Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri. Vísir/EPA Donald Trump yngri var lofað að honum yrði látið í té skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata, þegar hann hitti rússneskan lögfræðing, samkvæmt bandaríska dagblaðinu New York Times sem fékk upplýsingar sínar frá þremur hátt settum embættismönnum Hvíta hússins.Vísir greindi frá því í dag að sonur forsetans hefði hitt Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump í New York í júní 2016, rétt eftir að faðir hans hlaut tilnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Fundinn sátu einnig Jared Kushner, tengdasonur Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump. Forsetinn sjálfur hefur svarið af sér að hafa sjálfur verið viðstaddur fundinn. Í tilkynningu frá Trump yngri sagði hann að hann hefði einungis lögfræðinginn til þess að ræða ættleiðingastefnu Rússlands en Rússar ákváðu árið 2012 að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn umræddum ættleiðingarlögum. Í umfjöllun New York Times kemur fram að sonur forsetans hafi sjálfur tjáð sig um fundinn með lögfræðingnum með viðkomandi hætti:Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum. Adam Schiff, leiðtogi rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fer með rannsókn málsins, sagði í dag að nefndin væri reiðubúin til þess að kalla þá Trump yngri, Kushner og Manafort fram fyrir nefndina til þess að fá frekari upplýsingar um efni fundarins. Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Donald Trump yngri var lofað að honum yrði látið í té skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata, þegar hann hitti rússneskan lögfræðing, samkvæmt bandaríska dagblaðinu New York Times sem fékk upplýsingar sínar frá þremur hátt settum embættismönnum Hvíta hússins.Vísir greindi frá því í dag að sonur forsetans hefði hitt Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump í New York í júní 2016, rétt eftir að faðir hans hlaut tilnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Fundinn sátu einnig Jared Kushner, tengdasonur Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump. Forsetinn sjálfur hefur svarið af sér að hafa sjálfur verið viðstaddur fundinn. Í tilkynningu frá Trump yngri sagði hann að hann hefði einungis lögfræðinginn til þess að ræða ættleiðingastefnu Rússlands en Rússar ákváðu árið 2012 að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn umræddum ættleiðingarlögum. Í umfjöllun New York Times kemur fram að sonur forsetans hafi sjálfur tjáð sig um fundinn með lögfræðingnum með viðkomandi hætti:Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum. Adam Schiff, leiðtogi rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fer með rannsókn málsins, sagði í dag að nefndin væri reiðubúin til þess að kalla þá Trump yngri, Kushner og Manafort fram fyrir nefndina til þess að fá frekari upplýsingar um efni fundarins.
Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46