Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2017 21:15 Taka þarf tillit til ótal þátta þegar hitastig nærri yfirborði jarðar er mælt úr geimnum, þar á meðal til hnignunar brauta gervitungla. Vísir/EPA Gervihnattamælingar á hitastigi á jörðinni sýna nú sömu hröðu hlýnunina og hitamælar á jörðu niðri eftir leiðréttingar sem gerðar voru á mæliröð í nýrri rannsókn. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi vísað til munar á milli gervihnattamælinga og athugana við yfirborð jarðar til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu tvo áratugina. Á sama tíma og hitamælar á jörðu niðri hafa sýnt áframhaldandi hlýnun jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa mælingar á hitanum í neðri lögum veðrahvolfsins af braut um jörðu sýnt lægra hitastig. Munurinn hefur valdið vísindamönnum heilabrotum en þeir sem hafa viljað afneita viðteknum loftslagsvísindum hafa vísað til munarins til sá fræjum efasemda um hvort að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Hafa þeir bent á gervihnattamælingar og sagt að engin merkjanleg hlýnun hafi átt sér stað frá 10. áratug síðustu aldar.140% meiri hlýnun eftir leiðréttingunaÍ nýrri rannsókn Carls Mears og Franks Wentz frá rannsóknafyrirtækinu Remote Sensing Systems sem birtist í Journal of Climate leiðrétta þeir aðra af tveimur helstu gervihnattamæliröðunum og komast að því að hún sýni sömu hlýnun og aðrar athuganir Þeir segja að leiðréttingarnar hafi verið nauðsynlegar þar sem að fram að þessu hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að gervitunglin sem mæla hitann gera það á mismunandi tímum dags. Mæliröðin byggist á athugunum fjölda gervitungla yfir lengri tíma. Braut þeirra hnignar með tímanum og því getur misræmi myndast í hvenær þau gera athuganir sínar að því er segir í umfjöllun Washington Post.Leiðréttu mælingarnar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri. Blá línan sýnir mælingar NASA á jörðu niðri, sú rauða leiðréttar mælingar RSS.Carbon BriefEftir leiðréttinguna sýnir mæliröðin 140% meiri hlýnun en áður frá árinu 1998 samkvæmt greiningu loftslagsvísindamannsins Zeke Hausfather, á vefsíðunni Carbon Brief. Hlýnunin hafi því verið 36% hraðari en mælingarnar sýndu upphaflega. Nú eru gervihnattamælingarnar í góðu samræmi við bæði athuganir stofnana eins og NASA og bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á jörðu niðri og úr veðurloftbelgjum. Gervihnattamælingar á hitastigi jarðar hófust á seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og hafa þær verið gerðar með fimmtán gervihnöttum. Auk Remote Sensing Systems (RSS) hefur Háskólinn í Alabama í Huntsville haldið gevihnattamæliröð. Sú sýnir enn sem komið er minni hlýnun en RSS-mæliröðin. John Christy, loftslagsvísindamaður sem vinnur við mæliröðina í Alabama, heldur því fram við Washington Post að mælingar hans séu í betra samræmi við loftbelgjamælingar en röð RSS. Ben Santer, loftslagsvísindamaður við Lawrence Livermore National Laboratory, segir við blaðið að leiðréttingar Mears og Wentz sýni fram á nauðsyn þess að endurskoða reglulegar vísindalegar aðferðir til að fá nákvæmari niðurstöður. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Gervihnattamælingar á hitastigi á jörðinni sýna nú sömu hröðu hlýnunina og hitamælar á jörðu niðri eftir leiðréttingar sem gerðar voru á mæliröð í nýrri rannsókn. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi vísað til munar á milli gervihnattamælinga og athugana við yfirborð jarðar til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu tvo áratugina. Á sama tíma og hitamælar á jörðu niðri hafa sýnt áframhaldandi hlýnun jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa mælingar á hitanum í neðri lögum veðrahvolfsins af braut um jörðu sýnt lægra hitastig. Munurinn hefur valdið vísindamönnum heilabrotum en þeir sem hafa viljað afneita viðteknum loftslagsvísindum hafa vísað til munarins til sá fræjum efasemda um hvort að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Hafa þeir bent á gervihnattamælingar og sagt að engin merkjanleg hlýnun hafi átt sér stað frá 10. áratug síðustu aldar.140% meiri hlýnun eftir leiðréttingunaÍ nýrri rannsókn Carls Mears og Franks Wentz frá rannsóknafyrirtækinu Remote Sensing Systems sem birtist í Journal of Climate leiðrétta þeir aðra af tveimur helstu gervihnattamæliröðunum og komast að því að hún sýni sömu hlýnun og aðrar athuganir Þeir segja að leiðréttingarnar hafi verið nauðsynlegar þar sem að fram að þessu hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að gervitunglin sem mæla hitann gera það á mismunandi tímum dags. Mæliröðin byggist á athugunum fjölda gervitungla yfir lengri tíma. Braut þeirra hnignar með tímanum og því getur misræmi myndast í hvenær þau gera athuganir sínar að því er segir í umfjöllun Washington Post.Leiðréttu mælingarnar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri. Blá línan sýnir mælingar NASA á jörðu niðri, sú rauða leiðréttar mælingar RSS.Carbon BriefEftir leiðréttinguna sýnir mæliröðin 140% meiri hlýnun en áður frá árinu 1998 samkvæmt greiningu loftslagsvísindamannsins Zeke Hausfather, á vefsíðunni Carbon Brief. Hlýnunin hafi því verið 36% hraðari en mælingarnar sýndu upphaflega. Nú eru gervihnattamælingarnar í góðu samræmi við bæði athuganir stofnana eins og NASA og bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á jörðu niðri og úr veðurloftbelgjum. Gervihnattamælingar á hitastigi jarðar hófust á seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og hafa þær verið gerðar með fimmtán gervihnöttum. Auk Remote Sensing Systems (RSS) hefur Háskólinn í Alabama í Huntsville haldið gevihnattamæliröð. Sú sýnir enn sem komið er minni hlýnun en RSS-mæliröðin. John Christy, loftslagsvísindamaður sem vinnur við mæliröðina í Alabama, heldur því fram við Washington Post að mælingar hans séu í betra samræmi við loftbelgjamælingar en röð RSS. Ben Santer, loftslagsvísindamaður við Lawrence Livermore National Laboratory, segir við blaðið að leiðréttingar Mears og Wentz sýni fram á nauðsyn þess að endurskoða reglulegar vísindalegar aðferðir til að fá nákvæmari niðurstöður.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira