Keppt um bestu pönnukökurnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júní 2017 20:43 „Pönnukökur eiga að vera passlega bragðljúfar, ekki seigar, heldur stökkar, þunnar og fínar“, segir Hjördís Þorsteinsdóttir á Selfossi, sem varð landsmótsmeistarinn í pönnukökubakstri á landsmóti UMFÍ fimmtíu plús sem lauk í Hveragerði nú síðdegis. Um sex hundruð keppendur tóku þátt í mótinu af öllu landinu. Það var ljómandi stemning í Hveragerði á landsmótinu sem gekk ljómandi vel. Keppt var í fjölmörgum greinum en sú grein sem vekur alltaf mesta athygli er keppni í pönnukökubakstri. Sex keppendur tóku þátt í keppninni, allt konur. Þrjár konur skipuðu einni dómnefndina. „Þessi keppni fer þannig fram að þær fá 150 grömm af hveiti og svo mega þær ráða hvernig uppskriftin er. Þær eru að reyna að baka sem flestar - og sem bestar - pönnukökur á sem stystum tíma. Þetta er mjög spennandi,“ segir yfirdómarinn Fanney Ólafsdóttir. Konurnar vönduðu sig mjög vel við baksturinn og skein einbeiting úr andliti þeirra. Allt þurfti að gera rétt til að safna stigum og heilla þar með dómnefndina. Nefndin þurfti að taka tillit til margra þátt við dómarastörfin eins og útlit og bragð. Að lokum fékkst niðurstaða, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar mætti til að afhenda verðlaunin en þrjár efstu fengu verðlaunapening. Eygló Alexandersdóttir varð í þriðja sæti og Jóna Halldóra Tryggvadóttir í öðru sæti. Siguvegarinn var Hjördís Þorsteinsdóttir. Hjördís vann líka á landsmótinu í fyrra, hún er því augljóslega snillingur í að baka pönnukökur. „Ég er búin að vera að þessu síðan í ómunatíð. Uppalin við þetta frá mömmu. Þetta er bara skemmtilegt, að baka pönnukökur og kalla á sína nánustu í pönnukökukaffi,“ segir Hjördís. En hver er uppskriftin af góðum pönnukökum ? „Pönnukökur eiga að vera passlega bragðljúfar, ekki seigar, heldur stökkar, þunnar og fínar,“ segir Hjördís sem ætlar svo sannarlega að halda áfram að baka. Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
„Pönnukökur eiga að vera passlega bragðljúfar, ekki seigar, heldur stökkar, þunnar og fínar“, segir Hjördís Þorsteinsdóttir á Selfossi, sem varð landsmótsmeistarinn í pönnukökubakstri á landsmóti UMFÍ fimmtíu plús sem lauk í Hveragerði nú síðdegis. Um sex hundruð keppendur tóku þátt í mótinu af öllu landinu. Það var ljómandi stemning í Hveragerði á landsmótinu sem gekk ljómandi vel. Keppt var í fjölmörgum greinum en sú grein sem vekur alltaf mesta athygli er keppni í pönnukökubakstri. Sex keppendur tóku þátt í keppninni, allt konur. Þrjár konur skipuðu einni dómnefndina. „Þessi keppni fer þannig fram að þær fá 150 grömm af hveiti og svo mega þær ráða hvernig uppskriftin er. Þær eru að reyna að baka sem flestar - og sem bestar - pönnukökur á sem stystum tíma. Þetta er mjög spennandi,“ segir yfirdómarinn Fanney Ólafsdóttir. Konurnar vönduðu sig mjög vel við baksturinn og skein einbeiting úr andliti þeirra. Allt þurfti að gera rétt til að safna stigum og heilla þar með dómnefndina. Nefndin þurfti að taka tillit til margra þátt við dómarastörfin eins og útlit og bragð. Að lokum fékkst niðurstaða, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar mætti til að afhenda verðlaunin en þrjár efstu fengu verðlaunapening. Eygló Alexandersdóttir varð í þriðja sæti og Jóna Halldóra Tryggvadóttir í öðru sæti. Siguvegarinn var Hjördís Þorsteinsdóttir. Hjördís vann líka á landsmótinu í fyrra, hún er því augljóslega snillingur í að baka pönnukökur. „Ég er búin að vera að þessu síðan í ómunatíð. Uppalin við þetta frá mömmu. Þetta er bara skemmtilegt, að baka pönnukökur og kalla á sína nánustu í pönnukökukaffi,“ segir Hjördís. En hver er uppskriftin af góðum pönnukökum ? „Pönnukökur eiga að vera passlega bragðljúfar, ekki seigar, heldur stökkar, þunnar og fínar,“ segir Hjördís sem ætlar svo sannarlega að halda áfram að baka.
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira