Bensínið í Costco blandað bætiefnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 23:25 Bensínið í Costco hefur alið af sér eldheitar umræður í íslensku samfélagi síðustu misserin. Vísir/eyþór Bensín sem selt er í Costco er blandað bætiefni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Rannsókn Umhverfisstofnunar leiðir þetta í ljós en ekki er hægt að staðfesta hvort efnið hafi umrædd áhrif. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV í kvöld. Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. Í frétt RÚV kom fram að verslunarrisinn skeri sig úr hvað eldsneytisblöndun varðar en aðrar bensínstöðvar blanda ekki sitt eigið eldsneyti.Ekki víst hvort bætiefnið hafi tilætluð áhrif Eldsneytið í Costco hefur verið mikið á milli tannanna á Íslendingum undanfarnar vikur. Bensínið er það ódýrasta á landinu en því hefur jafnframt verið haldið fram að með Costco-eldsneytinu komist bílar beinlínis lengri vegalengdir en með öðru eldsneyti. Umræða um þetta hefur verið áberandi í sérstökum Costco-hóp á Facebook en margir meðlimir hópsins bentu þó á að eyðsla bíla fari eftir aðstæðum hverju sinni. Í kjölfar umræðunnar staðfesti Umhverfisstofnun að bætiefni væri blandað eldsneytinu í Costco. Gerð var rannsókn á efninu sem bætt er út í Costco-bensínið en stofnunin fékk ábendingu um blöndunina frá heilbrigðiseftirlitinu. Eiríkur Þ. Baldursson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við RÚV að um væri að ræða bætiefni frá fyrirtækinu Lubrizol. Hann sagði þessu bætiefni bætt við í mjög litlu magni og getur ekki sagt til um hvort það smyrji vélar bílanna eða geri þær sparneytnari.Vísir hefur sent Costco fyrirspurn um málið. Costco Tengdar fréttir Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17 Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Raðirnar í Costco náðu enda á milli Stappfullt var í Costco í gær. 19. júní 2017 11:50 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Bensín sem selt er í Costco er blandað bætiefni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Rannsókn Umhverfisstofnunar leiðir þetta í ljós en ekki er hægt að staðfesta hvort efnið hafi umrædd áhrif. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV í kvöld. Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. Í frétt RÚV kom fram að verslunarrisinn skeri sig úr hvað eldsneytisblöndun varðar en aðrar bensínstöðvar blanda ekki sitt eigið eldsneyti.Ekki víst hvort bætiefnið hafi tilætluð áhrif Eldsneytið í Costco hefur verið mikið á milli tannanna á Íslendingum undanfarnar vikur. Bensínið er það ódýrasta á landinu en því hefur jafnframt verið haldið fram að með Costco-eldsneytinu komist bílar beinlínis lengri vegalengdir en með öðru eldsneyti. Umræða um þetta hefur verið áberandi í sérstökum Costco-hóp á Facebook en margir meðlimir hópsins bentu þó á að eyðsla bíla fari eftir aðstæðum hverju sinni. Í kjölfar umræðunnar staðfesti Umhverfisstofnun að bætiefni væri blandað eldsneytinu í Costco. Gerð var rannsókn á efninu sem bætt er út í Costco-bensínið en stofnunin fékk ábendingu um blöndunina frá heilbrigðiseftirlitinu. Eiríkur Þ. Baldursson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við RÚV að um væri að ræða bætiefni frá fyrirtækinu Lubrizol. Hann sagði þessu bætiefni bætt við í mjög litlu magni og getur ekki sagt til um hvort það smyrji vélar bílanna eða geri þær sparneytnari.Vísir hefur sent Costco fyrirspurn um málið.
Costco Tengdar fréttir Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17 Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Raðirnar í Costco náðu enda á milli Stappfullt var í Costco í gær. 19. júní 2017 11:50 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17
Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19