Carlos Sainz líklegst á förum frá Toro Rosso Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. júlí 2017 22:15 Carlos Sainz í Austurríki í dag. Vísir/Getty Carlos Sainz, spænski ökumaður Toro Rosso liðsins í Formúlu 1 segir ólíklegt að hann verði hjá liðinu á næsta ári. Sainz hafnaði tilboði frá Renault liðinu fyrir yfirstandandi tímabil. Hann valdi í staðinn að halda sig innan Red Bull fjölskyldunnar til að sanna að hann geti tekið að sér akstur fyrir lið í fremstu röð. Engin staða virðist ætla að losna fyrir Sainz hjá systurliði Toro Rosso, Red Bull. Bæði Daniel Ricciardo og Max Verstappen ökumenn Red Bull eru samningsbundnir liðinu á næsta ári. „Það er enn mikið eftir af tímabilinu og þessi orðrómur er alltaf á kreiki. Mitt helsta markmið er að vera með Red Bull liðinu á næsta ári og byrja að berjast um verðlaunasæti og vinna keppnir,“ sagði Sainz við blaðamenn Autosport í Austurríki í dag. „Ég ætla að reyna að láta það gerast. Ef það gerist ekki þá er fjórða árið með Toro Rosso ólíklegt og ég mun ekki loka á nein tækifæri. Ég er reiðubúinn að taka næsta skref á mínum ferli,“ hélt Sainz áfram. Sainz er heilum 25 stigum ofar í heimsmeistarakeppni ökumanna en liðsfélagi sinn, Daniil Kvyat. Sainz segist ætla að einbeita sér að því að standa sig á brautinni. „Ég þarf að sinna vinnu minni sem er að aka bíl eins hratt og hann kemst. Mér líður vel í liðinu og ég hef trú á mér og bílnum, þetta er allt afar jákvætt eins og er,“ sagði Sainz. Formúla Tengdar fréttir Jackie Stewart: Vettel var plataður til í að gera stór mistök Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi veitt Sebastian Vettel í gildru í Bakú síðustu helgi. 4. júlí 2017 21:30 Robert Kubica keyrir fyrir Renault á ný Pólski ökuþórinn Robert Kubica er kominn aftur undir stýri á Formúlu 1 kappakstursbíl eftir að hafa lent í árekstri 2011. 4. júlí 2017 23:30 Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Carlos Sainz, spænski ökumaður Toro Rosso liðsins í Formúlu 1 segir ólíklegt að hann verði hjá liðinu á næsta ári. Sainz hafnaði tilboði frá Renault liðinu fyrir yfirstandandi tímabil. Hann valdi í staðinn að halda sig innan Red Bull fjölskyldunnar til að sanna að hann geti tekið að sér akstur fyrir lið í fremstu röð. Engin staða virðist ætla að losna fyrir Sainz hjá systurliði Toro Rosso, Red Bull. Bæði Daniel Ricciardo og Max Verstappen ökumenn Red Bull eru samningsbundnir liðinu á næsta ári. „Það er enn mikið eftir af tímabilinu og þessi orðrómur er alltaf á kreiki. Mitt helsta markmið er að vera með Red Bull liðinu á næsta ári og byrja að berjast um verðlaunasæti og vinna keppnir,“ sagði Sainz við blaðamenn Autosport í Austurríki í dag. „Ég ætla að reyna að láta það gerast. Ef það gerist ekki þá er fjórða árið með Toro Rosso ólíklegt og ég mun ekki loka á nein tækifæri. Ég er reiðubúinn að taka næsta skref á mínum ferli,“ hélt Sainz áfram. Sainz er heilum 25 stigum ofar í heimsmeistarakeppni ökumanna en liðsfélagi sinn, Daniil Kvyat. Sainz segist ætla að einbeita sér að því að standa sig á brautinni. „Ég þarf að sinna vinnu minni sem er að aka bíl eins hratt og hann kemst. Mér líður vel í liðinu og ég hef trú á mér og bílnum, þetta er allt afar jákvætt eins og er,“ sagði Sainz.
Formúla Tengdar fréttir Jackie Stewart: Vettel var plataður til í að gera stór mistök Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi veitt Sebastian Vettel í gildru í Bakú síðustu helgi. 4. júlí 2017 21:30 Robert Kubica keyrir fyrir Renault á ný Pólski ökuþórinn Robert Kubica er kominn aftur undir stýri á Formúlu 1 kappakstursbíl eftir að hafa lent í árekstri 2011. 4. júlí 2017 23:30 Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jackie Stewart: Vettel var plataður til í að gera stór mistök Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi veitt Sebastian Vettel í gildru í Bakú síðustu helgi. 4. júlí 2017 21:30
Robert Kubica keyrir fyrir Renault á ný Pólski ökuþórinn Robert Kubica er kominn aftur undir stýri á Formúlu 1 kappakstursbíl eftir að hafa lent í árekstri 2011. 4. júlí 2017 23:30
Vettel ekki refsað fyrir að aka utan í Hamilton Ótrúleg uppákoma í kappakstrinum í Aserbaísjan mun ekki draga dilk á eftir sér. 3. júlí 2017 18:32