Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, landsliðsmiðverðir Íslands í fótbolta, skiptu stigunum bróðurlega á milli sín þegar Eskilstuna og Kristianstad mættust í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Liðin skildu jöfn, 1-1, en Glódís og stöllur hennar í Eskilstuna komust yfir á 40. mínútu með sjálfsmarki gestanna. Stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur jöfnuðu metin á 55. mínútu, 1-1.
Eskilstuna er að missa Linköping alltof langt frá sér í baráttunni um sænska meistaratitilinn en liðið er nú aðeins búið að innbyrða eitt stig af síðustu níu og er sjö stigum frá toppliðinu.
Eskilstuna er í öðru sæti en getur misst það vinni Rosengård sigur á Limhamn á morgun.
Kristianstad er í sjöunda sæti með ellefu stig en liðið hefur verið að rífa sig í gang eftir erfiða byrjun. Það er búið að vinna tvo leiki af síðustu fjórum og tapa aðeins einum.
Glódís Perla og Sif skiptu stigunum á milli sín
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans
Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti



Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
