúppunni er mikið rifist um ágæti Costco. Stóra málið í grúppunni er líklega ráðgátan um bensínið. Einhverjir sem hafa tekið bensín í Costco vilja meina að um sé að ræða töluvert betra bensín en gengur og gerist á öðrum bensínstöðvum – það er gjarnan útskýrt með því að engu etanóli sé blandað í eldsneytið, en það tíðkast að sögn hjá flestum olíufélögum landsins. Því kemstu töluvert lengra á Costco eldsneytinu og þetta geta meðal annars atvinnubílstjórar sem stunda grúppuna vottað. Einhver metnaðarfullur Costco verji tók upp á því að elta vörubíl frá Skeljungi upp í Costco, mörgum til mikillar skelfingar. Þó stendur etanól-kenningin enn traustum fótum. Það er engin leið að segja hvenær þessi deila mun enda. Öllu jákvæðari umræða skapaðist þó í kringum innlegg þar sem kona nokkur spyr hvort Costco selji „píkusápu“ en hún hafði skroppið í Móðurskipið þar sem hún ætlaði að kaupa sér brúsa á góðu verði – en ferðin reyndist svo „fýluferð“. Undir þessu innleggi spinnst svo nokkuð mikil umræða bæði um hvort almennt sé heilsusamlegt að brúka umrædda sápu og síðan eru það þó nokkrir notendur (aðallega karlmenn) sem undrast tilvist slíkrar sápu og er nokkuð skemmt. Niðurstaðan í þræðinum er óljós en það virðist sem píkusápan sé eitt af því fáa sem Costco selur ekki.Bensínið í Costco kemur þér lengra... að mati sumra.Endurtekið efni Óvísindaleg könnun segir mér að eftirsóttustu hlutirnir miðað við tíðni fyrirspurna séu barnareiðhjól, þvottavélar og þurrkarar. Já – þessir hlutir eru allir til í Costco, í hundraðasta skiptið. Síðan er það Jack Daniels tunnan – fólk er ákaflega duglegt að pósta myndum af erlendum fréttum þess efnis að Costco selji tunnu af Jack Daniels viskíi á 8.600 dollara – tæpan 900.000 kall íslenskar. Nei, Costco selur ekki slíka tunnu. Það væri þó reyndar fróðlegt að sjá hvort hún myndi seljast ef svo væri. Dýrð sé Costco Kona ein og mikill aðdáandi Birkenstock sandala skildi eftir sig þessa ástarkveðju til verslunarinnar:„HÚRRA COSTCO OG HÚRRA FYRIR YKKUR ÖLLUM SEM ERUÐ SVONA DUGLEG AÐ SETJA INN MYNDIR OG VERÐ AF ALLRI DÝRÐINNI SEM ÞESSI FÍNA VERSLUN HEFUR AÐ GEYMA!! ATH! Ef ekki hefði verið til þessi síða ætti ég ekki mína heitt elskuðu BIRKENSTOCK! …?pælið í því krakkar mínir.“ Margir eru hrifnir af merkivélunum sem eru seldar í Costco – sumir þó meira en aðrir, til dæmis þessi manneskja sem keypti sér stykki án þess að þurfa á henni að halda: „Vantaði mig þetta? Nei Er þetta snilld? Já! Verð: 1.649 kr. Hægt að gera séríslenska stafi :)“ Eftir að hafa eytt deginum í þessari stórkostlegu grúppu fullyrðir blaðamaður að Íslendingar séu bara nokkuð hrifnir af Costco. Costco Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Facebook hópurinn Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð. er líklega einn sá fjölmennasti og virkasti á landinu. Þar er markmiðið, eins og segir í lýsingu hópsins, að „Deil[a] gleðinni og segj[a] frá kaupum okkar í Costco.“ Sú lýsing er ansi nákvæm. Blaðamaður brá sér í ferðalag niður tímalínuna í hópnum í leit að gullmolum, innblásinn af meðlimum hópsins umrædda sem leita gjarnan gullmola í hillum Móðurskipsins (Costco sko) – og hafði umtalsvert upp úr krafsinu.Umræðurnar Í hópnum eru um 80 þúsund manns og þar sem fleiri en tveir Íslendinga koma saman verða oft snörp orðaskipti. Í grúppunni er mikið rifist um ágæti Costco. Stóra málið í grúppunni er líklega ráðgátan um bensínið. Einhverjir sem hafa tekið bensín í Costco vilja meina að um sé að ræða töluvert betra bensín en gengur og gerist á öðrum bensínstöðvum – það er gjarnan útskýrt með því að engu etanóli sé blandað í eldsneytið, en það tíðkast að sögn hjá flestum olíufélögum landsins. Því kemstu töluvert lengra á Costco eldsneytinu og þetta geta meðal annars atvinnubílstjórar sem stunda grúppuna vottað. Einhver metnaðarfullur Costco verji tók upp á því að elta vörubíl frá Skeljungi upp í Costco, mörgum til mikillar skelfingar. Þó stendur etanól-kenningin enn traustum fótum. Það er engin leið að segja hvenær þessi deila mun enda. Öllu jákvæðari umræða skapaðist þó í kringum innlegg þar sem kona nokkur spyr hvort Costco selji „píkusápu“ en hún hafði skroppið í Móðurskipið þar sem hún ætlaði að kaupa sér brúsa á góðu verði – en ferðin reyndist svo „fýluferð“. Undir þessu innleggi spinnst svo nokkuð mikil umræða bæði um hvort almennt sé heilsusamlegt að brúka umrædda sápu og síðan eru það þó nokkrir notendur (aðallega karlmenn) sem undrast tilvist slíkrar sápu og er nokkuð skemmt. Niðurstaðan í þræðinum er óljós en það virðist sem píkusápan sé eitt af því fáa sem Costco selur ekki.Bensínið í Costco kemur þér lengra... að mati sumra.Endurtekið efni Óvísindaleg könnun segir mér að eftirsóttustu hlutirnir miðað við tíðni fyrirspurna séu barnareiðhjól, þvottavélar og þurrkarar. Já – þessir hlutir eru allir til í Costco, í hundraðasta skiptið. Síðan er það Jack Daniels tunnan – fólk er ákaflega duglegt að pósta myndum af erlendum fréttum þess efnis að Costco selji tunnu af Jack Daniels viskíi á 8.600 dollara – tæpan 900.000 kall íslenskar. Nei, Costco selur ekki slíka tunnu. Það væri þó reyndar fróðlegt að sjá hvort hún myndi seljast ef svo væri. Dýrð sé Costco Kona ein og mikill aðdáandi Birkenstock sandala skildi eftir sig þessa ástarkveðju til verslunarinnar:„HÚRRA COSTCO OG HÚRRA FYRIR YKKUR ÖLLUM SEM ERUÐ SVONA DUGLEG AÐ SETJA INN MYNDIR OG VERÐ AF ALLRI DÝRÐINNI SEM ÞESSI FÍNA VERSLUN HEFUR AÐ GEYMA!! ATH! Ef ekki hefði verið til þessi síða ætti ég ekki mína heitt elskuðu BIRKENSTOCK! …?pælið í því krakkar mínir.“ Margir eru hrifnir af merkivélunum sem eru seldar í Costco – sumir þó meira en aðrir, til dæmis þessi manneskja sem keypti sér stykki án þess að þurfa á henni að halda: „Vantaði mig þetta? Nei Er þetta snilld? Já! Verð: 1.649 kr. Hægt að gera séríslenska stafi :)“ Eftir að hafa eytt deginum í þessari stórkostlegu grúppu fullyrðir blaðamaður að Íslendingar séu bara nokkuð hrifnir af Costco.
Costco Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira