Eftir að hafa unnið níu fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna kom að því að Þór/KA tapaði stigum.
Liðið gerði í kvöld 1-1 jafntefli gegn Valsstúlkum á Hlíðarenda.
Sandra Mayor skoraði fyrir Þór/KA á 21. mínútu en Vesna Smiljkovic jafnaði fyrir Val á 65. mínútu og þar við sat.
Þór/KA var með sex stiga forskot fyrir umferðina og verður þar áfram að henni lokinni.
Valur var níu stigum á eftir Þór/KA og þurfti sárlega á þremur stigum að halda í þessum leik. Liðið komst upp í fjórða sæti með stiginu.
