Tveir leikir fóru fram í Inkasso-deildinni í kvöld. Þór fékk þrjú stig á meðan stigunum var skipt jafnt á Selfossi.
Þór vann sannfærandi sigur á HK, 3-0, en liðin voru jöfn í deildinni með 9 stig fyrir leikinn. Þór komst upp í sjötta sætið með sigrinum.
Fram var í fjórða sæti en Selfoss því fimmta fyrir leik liðanna í kvöld og þar sitja þau enn eftir jafnteflið.
Úrslit:
Þór - HK 3-0
1-0 Aron Lárusson (37.), 2-0 Loftur Eiríksson (73.), 3-0 Jóhann Hannesson (77.)
Selfoss - Fram 1-1
1-0 Alfi Lacalle (12.), 1-1 Orri Gunnarsson (58.).
