May neyðst til að bakka með stefnumál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Jeremy Corbyn og Theresa May gengu saman í þingsal áður en drottning hélt stefnuræðu sína. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forystu Theresu May er uppiskroppa með hugmyndir og hefur tapað meirihluta sínum. Þetta sagði Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, í umræðum eftir stefnuræðu drottningar á breska þinginu í gær. Hefð er fyrir því að drottning fari með stefnuræðu fyrir nýja ríkisstjórn eftir kosningar, í þessu tilfelli minnihlutastjórn May. Stjórnmálagreinandi BBC, Laura Kuenssberg, sagði í gær að May hefði væntanlega séð daginn fyrir sér sem einhvers konar krýningarathöfn fyrir nokkrum vikum en eftir að flokkurinn tapaði meirihluta í kosningum hafi gærdagurinn þess í stað kórónað fall May. Corbyn sagði að í ljósi þess að May hefði tapað þó nokkrum völdum hefði flokkur hennar þurft að bakka með ýmis stefnumál. Til að mynda áform um að afnema lög um ókeypis upphitun fyrir eldri borgara og sjálfkrafa hækkun eftirlauna sem og áform um að hætta að gefa ungum skólabörnum ókeypis hádegismat.Elísabet Bretadrottning og Karl Bretaprins sátu í þessum einkar vel skreyttu sætum.nordicphotos/AFPSjálf sagði May í umræðunum að stærsta áskorun sem ríkið stæði frammi fyrir væri að sameina sundraða þjóð. „Ég er tilbúin að vinna að þjóðarhag með hverjum sem er úr hvaða flokki sem er þegar kemur að Brexit og öðrum málum,“ sagði May. „Þingið getur ekki leyst allt en samvinna er þáttur í því að styrkja samkennd og sjálfstraust þjóðarinnar,“ bætti May við. Forsætisráðherrann tjáði sig einnig um bruna Grenfell-turnsins. Baðst hún afsökunar á mistökum yfirvalda sem hún sagði ekki hafa brugðist við brunanum á réttan hátt. Lofaði hún óháðum lögfræðingi til að starfa fyrir fjölskyldur sem urðu fyrir tjóni í brunanum. Engin stefnuræða drottningar verður á næsta ári og því þurfti ræða hennar í gær að spanna tveggja ára áform. Af þeim 27 frumvörpum sem útlistuð voru fjalla alls átta um Brexit, til að mynda um áhrif Brexit á innflytjendamál, milliríkjaviðskipti, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Mikilvægast þessara frumvarpa snýr að því að binda enda á lögsögu Evrópudómstólsins yfir Bretlandi og að innleiða öll Evrópusambandslög í bresk lög þess í stað. Á meðal annarra mála sem komust á dagskrá voru frumvörp um stofnun nýs embættis sem á að beita sér gegn heimilisofbeldi, um að klára að koma á lestarsamgöngum á milli Birmingham og Crewe og um aukna persónuvernd á netinu og hinn svokallaða rétt til að gleymast. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Bruni í Grenfell-turni England Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forystu Theresu May er uppiskroppa með hugmyndir og hefur tapað meirihluta sínum. Þetta sagði Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, í umræðum eftir stefnuræðu drottningar á breska þinginu í gær. Hefð er fyrir því að drottning fari með stefnuræðu fyrir nýja ríkisstjórn eftir kosningar, í þessu tilfelli minnihlutastjórn May. Stjórnmálagreinandi BBC, Laura Kuenssberg, sagði í gær að May hefði væntanlega séð daginn fyrir sér sem einhvers konar krýningarathöfn fyrir nokkrum vikum en eftir að flokkurinn tapaði meirihluta í kosningum hafi gærdagurinn þess í stað kórónað fall May. Corbyn sagði að í ljósi þess að May hefði tapað þó nokkrum völdum hefði flokkur hennar þurft að bakka með ýmis stefnumál. Til að mynda áform um að afnema lög um ókeypis upphitun fyrir eldri borgara og sjálfkrafa hækkun eftirlauna sem og áform um að hætta að gefa ungum skólabörnum ókeypis hádegismat.Elísabet Bretadrottning og Karl Bretaprins sátu í þessum einkar vel skreyttu sætum.nordicphotos/AFPSjálf sagði May í umræðunum að stærsta áskorun sem ríkið stæði frammi fyrir væri að sameina sundraða þjóð. „Ég er tilbúin að vinna að þjóðarhag með hverjum sem er úr hvaða flokki sem er þegar kemur að Brexit og öðrum málum,“ sagði May. „Þingið getur ekki leyst allt en samvinna er þáttur í því að styrkja samkennd og sjálfstraust þjóðarinnar,“ bætti May við. Forsætisráðherrann tjáði sig einnig um bruna Grenfell-turnsins. Baðst hún afsökunar á mistökum yfirvalda sem hún sagði ekki hafa brugðist við brunanum á réttan hátt. Lofaði hún óháðum lögfræðingi til að starfa fyrir fjölskyldur sem urðu fyrir tjóni í brunanum. Engin stefnuræða drottningar verður á næsta ári og því þurfti ræða hennar í gær að spanna tveggja ára áform. Af þeim 27 frumvörpum sem útlistuð voru fjalla alls átta um Brexit, til að mynda um áhrif Brexit á innflytjendamál, milliríkjaviðskipti, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Mikilvægast þessara frumvarpa snýr að því að binda enda á lögsögu Evrópudómstólsins yfir Bretlandi og að innleiða öll Evrópusambandslög í bresk lög þess í stað. Á meðal annarra mála sem komust á dagskrá voru frumvörp um stofnun nýs embættis sem á að beita sér gegn heimilisofbeldi, um að klára að koma á lestarsamgöngum á milli Birmingham og Crewe og um aukna persónuvernd á netinu og hinn svokallaða rétt til að gleymast.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Bruni í Grenfell-turni England Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira