Volvo ætlar í slaginn við Tesla og BMW i-deildina með Polestar Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2017 10:36 Volvo S60 Polestar hefur borið merki Volvo hingað til en breyting verður á því og bílar Polestar munu eingöngu bera merki þess í framtíðinni. Volvo ætlar að taka myndarlega þátt í þróun öflugra rafmagnsbíla og keppa þar við Tesla og rafmagnsbíladeild BMW, sem ber stafinn i. Volvo ætlar að gera það með Polestar sportbíladeild sinni og mun setja á markað öfluga og hæfa sportrafmagnsbíla sem jafnast eiga við getu Tesla og BMWi bíla. Þetta er haft eftir Hakan Samuelsson forstjóra Volvo í vikunni. Volvo hefur sett Thomas Ingenlath yfir Polestar til að uppfylla þessar væntingar Volvo. Hann fór reyndar áður fyrir þeim hluta Polestar deildarinnar sem keppir við BMW M, Mercedes-AMG og Audi-Sport sportbíladeildir þýsku lúxusbílaframleiðendanna. Thomas Ingenlath mun nú einbeita sér að þróun og framleiðslu rafmagnsbíla innan Polestar. Sú breyting verður á þeim bílum Polestar að þeir munu ekki lengur bera merki Volvo, heldur eingöngu Polestar. Polestar mun kynna næstu framleiðslubíla sína og stefnu í haust. Volvo keypti alla hluti í Polestar fyrirtækinu í júlí árið 2015, en fyrir það var Polestar Performance sjálfstætt fyrirtæki sem Volvo fékk til liðs við sig til að framleiða öflugar gerðir Volvo bíla. Volvo hefur unnið með Polestar frá árinu 1996 og tekið þátt í hinum ýmsu akstursíþróttum með bílum Polestar. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Volvo ætlar að taka myndarlega þátt í þróun öflugra rafmagnsbíla og keppa þar við Tesla og rafmagnsbíladeild BMW, sem ber stafinn i. Volvo ætlar að gera það með Polestar sportbíladeild sinni og mun setja á markað öfluga og hæfa sportrafmagnsbíla sem jafnast eiga við getu Tesla og BMWi bíla. Þetta er haft eftir Hakan Samuelsson forstjóra Volvo í vikunni. Volvo hefur sett Thomas Ingenlath yfir Polestar til að uppfylla þessar væntingar Volvo. Hann fór reyndar áður fyrir þeim hluta Polestar deildarinnar sem keppir við BMW M, Mercedes-AMG og Audi-Sport sportbíladeildir þýsku lúxusbílaframleiðendanna. Thomas Ingenlath mun nú einbeita sér að þróun og framleiðslu rafmagnsbíla innan Polestar. Sú breyting verður á þeim bílum Polestar að þeir munu ekki lengur bera merki Volvo, heldur eingöngu Polestar. Polestar mun kynna næstu framleiðslubíla sína og stefnu í haust. Volvo keypti alla hluti í Polestar fyrirtækinu í júlí árið 2015, en fyrir það var Polestar Performance sjálfstætt fyrirtæki sem Volvo fékk til liðs við sig til að framleiða öflugar gerðir Volvo bíla. Volvo hefur unnið með Polestar frá árinu 1996 og tekið þátt í hinum ýmsu akstursíþróttum með bílum Polestar.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent