Valtteri Bottas vann í Austurríki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júlí 2017 13:27 Valtteri Bottas ók gríðarlega vel í Austurríki. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton gerði grjótharða atlögu að verðlaunasætinu en varnarakstur Ricciardo skilaði Red Bull verðlaunasæti á heimavelli. Munurinn á Hamilton og Vettel er 20 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna Vettel í vil. Bottas átti frábæra ræsingu, hann hreinlega stakk af. Á sama tíma vann Hamilton sig upp um tvö sæti og Raikkonen tapaði tveimur sætum til Ricciardo og Romain Grosjean. Max Verstappen féll úr leik strax á fyrsta hring, sama var upp á teningnum hjá Fernando Alonso. Daniil Kvyat keyrði á Alonso og bíll Alonso skaust á Verstappen. Kvyat þurfti að aka einu sinni í gegnum þjónustusvæðið í refsiskyni fyrir aksturslag sitt. Vettel var fljótur í talstöðina til að segja Charlie Whiting, keppnisstjóra Formúlu 1 að hann teldi Bottas hafa þjófstartað. Dómarar keppninnar tóku það til skoðunar. Ekkert var þó athugunarvert við ræsinguna hjá Bottas. Hamilton tókst að komast fram úr Sergio Perez á Force India og Romain Grosjean á Haas. Hann hóf þá að elta uppi Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Slagurinn á milli þeirra harðnaði á 22. hring. Hamilton kíkti aðeins meðfram Raikkonen en efir það dró hann sig aðeins í hlé. Kevin Magnussen hætti keppni á 30. hring þegar glussakerfið virtist tæmast í bílnum hjá Dananum á Haas bílnum.Hamilton lágmarkaði skaðan vel eftir að hafa ræst í áttunda sæti endaði hann fjórði.Vísir/GettyHamilton kom inn á undan öllum fremstu mönnum á 31. hring og fékk últra-mjúk dekk undir. Ricciardo kom svo inn á 33. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir. Vettel kom inn á 34. hring og gerði það sama. Bottas kom inn á 41. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir Mercedes bílinn. Raikkonen tók við forystunni í keppninni. Bottas komst þó fram úr landa sínum á 44. hring. Raikkonen tók þjónustuhlé í kjölfarið. Ferrari menn sóttu á Mercedes menn í þegar um 20 hringir voru eftir af 71. Vettel sótti að Bottas í baráttu þeirra um fyrsta sæti og Raikkonen sótti á Hamilton í baráttu þeirra um fjórða sæti. Á meðan var Ricciardo í þriðja sæti á til þess að gera auðum sjó. Ricciardo fór þó að finna fyrir meiri pressu frá Hamilton á síðustu tíu hringjunum. Hamilton tókst að slíta sig frá Raikkonen. Á meðan var Vettel að sækja á Bottas og bilið komiðundir tvær sekúndur þegar fimm hringir voru eftir. Barátta sjóðhitnaði á síðustu tveimur hringjunum. En þrátt fyrir góðar tilraunir bæði frá Hamilton og Vettel breyttist staðan ekki. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00 Lewis Hamilton hraðastur á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Austurríki um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 7. júlí 2017 21:30 Valtteri Bottas á ráspól í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes náði ráspól í Austurríki. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji en Hamilton ræsir áttundi vegna fimm sæta refsingar. 8. júlí 2017 12:52 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton gerði grjótharða atlögu að verðlaunasætinu en varnarakstur Ricciardo skilaði Red Bull verðlaunasæti á heimavelli. Munurinn á Hamilton og Vettel er 20 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna Vettel í vil. Bottas átti frábæra ræsingu, hann hreinlega stakk af. Á sama tíma vann Hamilton sig upp um tvö sæti og Raikkonen tapaði tveimur sætum til Ricciardo og Romain Grosjean. Max Verstappen féll úr leik strax á fyrsta hring, sama var upp á teningnum hjá Fernando Alonso. Daniil Kvyat keyrði á Alonso og bíll Alonso skaust á Verstappen. Kvyat þurfti að aka einu sinni í gegnum þjónustusvæðið í refsiskyni fyrir aksturslag sitt. Vettel var fljótur í talstöðina til að segja Charlie Whiting, keppnisstjóra Formúlu 1 að hann teldi Bottas hafa þjófstartað. Dómarar keppninnar tóku það til skoðunar. Ekkert var þó athugunarvert við ræsinguna hjá Bottas. Hamilton tókst að komast fram úr Sergio Perez á Force India og Romain Grosjean á Haas. Hann hóf þá að elta uppi Kimi Raikkonen á Ferrari bílnum. Slagurinn á milli þeirra harðnaði á 22. hring. Hamilton kíkti aðeins meðfram Raikkonen en efir það dró hann sig aðeins í hlé. Kevin Magnussen hætti keppni á 30. hring þegar glussakerfið virtist tæmast í bílnum hjá Dananum á Haas bílnum.Hamilton lágmarkaði skaðan vel eftir að hafa ræst í áttunda sæti endaði hann fjórði.Vísir/GettyHamilton kom inn á undan öllum fremstu mönnum á 31. hring og fékk últra-mjúk dekk undir. Ricciardo kom svo inn á 33. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir. Vettel kom inn á 34. hring og gerði það sama. Bottas kom inn á 41. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir Mercedes bílinn. Raikkonen tók við forystunni í keppninni. Bottas komst þó fram úr landa sínum á 44. hring. Raikkonen tók þjónustuhlé í kjölfarið. Ferrari menn sóttu á Mercedes menn í þegar um 20 hringir voru eftir af 71. Vettel sótti að Bottas í baráttu þeirra um fyrsta sæti og Raikkonen sótti á Hamilton í baráttu þeirra um fjórða sæti. Á meðan var Ricciardo í þriðja sæti á til þess að gera auðum sjó. Ricciardo fór þó að finna fyrir meiri pressu frá Hamilton á síðustu tíu hringjunum. Hamilton tókst að slíta sig frá Raikkonen. Á meðan var Vettel að sækja á Bottas og bilið komiðundir tvær sekúndur þegar fimm hringir voru eftir. Barátta sjóðhitnaði á síðustu tveimur hringjunum. En þrátt fyrir góðar tilraunir bæði frá Hamilton og Vettel breyttist staðan ekki.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00 Lewis Hamilton hraðastur á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Austurríki um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 7. júlí 2017 21:30 Valtteri Bottas á ráspól í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes náði ráspól í Austurríki. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji en Hamilton ræsir áttundi vegna fimm sæta refsingar. 8. júlí 2017 12:52 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00
Lewis Hamilton hraðastur á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Austurríki um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni. 7. júlí 2017 21:30
Valtteri Bottas á ráspól í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes náði ráspól í Austurríki. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji en Hamilton ræsir áttundi vegna fimm sæta refsingar. 8. júlí 2017 12:52