Yfirburðirnir óvæntir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Sandra Stephany Mayor Gutierrez er besti leikmaður fyrstu níu umferða Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins. vísir/stefán Þór/KA trónir heldur óvænt á toppi Pepsi-deildar kvenna með fullt hús stiga, nú þegar fyrri umferð tímabilsins er lokið og mótið því hálfnað. Liðið er með sex stiga forystu á Breiðablik og því langur vegur frá því að annar titill í sögu félagsins sé tryggður. „Ég átti von á Þór/KA í toppbaráttu en ekki í svona afgerandi forystu. Þetta minnir mig á Íslandsmótin þegar ég var að spila,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA og sérfræðingur 365 um Pepsi-deild kvenna. Fréttablaðið gerir nú upp fyrri hluta mótsins og tilnefnir lið umferðarinnar, besta þjálfarann, efnilegasta leikmanninn og þann besta – sem er Sandra Stephany Mayor Gutierrez hjá Þór/KA. „Hún og allir útlendingarnir hjá Þór/KA eru stórkostlegir en þeir gera líka leikmennina í kringum sig betri,“ segir Helena um Söndru Stephany og samherja hennar í Þór/KA.Úrvalslið fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna.grafík/fréttablaðiðBíta litlu liðin frá sér? Þór/KA byrjaði sumarið á því að leggja Val að velli en Valskonum hafði skömmu áður verið spáð titlinum. Sigur á Breiðabliki, sem er nú í öðru sæti, fylgdi svo í kjölfarið. „Mótið spilaðist vel fyrir þær því með þessum tveimur sigrum þá var komin trú í liðið. Sú trú hefur bara eflst eftir því sem liðið hefur á sumarið,“ segir Helena og vonar auðvitað til þess að síðari hluti mótsins verði spennandi. „Þó svo að það sé ljótt að segja það átti ég von á að FH myndi taka fyrstu stigin af Þór/KA í sumar. Það gerðist síðasta sumar að liðin í neðri hlutanum fóru að bíta frá sér og ef það gerist aftur þá gætum við fengið meiri spennu í mótið.“Missir liðið fótanna? Helena bendir á að öll önnur lið í toppbaráttunni séu nokkurn veginn á pari miðað við það sem reiknað var með. Þór/KA hafi hins vegar farið langt fram úr væntingum. Næstu tveir leikir Akureyringa verða við Val og Breiðablik en að þeim loknum verður hlé gert á deildinni vegna EM í Hollandi. „Þessir leikir hafa mjög mikið að segja og maður veit ekki hvað gerist ef Þór/KA tapar leik. Missir liðið þá fótanna?“ spyr Helena. Valur tekur á móti Þór/KA á þriðjudagskvöld í næstu viku, en þá hefst 10. umferðin með fjórum leikjum.Donni er besti þjálfari fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er besti þjálfari fyrstu níu umferðanna í Pepsi-deild kvenna að mati Fréttablaðsins enda lið hans með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Donni, eins og hann er kallaður, tók við liðinu fyrir þetta tímabil og fer því frábærlega af stað. Hann hefur verið óhræddur við að koma með stórar yfirlýsingar eftir leiki í sumar og stefnir á að vinna alla leiki í sumar. „Hann hleður trú í sína leikmenn. Þær trúa einfaldlega því sem hann segir og þess vegna trúir maður því sjálfur að þær geti unnið alla leiki í sumar,“ segir Helena Ólafsdóttir. Donni kom mörgum á óvart með því að stilla upp í þriggja manna varnarlínu í upphafi móts og hefur hann haldið tryggð við sitt leikkerfi, enda ekki ástæða til annars. Þór/KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í níu deildarleikjum í sumar.Agla María Albertsdóttir er besti ungi leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti ungi leikmaðurinn Agla María Albertsdóttir er sautján ára og hefur átt frábært sumar, ekki bara með Stjörnunni heldur einnig íslenska landsliðinu þar sem hún hefur fengið stór tækifæri í ár. „Það er stórkostlegt að fylgjast með henni. Hún átti til dæmis frábæran landsleik gegn Brasilíu og reiknaði maður með að eftir slíka frammistöðu myndi jafn ungur leikmaður og hún slaka aðeins á en það er ekki að sjá á henni. Hún heldur bara áfram,“ segir Helena Ólafsdóttir. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, mun í dag tilkynna leikmannahóp sinn fyrir EM í Hollandi og reiknar Helena með því að Agla María verði þar á sínum stað. „Ég held að hún sé að fara til Hollands og að hún verði þar með stórt hlutverk hjá íslenska landsliðinu.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Þór/KA trónir heldur óvænt á toppi Pepsi-deildar kvenna með fullt hús stiga, nú þegar fyrri umferð tímabilsins er lokið og mótið því hálfnað. Liðið er með sex stiga forystu á Breiðablik og því langur vegur frá því að annar titill í sögu félagsins sé tryggður. „Ég átti von á Þór/KA í toppbaráttu en ekki í svona afgerandi forystu. Þetta minnir mig á Íslandsmótin þegar ég var að spila,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA og sérfræðingur 365 um Pepsi-deild kvenna. Fréttablaðið gerir nú upp fyrri hluta mótsins og tilnefnir lið umferðarinnar, besta þjálfarann, efnilegasta leikmanninn og þann besta – sem er Sandra Stephany Mayor Gutierrez hjá Þór/KA. „Hún og allir útlendingarnir hjá Þór/KA eru stórkostlegir en þeir gera líka leikmennina í kringum sig betri,“ segir Helena um Söndru Stephany og samherja hennar í Þór/KA.Úrvalslið fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna.grafík/fréttablaðiðBíta litlu liðin frá sér? Þór/KA byrjaði sumarið á því að leggja Val að velli en Valskonum hafði skömmu áður verið spáð titlinum. Sigur á Breiðabliki, sem er nú í öðru sæti, fylgdi svo í kjölfarið. „Mótið spilaðist vel fyrir þær því með þessum tveimur sigrum þá var komin trú í liðið. Sú trú hefur bara eflst eftir því sem liðið hefur á sumarið,“ segir Helena og vonar auðvitað til þess að síðari hluti mótsins verði spennandi. „Þó svo að það sé ljótt að segja það átti ég von á að FH myndi taka fyrstu stigin af Þór/KA í sumar. Það gerðist síðasta sumar að liðin í neðri hlutanum fóru að bíta frá sér og ef það gerist aftur þá gætum við fengið meiri spennu í mótið.“Missir liðið fótanna? Helena bendir á að öll önnur lið í toppbaráttunni séu nokkurn veginn á pari miðað við það sem reiknað var með. Þór/KA hafi hins vegar farið langt fram úr væntingum. Næstu tveir leikir Akureyringa verða við Val og Breiðablik en að þeim loknum verður hlé gert á deildinni vegna EM í Hollandi. „Þessir leikir hafa mjög mikið að segja og maður veit ekki hvað gerist ef Þór/KA tapar leik. Missir liðið þá fótanna?“ spyr Helena. Valur tekur á móti Þór/KA á þriðjudagskvöld í næstu viku, en þá hefst 10. umferðin með fjórum leikjum.Donni er besti þjálfari fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er besti þjálfari fyrstu níu umferðanna í Pepsi-deild kvenna að mati Fréttablaðsins enda lið hans með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Donni, eins og hann er kallaður, tók við liðinu fyrir þetta tímabil og fer því frábærlega af stað. Hann hefur verið óhræddur við að koma með stórar yfirlýsingar eftir leiki í sumar og stefnir á að vinna alla leiki í sumar. „Hann hleður trú í sína leikmenn. Þær trúa einfaldlega því sem hann segir og þess vegna trúir maður því sjálfur að þær geti unnið alla leiki í sumar,“ segir Helena Ólafsdóttir. Donni kom mörgum á óvart með því að stilla upp í þriggja manna varnarlínu í upphafi móts og hefur hann haldið tryggð við sitt leikkerfi, enda ekki ástæða til annars. Þór/KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í níu deildarleikjum í sumar.Agla María Albertsdóttir er besti ungi leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti ungi leikmaðurinn Agla María Albertsdóttir er sautján ára og hefur átt frábært sumar, ekki bara með Stjörnunni heldur einnig íslenska landsliðinu þar sem hún hefur fengið stór tækifæri í ár. „Það er stórkostlegt að fylgjast með henni. Hún átti til dæmis frábæran landsleik gegn Brasilíu og reiknaði maður með að eftir slíka frammistöðu myndi jafn ungur leikmaður og hún slaka aðeins á en það er ekki að sjá á henni. Hún heldur bara áfram,“ segir Helena Ólafsdóttir. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, mun í dag tilkynna leikmannahóp sinn fyrir EM í Hollandi og reiknar Helena með því að Agla María verði þar á sínum stað. „Ég held að hún sé að fara til Hollands og að hún verði þar með stórt hlutverk hjá íslenska landsliðinu.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira