Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2017 19:52 Margir misstu heimili sín í brunanum í síðustu viku. Vísir/AFP Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. Nýju íbúðirnar standa steinsnar frá Grenfell-turni og verða tilbúnar í júlí. BBC greinir frá. Íbúðirnar eru ýmist eins, tveggja eða þriggja herbergja og eru staðsettar í götum sem liggja meðfram uppbyggingu lúxusíbúða í Kensington-hverfi í London, steinsnar frá Westfield-verslunarmiðstöðinni. „Samfélögin, bæði í Norður- og Suður-Kensington, munu sameinast á hamfaratímum sem þessum,“ er haft eftir George, íbúa á svæðinu. „Vel verður hugsað um eftirlifendur og fjölskyldur þeirra.“ Íbúðirnar munu vera fullbúnar húsgögnum en byggingarnar eru aðeins í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá Grenfell-turni. Talið er að 79 hafi látist í brunanum í vikunni sem leið. Síðan þá hafa einhverjir íbúar Grenfell-turnsins sem misstu heimili sín dvalið á hótelum. Lýst var yfir áhyggjum af því að húsnæði, sem þeim yrði útvegað til frambúðar, yrði staðsett annars staðar á landinu en nú er ljóst að svo verði ekki. Búist er við því að íbúðirnar í Kensington verði tilbúnar í lok júlí. Í Grenfell-turni voru 120 félagslegar íbúðir á vegum hins opinbera en talið er að þar hafi búið á milli 400 og 600 manns. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist opinberlega afsökunar á brunanum í Grenfell-turni en stjórn Íhaldsflokksins hefur verið sökuð um að hunsa ábendingar dánardómstjóra um að endurskoða þyrfti byggingarreglugerðir um brunavarnir. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. 19. júní 2017 12:41 Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. Nýju íbúðirnar standa steinsnar frá Grenfell-turni og verða tilbúnar í júlí. BBC greinir frá. Íbúðirnar eru ýmist eins, tveggja eða þriggja herbergja og eru staðsettar í götum sem liggja meðfram uppbyggingu lúxusíbúða í Kensington-hverfi í London, steinsnar frá Westfield-verslunarmiðstöðinni. „Samfélögin, bæði í Norður- og Suður-Kensington, munu sameinast á hamfaratímum sem þessum,“ er haft eftir George, íbúa á svæðinu. „Vel verður hugsað um eftirlifendur og fjölskyldur þeirra.“ Íbúðirnar munu vera fullbúnar húsgögnum en byggingarnar eru aðeins í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá Grenfell-turni. Talið er að 79 hafi látist í brunanum í vikunni sem leið. Síðan þá hafa einhverjir íbúar Grenfell-turnsins sem misstu heimili sín dvalið á hótelum. Lýst var yfir áhyggjum af því að húsnæði, sem þeim yrði útvegað til frambúðar, yrði staðsett annars staðar á landinu en nú er ljóst að svo verði ekki. Búist er við því að íbúðirnar í Kensington verði tilbúnar í lok júlí. Í Grenfell-turni voru 120 félagslegar íbúðir á vegum hins opinbera en talið er að þar hafi búið á milli 400 og 600 manns. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist opinberlega afsökunar á brunanum í Grenfell-turni en stjórn Íhaldsflokksins hefur verið sökuð um að hunsa ábendingar dánardómstjóra um að endurskoða þyrfti byggingarreglugerðir um brunavarnir.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. 19. júní 2017 12:41 Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17
Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07
Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15
Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. 19. júní 2017 12:41
Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37