Fagnar stærra ábyrgðarhlutverki Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2017 06:00 Sif Atladóttir er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins sem hefur leik á EM 18. júlí. vísir/Ernir Sif Atladóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu lengi og er á leiðinni á sitt þriðja stórmót með íslenska liðinu. Fréttablaðið hitti á hana fyrir æfingu landsliðsins á dögunum og heyrði í henni hljóðið. „Stemmingin er bara góð. Ég er búin að eiga góða fyrstu daga og maður er spenntur fyrir deginum í dag,“ sagði Sif, en landsliðið var að koma saman á sína fyrstu æfingu fyrir Evrópumótið í Hollandi sem hefst sunnudaginn 16. júlí. Ísland spilar í C-riðli og hefur leik gegn Frökkum þriðjudaginn 18. júlí. Hvernig er að vera á leiðinni á sitt þriðja stórmót?„Hvert stórmót er sérstakt út af fyrir sig, en maður er kannski rólegri í ár miðað við áður. Þetta er fyrsta stórmótið þar sem maður er í formi, fyrir utan kannski 2009 þar sem ég var mest bara á bekknum, því 2013 þá var ég svo mikið meidd, þannig að þetta verður spennandi.“ Þrátt fyrir meiðsli byrjaði Sif þrjá af fjórum leikjum Íslands á Evrópumótinu árið 2013 og var lykilmaður í varnarlínu Íslands. Hún verður 32 ára daginn áður en Evrópumótið verður sett og er einn af reyndustu leikmönnum liðsins, með 50 landsleiki að baki.Kynslóðaskipti í liðinu Undanfarið hafa verið ákveðin kynslóðaskipti í landsliðinu, reyndir leikmenn hafa verið að leggja skóna á hilluna og yngri að stíga fram í sviðsljósið. Spurð út í hvernig hún upplifi þessar breytingar sagði Sif: „Þetta er bara gaman. Það er ógeðslega gaman að sjá þessar stelpur koma upp og stíga upp á þetta stig. Það sýnir hvað íslensk knattspyrna er frábær og á leiðinni upp. Það þýðir að ég fæ kannski meiri ábyrgð heldur en maður hefur verið með, en maður tekur því fagnandi.“ Eftir farsælan feril skyldi fáa undra þótt Sif væri sjálf með hugann við að leggja frá sér landsliðsskóna. Aðspurð segist hún þó ekki vera farin að huga að því. „Nei, á meðan líkaminn heldur og þetta er skemmtilegt þá sér maður enga ástæðu til að hætta. Það er HM eftir tvö ár og af hverju ekki að stefna þangað eins og að stefna á EM 2017?“ Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni heimsmeistaramóts og því ekki skrítið að hugurinn stefni þangað, en Sif vildi þó ekki gefa neitt út um þau markmið. „Við byrjum á þessu núna í sumar og svo ræðum við hitt í haust,“ sagði Sif glöð í bragði.Sjöunda árið í Svíþjóð Sif hefur verið á mála hjá sænska liðinu Kristianstad síðan árið 2011 og byrjar sitt sjöunda ár hjá liðinu í haust. Hún hefur spilað 72 leiki fyrir félagið sem er í efstu deild í Svíþjóð. Spurð hvort hún ætli sér að vera þar um ókomna tíð segir Sif: „Já, á meðan líkaminn heldur og maður nær að halda tempói og fólk vill hafa mann í liðinu. Ég held það sé nú mest það, að maður sé að standa sig vel og halda áfram að fá tækifæri til þess að spila við þá bestu, á móti þeim bestu og með þeim bestu.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
Sif Atladóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu lengi og er á leiðinni á sitt þriðja stórmót með íslenska liðinu. Fréttablaðið hitti á hana fyrir æfingu landsliðsins á dögunum og heyrði í henni hljóðið. „Stemmingin er bara góð. Ég er búin að eiga góða fyrstu daga og maður er spenntur fyrir deginum í dag,“ sagði Sif, en landsliðið var að koma saman á sína fyrstu æfingu fyrir Evrópumótið í Hollandi sem hefst sunnudaginn 16. júlí. Ísland spilar í C-riðli og hefur leik gegn Frökkum þriðjudaginn 18. júlí. Hvernig er að vera á leiðinni á sitt þriðja stórmót?„Hvert stórmót er sérstakt út af fyrir sig, en maður er kannski rólegri í ár miðað við áður. Þetta er fyrsta stórmótið þar sem maður er í formi, fyrir utan kannski 2009 þar sem ég var mest bara á bekknum, því 2013 þá var ég svo mikið meidd, þannig að þetta verður spennandi.“ Þrátt fyrir meiðsli byrjaði Sif þrjá af fjórum leikjum Íslands á Evrópumótinu árið 2013 og var lykilmaður í varnarlínu Íslands. Hún verður 32 ára daginn áður en Evrópumótið verður sett og er einn af reyndustu leikmönnum liðsins, með 50 landsleiki að baki.Kynslóðaskipti í liðinu Undanfarið hafa verið ákveðin kynslóðaskipti í landsliðinu, reyndir leikmenn hafa verið að leggja skóna á hilluna og yngri að stíga fram í sviðsljósið. Spurð út í hvernig hún upplifi þessar breytingar sagði Sif: „Þetta er bara gaman. Það er ógeðslega gaman að sjá þessar stelpur koma upp og stíga upp á þetta stig. Það sýnir hvað íslensk knattspyrna er frábær og á leiðinni upp. Það þýðir að ég fæ kannski meiri ábyrgð heldur en maður hefur verið með, en maður tekur því fagnandi.“ Eftir farsælan feril skyldi fáa undra þótt Sif væri sjálf með hugann við að leggja frá sér landsliðsskóna. Aðspurð segist hún þó ekki vera farin að huga að því. „Nei, á meðan líkaminn heldur og þetta er skemmtilegt þá sér maður enga ástæðu til að hætta. Það er HM eftir tvö ár og af hverju ekki að stefna þangað eins og að stefna á EM 2017?“ Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni heimsmeistaramóts og því ekki skrítið að hugurinn stefni þangað, en Sif vildi þó ekki gefa neitt út um þau markmið. „Við byrjum á þessu núna í sumar og svo ræðum við hitt í haust,“ sagði Sif glöð í bragði.Sjöunda árið í Svíþjóð Sif hefur verið á mála hjá sænska liðinu Kristianstad síðan árið 2011 og byrjar sitt sjöunda ár hjá liðinu í haust. Hún hefur spilað 72 leiki fyrir félagið sem er í efstu deild í Svíþjóð. Spurð hvort hún ætli sér að vera þar um ókomna tíð segir Sif: „Já, á meðan líkaminn heldur og maður nær að halda tempói og fólk vill hafa mann í liðinu. Ég held það sé nú mest það, að maður sé að standa sig vel og halda áfram að fá tækifæri til þess að spila við þá bestu, á móti þeim bestu og með þeim bestu.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira