Að reykja listaverkin er leið til þess að taka þátt Magnús Guðmundsson skrifar 24. júní 2017 10:30 Darri Lorenzen og Arnar Ásgeirsson fýra upp í listaverkapípu í Nýlistasafninu. Visir/Stefán Happy People er óvenjuleg sýning sem verður opnuð í Nýlistasafninu í dag en hún er samansett og henni stýrt af myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni. Arnar hefur lengi búið í Amsterdam þar sem hann menntaði sig í myndlistinni en síðasta eina og hálfa árið eða svo segist hann hafa verið meira og minna hér heima. „Nýlistasafnið bauð mér að taka þetta verkefni að mér þó svo ég hafi reyndar aldrei fengist við sýningarstjórn áður. Þar sem ég er ekki sýningarstjóri að upplagi tók ég þá nálgun á þetta að búa til verk utan um önnur verk. Búa til eins konar ramma utan um verkin sem eru á sýningunni en þau koma frá fjölmörgum listamönnum, bæði íslenskum og erlendum.“ Þessi rammi er fólginn í því að Arnar setti upp sérstaka reykstofu þar sem gestum gefst kostur á að reykja verkin á sýningunni. „Í reykstofunni verða verk ýmissa listamanna reykt í gegnum sérsmíðaðar vatnspípur. En það sem er kannski soldið fyndið við þetta þegar upp er staðið er að ég er hvorki sýningarstjóri né reykingamaður,“ bætir Arnar við og virðist nánast vera hissa á að þetta hafi verið niðurstaðan. „Þannig að það er óhætt að segja að ég sé að henda mér út í óvissuna.“Arnar Ásgeirsson berst hér við að reykja listaverk eftir Hrein Friðfinnsson.Visir/StefánEn þarna ertu með verk eftir stóran hóp listamanna. Eru þau verk þá sýnd sem hefðbundin samsýning? „Já, í rauninni, en svo býðst gestum að reykja ákveðinn hluta verkanna hverju sinni svona þegar reykstofan er opin. Að undanförnu er ég búinn að vera að fást við pípugerð sem áhugamaður og er búinn að smíða stórar plastpípur sem ég get sett skúlptúruna inn í. Sá sem reykir gerir það í gegnum vatnshólf og svo stígur reykurinn upp í gegnum viðkomandi verk inni í pípunni hverju sinni. Þannig að reykurinn svona mótar verkið á leið sinni upp í munn og niður í lungu.“ Arnar segir að það þurfi aðeins að hafa fyrir því að taka verkin úr og setja ný inn í pípuna og því hafi hann ákveðið að fara þá leið að vera með fimm verk inni í pípunni hverju sinni. „Við skiptum um verk einu sinni í viku en á opnuninni verða það verk eftir Hrein Friðfinnsson, Eggert Pétursson og Hrafnhildi Helgadóttur, auk Mehraneh Atashi, sem er listakona frá Íran, og loks verk eftir strák frá Kúbu sem heitir Loidys Carnero. Verk þessara listamanna verða reykt á opnuninni en svo verðum þeim skipt út. Verkin sem er ekki verið að reykja hverju sinni eru svo sýnd svona til hliðar á sama tíma þannig að það sé hægt að skoða allt sem er á sýningunni.“ Arnar segir að þegar Nýlistasafnið hafi haft samband hafi hann farið að velta fyrir sér ensku nafngiftinni á safninu The Living Art Museum og því sem það gefur til kynna. „Þess vegna vildi ég hafa þetta svona lifandi og að þetta fæli í sér ákveðna þátttöku gestanna. Pælingin er líka að á meðan þú ert að reykja verkin geti farið fram gjörningar og tónlistaratriði á sama tíma. Á fyrstu reykingaseremóníunni verður t.d. fluttur þokukenndur gjörningur eftir Darra Lorenzen og vikulega í sumar verður eitthvað slíkt í gangi. Þetta er mín leið til þess að virkja gestina til þátttöku fremur en að þeir séu passívir og skoði aðeins verkin. Að reykja er ákveðið skref sem þú þarft að taka en svo er líka mjög gaman að horfa á fólk reykja. Ég hef verið að fá fólk til þess að prufa þetta fyrir mig og að fylgjast með fólki bjástra við þessa athöfn er eitthvað alveg sérstakt. Það er þó rétt að taka fram að ég keypti Shisha tóbak eins og er á arabískum reykingastofum. Það er mjög vægt og pípurnar eru þannig að þú þarft að hafa fyrir því að reykja. Þú þarft að fylla rýmið sem verkið er í og svo er að reykja það. Það er lítill reykur af þessu og lítið sem ekkert nikótín í þessu heldur er þetta meira svona eins og ávaxtagufa. Þannig að sem flestir eiga að geta tekið þátt. Verk listamannanna eru líka valin inn aðeins út frá þessum gufu- og vatnspælingum og blómin hans Eggerts eru einmitt eitthvað sem fellur vel að þessum hugmyndum þar sem dalalæðan liggur yfir íslenskri blómabreiðu.“Greinin birist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní. Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Happy People er óvenjuleg sýning sem verður opnuð í Nýlistasafninu í dag en hún er samansett og henni stýrt af myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni. Arnar hefur lengi búið í Amsterdam þar sem hann menntaði sig í myndlistinni en síðasta eina og hálfa árið eða svo segist hann hafa verið meira og minna hér heima. „Nýlistasafnið bauð mér að taka þetta verkefni að mér þó svo ég hafi reyndar aldrei fengist við sýningarstjórn áður. Þar sem ég er ekki sýningarstjóri að upplagi tók ég þá nálgun á þetta að búa til verk utan um önnur verk. Búa til eins konar ramma utan um verkin sem eru á sýningunni en þau koma frá fjölmörgum listamönnum, bæði íslenskum og erlendum.“ Þessi rammi er fólginn í því að Arnar setti upp sérstaka reykstofu þar sem gestum gefst kostur á að reykja verkin á sýningunni. „Í reykstofunni verða verk ýmissa listamanna reykt í gegnum sérsmíðaðar vatnspípur. En það sem er kannski soldið fyndið við þetta þegar upp er staðið er að ég er hvorki sýningarstjóri né reykingamaður,“ bætir Arnar við og virðist nánast vera hissa á að þetta hafi verið niðurstaðan. „Þannig að það er óhætt að segja að ég sé að henda mér út í óvissuna.“Arnar Ásgeirsson berst hér við að reykja listaverk eftir Hrein Friðfinnsson.Visir/StefánEn þarna ertu með verk eftir stóran hóp listamanna. Eru þau verk þá sýnd sem hefðbundin samsýning? „Já, í rauninni, en svo býðst gestum að reykja ákveðinn hluta verkanna hverju sinni svona þegar reykstofan er opin. Að undanförnu er ég búinn að vera að fást við pípugerð sem áhugamaður og er búinn að smíða stórar plastpípur sem ég get sett skúlptúruna inn í. Sá sem reykir gerir það í gegnum vatnshólf og svo stígur reykurinn upp í gegnum viðkomandi verk inni í pípunni hverju sinni. Þannig að reykurinn svona mótar verkið á leið sinni upp í munn og niður í lungu.“ Arnar segir að það þurfi aðeins að hafa fyrir því að taka verkin úr og setja ný inn í pípuna og því hafi hann ákveðið að fara þá leið að vera með fimm verk inni í pípunni hverju sinni. „Við skiptum um verk einu sinni í viku en á opnuninni verða það verk eftir Hrein Friðfinnsson, Eggert Pétursson og Hrafnhildi Helgadóttur, auk Mehraneh Atashi, sem er listakona frá Íran, og loks verk eftir strák frá Kúbu sem heitir Loidys Carnero. Verk þessara listamanna verða reykt á opnuninni en svo verðum þeim skipt út. Verkin sem er ekki verið að reykja hverju sinni eru svo sýnd svona til hliðar á sama tíma þannig að það sé hægt að skoða allt sem er á sýningunni.“ Arnar segir að þegar Nýlistasafnið hafi haft samband hafi hann farið að velta fyrir sér ensku nafngiftinni á safninu The Living Art Museum og því sem það gefur til kynna. „Þess vegna vildi ég hafa þetta svona lifandi og að þetta fæli í sér ákveðna þátttöku gestanna. Pælingin er líka að á meðan þú ert að reykja verkin geti farið fram gjörningar og tónlistaratriði á sama tíma. Á fyrstu reykingaseremóníunni verður t.d. fluttur þokukenndur gjörningur eftir Darra Lorenzen og vikulega í sumar verður eitthvað slíkt í gangi. Þetta er mín leið til þess að virkja gestina til þátttöku fremur en að þeir séu passívir og skoði aðeins verkin. Að reykja er ákveðið skref sem þú þarft að taka en svo er líka mjög gaman að horfa á fólk reykja. Ég hef verið að fá fólk til þess að prufa þetta fyrir mig og að fylgjast með fólki bjástra við þessa athöfn er eitthvað alveg sérstakt. Það er þó rétt að taka fram að ég keypti Shisha tóbak eins og er á arabískum reykingastofum. Það er mjög vægt og pípurnar eru þannig að þú þarft að hafa fyrir því að reykja. Þú þarft að fylla rýmið sem verkið er í og svo er að reykja það. Það er lítill reykur af þessu og lítið sem ekkert nikótín í þessu heldur er þetta meira svona eins og ávaxtagufa. Þannig að sem flestir eiga að geta tekið þátt. Verk listamannanna eru líka valin inn aðeins út frá þessum gufu- og vatnspælingum og blómin hans Eggerts eru einmitt eitthvað sem fellur vel að þessum hugmyndum þar sem dalalæðan liggur yfir íslenskri blómabreiðu.“Greinin birist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní.
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira