Frá þessu greinir Lara á Instagram og birtir hún skemmtilegar myndir af hjónunum.
Sam Worthington er best þekktur fyrir að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Avatar. Lara Worthington er vel þekkt fyrirsæta.
„Þetta er í fyrsta og eina skipti sem eiginmaður minn setur á sig andlitsmaska,“ segir Lara með einni myndinni úr Bláa Lóninu.
Stórmyndinni Avatar kom út árið 2009 en James Cameron staðfesti á síðast árið að fjórar framhaldsmyndir væru væntanlegar. Sú fyrsta í röðin árið 2018, svo 2020, því næst 2022 og að lokum 2023.
Svo er leikarinn Rainn Wilson, sem er þekktur úr bandaríska The Office, einnig staddur á landinu og virðist hann verið á fleygiferð um Ísland.
Greetings from Iceland! @HolidayReinhorn #Isafjordur #westfjords pic.twitter.com/QC5fJHnwOh
— RainnWilson (@rainnwilson) June 19, 2017