Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær.
Þetta var fyrsti sigur hinnar 24 ára gömlu Kang á risamóti á ferlinum. Hún lék hringina fjóra á samtals 13 höggum undir pari.
Kang var einu höggi á undan Brooke M. Henderson frá Kanada sem vann mótið í fyrra.
Fimm kylfingar frá Suður-Kóreu röðuðu sér svo í næstu fimm sætin.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var á meðal keppenda á mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún var fyrst Íslendinga til að keppa á risamóti í golfi.
