Leiknir R. mætir Íslandsmeisturum FH í undanúrslitum Borgunarbikars karla. Leiknismenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á ÍA í gær.
Í hinum undanúrslitleiknum í karlaflokki fær Stjarnan ÍBV í heimsókn.
Í kvennaflokki mætir Stjarnan Val og ÍBV fær Grindavík í heimsókn.
Karlaleikirnir fara fram 27. og 28. júlí og kvennaleikirnir 13. ágúst.
