Fernando Alonso, formúluökumaðurinn snjalli, segist ætla að skila inn titli í Formúlu 1 kappakstrinum árið 2018.
Alonso, sem hefur verið að aka fyrir Mclaren-Honda liðið, hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu þrjú ár, sem hann segir hafa verið vonbrigði.
Það kemur þó á óvart að Alonso gefi þetta út, þar sem að hann veit ekki sjálfur fyrir hvaða lið hann mun keyra fyrir á næsta ári.
Alonso keyrði síðast fyrir lið Ferrari áður en að hann sneri aftur til Mclaren.
Fernando Alonso er 35 ára gamall og hefur tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1, árin 2005 og 2006 þegar að hann var hjá Renault.

