Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2017 10:00 Veiðin í vötnunum á Arnarvatnsheiði og Skagaheiði hefur verið aldeilis frábær og fiskurinn kemur mjög vænn undan vetri. Þeir sem þekkja vötnin á þessum tveimur heiðum vel tala um að það hafi sjaldan eða í það minnsta langt síðan veiðin hafi verið jafn góð og raun ber vitni. Algeng veiði á stöng er 10-20 fiskar og sumir fá jafnvel meira en það og svo bætist við að stærðin á silungnum er góð og fiskurinn feitur og fallegur. Á Skagaheiði er veiðin mjög góð og hópur veiðimanna sem við höfum spurnir af voru að veiða um helgina og voru með hátt í 200 fiska á sex stangir. Allt veiddist þetta á flugu og fór hópurinn nokkuð víða um heiðina. Af Arnarvatnsheiði eru svipaðar fréttir og eins eru vanir menn sem hafa veitt svæðið lengi sammála um að mun meira sé af vænum silung en til dæmis síðustu 10 ár. Það hefur verið nokkur umferð á báðum heiðunum og vænta má að það haldi áfram þegar fréttir af góðum aflabrögðum berast út. Það verður þó að minnast á að samhliða góðri veiði hefur verið mikil fluga svo eitt af því fyrsta sem þarf að pakka niður í veiðitöskuna er flugnanet, flugansprey og annað flugnanet bara til vara. Mest lesið Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Þverá í útboð Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði
Veiðin í vötnunum á Arnarvatnsheiði og Skagaheiði hefur verið aldeilis frábær og fiskurinn kemur mjög vænn undan vetri. Þeir sem þekkja vötnin á þessum tveimur heiðum vel tala um að það hafi sjaldan eða í það minnsta langt síðan veiðin hafi verið jafn góð og raun ber vitni. Algeng veiði á stöng er 10-20 fiskar og sumir fá jafnvel meira en það og svo bætist við að stærðin á silungnum er góð og fiskurinn feitur og fallegur. Á Skagaheiði er veiðin mjög góð og hópur veiðimanna sem við höfum spurnir af voru að veiða um helgina og voru með hátt í 200 fiska á sex stangir. Allt veiddist þetta á flugu og fór hópurinn nokkuð víða um heiðina. Af Arnarvatnsheiði eru svipaðar fréttir og eins eru vanir menn sem hafa veitt svæðið lengi sammála um að mun meira sé af vænum silung en til dæmis síðustu 10 ár. Það hefur verið nokkur umferð á báðum heiðunum og vænta má að það haldi áfram þegar fréttir af góðum aflabrögðum berast út. Það verður þó að minnast á að samhliða góðri veiði hefur verið mikil fluga svo eitt af því fyrsta sem þarf að pakka niður í veiðitöskuna er flugnanet, flugansprey og annað flugnanet bara til vara.
Mest lesið Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði Ágæt byrjun hjá mörgum rjúpnaskyttum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Þverá í útboð Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði