Mamma vildi ekki að ég spilaði íshokkí Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2017 06:00 Cloe Lacasse í leik með ÍBV. Vísir „Ég get ekki kvartað þessa dagana. Sjálfstraustið er mikið þar sem ég er að skora og svo er liðið að vinna leiki,“ segir Cloé Lacasse, framherji ÍBV í Pepsi-deild kvenna, glaðbeitt en þessi 24 ára gamli kanadíski leikmaður hefur verið óstöðvandi síðustu vikur. Lacasse, sem er að spila sitt þriðja tímabil með Eyjaliðinu, er markahæst í deildinni með ellefu mörk en hlé verður nú gert á deildinni fram yfir EM í Hollandi. ÍBV er þess utan búið að vinna fimm leiki í röð. „Þetta er allt að smella hjá okkur í nýja leikkerfinu. Það hentar liðinu mjög vel. Það eru líka margir að skora þannig það er erfitt að verjast okkur. Við þekkjum betur inn á okkar styrkleika og veikleika og það hjálpar okkur að ná markmiðum okkar sem eru að vinna titilinn,“ segir Cloé sem er búin að skora 31 mark í 46 deildarleikjum fyrir ÍBV.Mamma vildi „tana“ Clóe er frá bænum Sudbury í Ontario í Kanada þar sem búa ríflega 150.000 manns. Aðspurð hvort þar sé rík fótboltamenning hlær Cloé og er fljót til svars: „Nei, það er íshokkíbær.“ Auðvitað. En ekki hvað? Fá lönd elska íshokkí meira en Kanada en það er þjóðarsportið þar í landi. Hvernig endaði Cloé, frá þessum mikla hokkíbæ, þá í fótbolta? „Mamma vildi ekki að ég færi í íshokkí því hún sagðist ekki vilja hanga inni í köldum höllum til að horfa á mig spila. Hún vildi vera úti á sumrin og vinna í „taninu“ og þess vegna fór ég í fótbolta,“ segir Cloé og hlær. Eyjakonur þakka sólbrúnu móður hennar mikið fyrir þessa ákvörðun enda var það líka augljóst frekar snemma að Cloé kynni sitthvað fyrir sér í sportinu. „Ég var fljótlega komin í sterkt lið í bænum mínum sem er með ansi góð lið og þegar ég fór að fá meiri athygli komst í ég lið í Toronto. Ég komst svo í háskóla í Iowa sem var alveg frábært. Þar æfðum við við bestu aðstæður og maður fékk allt sem maður vildi,“ segir Cloé sem var stigahæsti (mörk plús stoðsendingar) leikmaður skólans síns öll fjögur árin sem hún spilaði þar.Evrópa frekar en Ameríka Cloé stóð sig svo vel í háskólaboltanum að hún fékk boð um að halda áfram að spila vestanhafs sem atvinnumaður. Hún kaus frekar að fara til Íslands að spila. „Ég fékk boð frá Bandaríkjunum og líka liðum frá öðrum löndum í Evrópu en mér fannst þetta henta mér. Ég vildi alltaf komast eitthvað burt og nýta fótboltann til að upplifa eitthvað annað og meira,“ segir Cloé sem nýtur lífsins í Vestmannaeyjum. „Það er alveg æðislegt að vera hérna og fólkið er svo gott. Eyjan og þetta land í heildina er ótrúlega fallegt allt saman,“ segir hún en er ekkert erfitt fyrir einhvern sem hefur búið í Kanada og Bandaríkjunum að aðlagast lífinu í Eyjum? „Það getur alveg verið erfitt að sumu leyti en þetta er bara minni Reykjavík. Í Reykjavík er endalaust af kaffihúsum en við erum með fjögur. Það er bara allt aðeins minna í sniðum. Það er erfiðara að fela sig ef maður vill ekki hitta neinn því hér þekkja allir alla.“Slógust í fyrra – vinkonur í dag Cloé er ekki þekkt fyrir mikinn æsing á vellinum en upp úr sauð hjá henni og Rut Kristjánsdóttur, leikmanni Fylkis, í Árbænum á síðustu leiktíð. Þær stöllurnar bókstaflega slógust á miðjum vellinum. Það vakti því óneitanlega athygli þegar Rut var fengin til Eyja fyrir sumarið. „Ég vissi að einhver myndi spyrja um þetta á endanum,“ segir Cloé og hlær dátt. „Mér var ekkert sagt af þessu fyrr en ég mætti aftur til Íslands og var að fara að spila æfingaleik. Þá var mér sagt að mér gæti aðeins brugðið þegar ég kæmi inn í klefann því þar var Rut. Ég vissi því bara af því að hún væri komin í ÍBV rétt áður en ég labbaði inn í klefann,“ segir hún en þær voru fljótar að klára málið og eru vinkonur í dag. „Ég heilsaði Rut en hún var eitthvað sein til svars til að byrja með. Síðan ræddum við þetta og í dag erum við bestu vinkonur og hlæjum reglulega að þessu öllu saman,“ segir Cloé Lacasse. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
„Ég get ekki kvartað þessa dagana. Sjálfstraustið er mikið þar sem ég er að skora og svo er liðið að vinna leiki,“ segir Cloé Lacasse, framherji ÍBV í Pepsi-deild kvenna, glaðbeitt en þessi 24 ára gamli kanadíski leikmaður hefur verið óstöðvandi síðustu vikur. Lacasse, sem er að spila sitt þriðja tímabil með Eyjaliðinu, er markahæst í deildinni með ellefu mörk en hlé verður nú gert á deildinni fram yfir EM í Hollandi. ÍBV er þess utan búið að vinna fimm leiki í röð. „Þetta er allt að smella hjá okkur í nýja leikkerfinu. Það hentar liðinu mjög vel. Það eru líka margir að skora þannig það er erfitt að verjast okkur. Við þekkjum betur inn á okkar styrkleika og veikleika og það hjálpar okkur að ná markmiðum okkar sem eru að vinna titilinn,“ segir Cloé sem er búin að skora 31 mark í 46 deildarleikjum fyrir ÍBV.Mamma vildi „tana“ Clóe er frá bænum Sudbury í Ontario í Kanada þar sem búa ríflega 150.000 manns. Aðspurð hvort þar sé rík fótboltamenning hlær Cloé og er fljót til svars: „Nei, það er íshokkíbær.“ Auðvitað. En ekki hvað? Fá lönd elska íshokkí meira en Kanada en það er þjóðarsportið þar í landi. Hvernig endaði Cloé, frá þessum mikla hokkíbæ, þá í fótbolta? „Mamma vildi ekki að ég færi í íshokkí því hún sagðist ekki vilja hanga inni í köldum höllum til að horfa á mig spila. Hún vildi vera úti á sumrin og vinna í „taninu“ og þess vegna fór ég í fótbolta,“ segir Cloé og hlær. Eyjakonur þakka sólbrúnu móður hennar mikið fyrir þessa ákvörðun enda var það líka augljóst frekar snemma að Cloé kynni sitthvað fyrir sér í sportinu. „Ég var fljótlega komin í sterkt lið í bænum mínum sem er með ansi góð lið og þegar ég fór að fá meiri athygli komst í ég lið í Toronto. Ég komst svo í háskóla í Iowa sem var alveg frábært. Þar æfðum við við bestu aðstæður og maður fékk allt sem maður vildi,“ segir Cloé sem var stigahæsti (mörk plús stoðsendingar) leikmaður skólans síns öll fjögur árin sem hún spilaði þar.Evrópa frekar en Ameríka Cloé stóð sig svo vel í háskólaboltanum að hún fékk boð um að halda áfram að spila vestanhafs sem atvinnumaður. Hún kaus frekar að fara til Íslands að spila. „Ég fékk boð frá Bandaríkjunum og líka liðum frá öðrum löndum í Evrópu en mér fannst þetta henta mér. Ég vildi alltaf komast eitthvað burt og nýta fótboltann til að upplifa eitthvað annað og meira,“ segir Cloé sem nýtur lífsins í Vestmannaeyjum. „Það er alveg æðislegt að vera hérna og fólkið er svo gott. Eyjan og þetta land í heildina er ótrúlega fallegt allt saman,“ segir hún en er ekkert erfitt fyrir einhvern sem hefur búið í Kanada og Bandaríkjunum að aðlagast lífinu í Eyjum? „Það getur alveg verið erfitt að sumu leyti en þetta er bara minni Reykjavík. Í Reykjavík er endalaust af kaffihúsum en við erum með fjögur. Það er bara allt aðeins minna í sniðum. Það er erfiðara að fela sig ef maður vill ekki hitta neinn því hér þekkja allir alla.“Slógust í fyrra – vinkonur í dag Cloé er ekki þekkt fyrir mikinn æsing á vellinum en upp úr sauð hjá henni og Rut Kristjánsdóttur, leikmanni Fylkis, í Árbænum á síðustu leiktíð. Þær stöllurnar bókstaflega slógust á miðjum vellinum. Það vakti því óneitanlega athygli þegar Rut var fengin til Eyja fyrir sumarið. „Ég vissi að einhver myndi spyrja um þetta á endanum,“ segir Cloé og hlær dátt. „Mér var ekkert sagt af þessu fyrr en ég mætti aftur til Íslands og var að fara að spila æfingaleik. Þá var mér sagt að mér gæti aðeins brugðið þegar ég kæmi inn í klefann því þar var Rut. Ég vissi því bara af því að hún væri komin í ÍBV rétt áður en ég labbaði inn í klefann,“ segir hún en þær voru fljótar að klára málið og eru vinkonur í dag. „Ég heilsaði Rut en hún var eitthvað sein til svars til að byrja með. Síðan ræddum við þetta og í dag erum við bestu vinkonur og hlæjum reglulega að þessu öllu saman,“ segir Cloé Lacasse.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira