Tufa: Trúi ekki á tilviljanir Ólafur Haukur Tómasson skrifar 24. júní 2017 20:30 Srdjan Tufegdzic,þjálfari KA. visir/stefán „Við lendum undir 2-0 eftir tuttugu mínútur og fáum á okkur mark eftir tvær mínútur í leik sem skiptir miklu máli og það er ekki í boði að byrja á að elta leikinn strax og það sem ég lagði upp með í byrjun leiks er allt í einu bara breytt. Við reyndum allt og setjum mark á réttum tíma til að snúa þessu við en þriðja markið drap okkur," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA eftir tapið gegn KR í dag. Þetta var annar leikurinn í röð sem KA-menn fá á sig mark á 2. mínútu leiksins en þeir lentu í þessari stöðu líka í tapleiknum gegn Val í síðustu umferð. Tufa telur það enga tilviljun og það sé bara eitthvað sem hans menn séu að klikka á. „Ég er ekki maður sem trúir á tilviljanir og þetta er bara okkur sjálfum að kenna. Við verðum að mæta betur af fullum krafti á heimavelli, tækla þá og sýna að þeir eru ekki velkomnir hérna. Að elta tveggja marka forystu gegn liði eins og KR er mjög erfitt," KA-mönnum hefur gengið illa að skora í síðustu leikjum en boltinn rataði tvívegis inn í netið hjá þeim í dag. Tufa hefur engar áhyggjur af því þó mörkin hafi ekki látið sjá sig og telur sína menn hafa spilað vel þrátt fyrir marka- og stigaleysi. „Ég hef ekki haft áhyggjur þó við skorum ekki í þessum síðustu tveimur leikjum því við erum að spila vel og skapa færi. Við fengum nóg færi til að skora mörk, það sem ég er ósáttur með er að við gefum einföld mörk á okkur. Við erum þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik og þetta er mjög ólíkt okkur." „Spilamennskan hefur ekki verið vonbrigði og við höfum verið að spila vel en sækja fá stig upp á síðkastið og ég er bara mjög ósáttur með þetta. Það er samt ekkert við því að gera annað en að fara á æfingarsvæðið, vinna vel og koma sér aftur í gírinn," sagði Tufa. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
„Við lendum undir 2-0 eftir tuttugu mínútur og fáum á okkur mark eftir tvær mínútur í leik sem skiptir miklu máli og það er ekki í boði að byrja á að elta leikinn strax og það sem ég lagði upp með í byrjun leiks er allt í einu bara breytt. Við reyndum allt og setjum mark á réttum tíma til að snúa þessu við en þriðja markið drap okkur," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA eftir tapið gegn KR í dag. Þetta var annar leikurinn í röð sem KA-menn fá á sig mark á 2. mínútu leiksins en þeir lentu í þessari stöðu líka í tapleiknum gegn Val í síðustu umferð. Tufa telur það enga tilviljun og það sé bara eitthvað sem hans menn séu að klikka á. „Ég er ekki maður sem trúir á tilviljanir og þetta er bara okkur sjálfum að kenna. Við verðum að mæta betur af fullum krafti á heimavelli, tækla þá og sýna að þeir eru ekki velkomnir hérna. Að elta tveggja marka forystu gegn liði eins og KR er mjög erfitt," KA-mönnum hefur gengið illa að skora í síðustu leikjum en boltinn rataði tvívegis inn í netið hjá þeim í dag. Tufa hefur engar áhyggjur af því þó mörkin hafi ekki látið sjá sig og telur sína menn hafa spilað vel þrátt fyrir marka- og stigaleysi. „Ég hef ekki haft áhyggjur þó við skorum ekki í þessum síðustu tveimur leikjum því við erum að spila vel og skapa færi. Við fengum nóg færi til að skora mörk, það sem ég er ósáttur með er að við gefum einföld mörk á okkur. Við erum þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik og þetta er mjög ólíkt okkur." „Spilamennskan hefur ekki verið vonbrigði og við höfum verið að spila vel en sækja fá stig upp á síðkastið og ég er bara mjög ósáttur með þetta. Það er samt ekkert við því að gera annað en að fara á æfingarsvæðið, vinna vel og koma sér aftur í gírinn," sagði Tufa.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira