Seðlabankastjóri segir peningamálastefnuna gagnast vel í baráttu við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 14:56 Seðlabankastjóri segir að peningamálastefna segir mjög skýr merki um að mikill árangur hafi náðst með peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólga hafi verið innan markmiða bankans um nokkurn tíma og trúin á að takast muni að halda verðbólgu við markmiðin langt fram í tímann hafi stóreflst. Nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabankans en í dag er hennar meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir núverandi peningamálastefnu hafa reynst vel. Fjármálaráðherra og fleiri vilja hins vegar að í peningamálastefnunni felist einnig markmið í gjaldmiðilsmálum eða varðandi gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er þörf á að breyta á einhvern hátt peningastefnunni til að bankinn geti sinnt sínu hlutverki betur? „Bankinn hefur verið að sinna sínu hlutverki ansi vel upp á síðkastið. Það eru mjög skýr merki um að það sé að nást mjög mikill árangur með peningastefnunni. Því að okkar markmið, og það sem við getum til lengdar, er að halda verðbólgu innan einhverra marka,“ segir Már. Verðbólga hafi verið aðeins undir markmiðum Seðlabankans upp á síðkastið en það hafi heldur ekki verið mikið hrópað þegar verðbólgan var aðeins yfir markmiðinu á sínum tíma. Það sé aftur aðallega vegna alþjóðlegra aðstæðna sem verðbólgan sé undir markmiðinu nú eins og víða annars staðar. „En verðbólguvæntingarnar eru við markmiðið. Þær voru það ekki lengi vel. Það er trúin á verðbólgumarkmiðið og trúin á að okkur muni takast að halda verðbólgunni á þessu stigi langt fram í tímann; hún hefur stóreflst. Seðlabankinn er þannig að skila sínu,“ segir seðlabankastjóri. Aftur á móti geti verið þörf á að gera alls konar breytingar á grundvelli þessa markmiðs sem lúti að samspili peningastefnunnar við aðrar stefnur, eins og ríkisfjármálastefnuna, þjóðhagsvarúð og hvernig verðbólgumarkmiðið er nákvæmlega formúlerað. Það verði skoðað á næstu mánuðum og misserum og þar hafi Seðlabankinn ákveðnar hugmyndir. „En breytingar á ramma peningamálastefnunnar munu engu breyta um það sem ég var að tala um hér áðan. Það verða alltaf sveiflur í raungenginu. Ef það verða búhnykkir fara raunlaun í landinu upp og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum og þegar verða áföll fara raunlaunin niður og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum. Það bara gerist eftir mismunandi leiðum,“ segir Már Guðmundsson. Íslenska krónan Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að peningamálastefna segir mjög skýr merki um að mikill árangur hafi náðst með peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólga hafi verið innan markmiða bankans um nokkurn tíma og trúin á að takast muni að halda verðbólgu við markmiðin langt fram í tímann hafi stóreflst. Nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabankans en í dag er hennar meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir núverandi peningamálastefnu hafa reynst vel. Fjármálaráðherra og fleiri vilja hins vegar að í peningamálastefnunni felist einnig markmið í gjaldmiðilsmálum eða varðandi gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er þörf á að breyta á einhvern hátt peningastefnunni til að bankinn geti sinnt sínu hlutverki betur? „Bankinn hefur verið að sinna sínu hlutverki ansi vel upp á síðkastið. Það eru mjög skýr merki um að það sé að nást mjög mikill árangur með peningastefnunni. Því að okkar markmið, og það sem við getum til lengdar, er að halda verðbólgu innan einhverra marka,“ segir Már. Verðbólga hafi verið aðeins undir markmiðum Seðlabankans upp á síðkastið en það hafi heldur ekki verið mikið hrópað þegar verðbólgan var aðeins yfir markmiðinu á sínum tíma. Það sé aftur aðallega vegna alþjóðlegra aðstæðna sem verðbólgan sé undir markmiðinu nú eins og víða annars staðar. „En verðbólguvæntingarnar eru við markmiðið. Þær voru það ekki lengi vel. Það er trúin á verðbólgumarkmiðið og trúin á að okkur muni takast að halda verðbólgunni á þessu stigi langt fram í tímann; hún hefur stóreflst. Seðlabankinn er þannig að skila sínu,“ segir seðlabankastjóri. Aftur á móti geti verið þörf á að gera alls konar breytingar á grundvelli þessa markmiðs sem lúti að samspili peningastefnunnar við aðrar stefnur, eins og ríkisfjármálastefnuna, þjóðhagsvarúð og hvernig verðbólgumarkmiðið er nákvæmlega formúlerað. Það verði skoðað á næstu mánuðum og misserum og þar hafi Seðlabankinn ákveðnar hugmyndir. „En breytingar á ramma peningamálastefnunnar munu engu breyta um það sem ég var að tala um hér áðan. Það verða alltaf sveiflur í raungenginu. Ef það verða búhnykkir fara raunlaun í landinu upp og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum og þegar verða áföll fara raunlaunin niður og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum. Það bara gerist eftir mismunandi leiðum,“ segir Már Guðmundsson.
Íslenska krónan Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira