Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór Símon Hafþórsson skrifar 2. júlí 2017 19:15 Mayor sækir að marki Blika í dag. vísir/eyþór Þór/KA sótti í sterkan sigur á Kópavogsvelli í dag er liðið sigraði Breiðablik, 2-1, í hörkuleik þar sem barist var um alla bolta af fullum krafti. Þór/KA komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þar sem Hulda Ósk kom með draumasendingu inn fyrir vörn Blika á Söndru Mayor sem fór framhjá Sonný og setti boltann í autt markið. Breiðablik blés til sóknar í seinni hálfleik og það var Rakel Hönnudóttir sem jafnaði metin snemma á 51. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Breiðablik sótti af miklu afli það sem eftir lifði seinni hálfleiks enda mikið undir. En einmitt þegar allt virtist stefna í annað hvort jafntefli eða Blikasigur gerði Sandra Mayor sér lítið fyrir og smellti boltanum í stöngina og inn beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1 fyrir Þór/KA sem fór langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistara titilinn með þessum sigri en liðið er nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.Af hverju vann Þór/KA? Það liggur enginn vafi á að Blikar fengu fleiri færi í þessum leik og voru auk þess meira með boltann. Það sem skildi liðin af er einfaldlega sú staðreynd að Þór/KA nýtti sín færi en ekki Blikar. Það er ekki af ástæðulausu að Þór/KA trónir á toppnum með jafn miklum yfirburðum og raun ber vitni. Stelpurnar í Þór/KA mættu hingað í dag, fyrst og fremst, að hugsa um að ná í stigið enda hefði það verið stórt stig. En þess í stað sótti liðið risastór þrjú stig og titilinn er líklega þeirra. Þegar þú ert með leikmann eins og Söndru Mayor í liðinu þínu er möguleikinn á þremur punktum alltaf fyrir hendi.Hverjar stóðu upp úr? Sandra Mayor skoraði tvö mörk í líklega stærsta og mikilvægasta leik sumarsins í deildinni þannig að hún stóð vægast sagt upp úr eins og hún hefur gert í allt sumar. Hulda Ósk Jónsdóttir var einnig mjög góð á miðjunni og Bianca var frábær í vörn Þórs/KA. Hjá Blikum var Fanndís fjörug og átti marga fallega spretti og Berglind Björg var gífurlega dugleg í fremstu víglínu. Einnig átti Ingibjörg góðan leik í vörninni heilt yfir.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Blika var góður í leiknum en það vantaði alltaf síðustu sendinguna eða skotið til að setja endapunktin á góðar sóknir liðsins. Trekk í trekk komst liðið í fína stöðu en náði ekki að gera sér mat úr því. Það má samt ekki gleyma að Þór/KA er með eina bestu vörn deildarinnar og því ekkert lamb að leika sér við.Hvað gerist næst? Nú tekur við hlé vegna Evrópumótsins en það eru einmitt nokkrar í þessum tveimur liðum sem koma til með að keppa fyrir hönd Íslands í Hollandi núna í sumar. Leikmenn Þór/KA verða að halda sér á jörðinni það sem eftir lifir móts en þegar þú ert lið sem tapaði einungis tveimur stigum í fyrstu tíu umferðum deildarinnar og ert þar að auki með sjö stiga forskot á toppnum þá er erfitt að byrja ekki núna strax að láta sig dreyma um að taka dolluna með sér til Akureyrar. Donni, þjálfari liðsins, verður þó að reyna að halda þeim jarðbundnum. Honum hefur gengið býsna vel til þessa.Sandra María: Erum enn alveg niðri á jörðinni Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var að vonum ánægð með sigurinn á Breiðablik í dag og sagði sigurinn gott veganesti inn í EM-pásuna. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik eins og við gerum fyrir alla leiki. En að vinna á jafn erfiðum útivelli og í síðasta leik fyrir pásu er rosalega gott fyrir sjálfstraustið og stemminguna í hópnum,“ sagði Sandra. Þór/KA hafði tapað sínum fyrstu stigum í síðustu umferð í jafntefli gegn Val og þar að auki féll liðið úr Bikarnum fyrir skömmu gegn Stjörnunni. Sandra segir þó að allar í liðinu hafi haldið ró sinni þrátt fyrir eilítið mótlæti. „Þegar við fáum mörk á okkur þá höldum við alltaf rónni og höldum áfram. Það kemur ekkert stress. Ég er mjög ánægð með liðið.“ Mikil harka var í leiknum og sagði Sandra liðið hafi verið tilbúið í slaginn og hrósaði hún dómaranum, Einari Inga, fyrir vel unninn störf. En með alla þessa forystu, eru Þór/KA stelpurnar byrjaðar að sjá Íslandsmeistaratitilinn í hyllingum? „Ég held að við séum enn alveg niðri á jörðinni, róleg og einbeitt á næstu verkefni. En þetta er auðvitað á bak við eyrað og við vitum að hann stendur okkur til boða,” sagði jarðbundinn Sandra María.Fanndís Friðriksdóttir: Eins ömurlegt og það gerist „Þetta er eins ömurlegt og það gerist,” sagði Fanndís Friðriksdóttir, augljóslega hundfúl með tapið en Þór/KA skoraði sigurmark beint úr aukaspyrnu og lokamínútum leiksins. „Mér fannst við betri í leiknum en þær skoruðu svo þetta ógeðslega mark í lokin.” Fanndís sagði að Breiðablik hefði verið betri aðilinn í leiknum en að Þór/KA hafi einfaldega haft heppnina með sér. En er þetta þá bara heppni að Þór/KA sé komið með jafn afgerandi forystu á toppnum? „Nei, alls ekki. En þegar vel gengur þá detta hlutirnir oft með manni og þeir hafa fallið mikið með þeim í sumar. Auðvitað er það þannig þegar vel gengur.” Hún segir líklegt að Breiðablik sé nú búið að missa Þór/KA of langt á undan sér. „Við urðum að vinna þennan leik til að vera með í baráttunni og ég held að við séum búnar að missa þær of langt frá okkur.” Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA sótti í sterkan sigur á Kópavogsvelli í dag er liðið sigraði Breiðablik, 2-1, í hörkuleik þar sem barist var um alla bolta af fullum krafti. Þór/KA komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þar sem Hulda Ósk kom með draumasendingu inn fyrir vörn Blika á Söndru Mayor sem fór framhjá Sonný og setti boltann í autt markið. Breiðablik blés til sóknar í seinni hálfleik og það var Rakel Hönnudóttir sem jafnaði metin snemma á 51. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Breiðablik sótti af miklu afli það sem eftir lifði seinni hálfleiks enda mikið undir. En einmitt þegar allt virtist stefna í annað hvort jafntefli eða Blikasigur gerði Sandra Mayor sér lítið fyrir og smellti boltanum í stöngina og inn beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1 fyrir Þór/KA sem fór langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistara titilinn með þessum sigri en liðið er nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.Af hverju vann Þór/KA? Það liggur enginn vafi á að Blikar fengu fleiri færi í þessum leik og voru auk þess meira með boltann. Það sem skildi liðin af er einfaldlega sú staðreynd að Þór/KA nýtti sín færi en ekki Blikar. Það er ekki af ástæðulausu að Þór/KA trónir á toppnum með jafn miklum yfirburðum og raun ber vitni. Stelpurnar í Þór/KA mættu hingað í dag, fyrst og fremst, að hugsa um að ná í stigið enda hefði það verið stórt stig. En þess í stað sótti liðið risastór þrjú stig og titilinn er líklega þeirra. Þegar þú ert með leikmann eins og Söndru Mayor í liðinu þínu er möguleikinn á þremur punktum alltaf fyrir hendi.Hverjar stóðu upp úr? Sandra Mayor skoraði tvö mörk í líklega stærsta og mikilvægasta leik sumarsins í deildinni þannig að hún stóð vægast sagt upp úr eins og hún hefur gert í allt sumar. Hulda Ósk Jónsdóttir var einnig mjög góð á miðjunni og Bianca var frábær í vörn Þórs/KA. Hjá Blikum var Fanndís fjörug og átti marga fallega spretti og Berglind Björg var gífurlega dugleg í fremstu víglínu. Einnig átti Ingibjörg góðan leik í vörninni heilt yfir.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Blika var góður í leiknum en það vantaði alltaf síðustu sendinguna eða skotið til að setja endapunktin á góðar sóknir liðsins. Trekk í trekk komst liðið í fína stöðu en náði ekki að gera sér mat úr því. Það má samt ekki gleyma að Þór/KA er með eina bestu vörn deildarinnar og því ekkert lamb að leika sér við.Hvað gerist næst? Nú tekur við hlé vegna Evrópumótsins en það eru einmitt nokkrar í þessum tveimur liðum sem koma til með að keppa fyrir hönd Íslands í Hollandi núna í sumar. Leikmenn Þór/KA verða að halda sér á jörðinni það sem eftir lifir móts en þegar þú ert lið sem tapaði einungis tveimur stigum í fyrstu tíu umferðum deildarinnar og ert þar að auki með sjö stiga forskot á toppnum þá er erfitt að byrja ekki núna strax að láta sig dreyma um að taka dolluna með sér til Akureyrar. Donni, þjálfari liðsins, verður þó að reyna að halda þeim jarðbundnum. Honum hefur gengið býsna vel til þessa.Sandra María: Erum enn alveg niðri á jörðinni Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var að vonum ánægð með sigurinn á Breiðablik í dag og sagði sigurinn gott veganesti inn í EM-pásuna. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik eins og við gerum fyrir alla leiki. En að vinna á jafn erfiðum útivelli og í síðasta leik fyrir pásu er rosalega gott fyrir sjálfstraustið og stemminguna í hópnum,“ sagði Sandra. Þór/KA hafði tapað sínum fyrstu stigum í síðustu umferð í jafntefli gegn Val og þar að auki féll liðið úr Bikarnum fyrir skömmu gegn Stjörnunni. Sandra segir þó að allar í liðinu hafi haldið ró sinni þrátt fyrir eilítið mótlæti. „Þegar við fáum mörk á okkur þá höldum við alltaf rónni og höldum áfram. Það kemur ekkert stress. Ég er mjög ánægð með liðið.“ Mikil harka var í leiknum og sagði Sandra liðið hafi verið tilbúið í slaginn og hrósaði hún dómaranum, Einari Inga, fyrir vel unninn störf. En með alla þessa forystu, eru Þór/KA stelpurnar byrjaðar að sjá Íslandsmeistaratitilinn í hyllingum? „Ég held að við séum enn alveg niðri á jörðinni, róleg og einbeitt á næstu verkefni. En þetta er auðvitað á bak við eyrað og við vitum að hann stendur okkur til boða,” sagði jarðbundinn Sandra María.Fanndís Friðriksdóttir: Eins ömurlegt og það gerist „Þetta er eins ömurlegt og það gerist,” sagði Fanndís Friðriksdóttir, augljóslega hundfúl með tapið en Þór/KA skoraði sigurmark beint úr aukaspyrnu og lokamínútum leiksins. „Mér fannst við betri í leiknum en þær skoruðu svo þetta ógeðslega mark í lokin.” Fanndís sagði að Breiðablik hefði verið betri aðilinn í leiknum en að Þór/KA hafi einfaldega haft heppnina með sér. En er þetta þá bara heppni að Þór/KA sé komið með jafn afgerandi forystu á toppnum? „Nei, alls ekki. En þegar vel gengur þá detta hlutirnir oft með manni og þeir hafa fallið mikið með þeim í sumar. Auðvitað er það þannig þegar vel gengur.” Hún segir líklegt að Breiðablik sé nú búið að missa Þór/KA of langt á undan sér. „Við urðum að vinna þennan leik til að vera með í baráttunni og ég held að við séum búnar að missa þær of langt frá okkur.”
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti