Tilraun skilar metveiði á laxi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júlí 2017 06:00 Þjórsá er straumþung og jökullituð og lítur við fyrstu sýn ekki út sem vænleg til laxveiða þar sem hún streymir niður Urriðafoss. vísir/anton „Þetta er að ganga svona svakalega vel,“ segir Einar Haraldsson, stórbóndi á Urriðafossi, þar sem tilraun með stangveiði á laxi hefur staðið í sumar. Lax hefur til þessa verið veiddur í net af Urriðafossbændum. Straumþung og jökullituð Þjórsáin hefur ekki þótt árennileg til stangveiða, hvað þá Urriðafoss sjálfur. Margir hafa þó spreytt sig segir Einar.Einar Haraldsson heldur enn sem komið áfram laxveiðum í net neðan við Urriðafoss. Myndin er tekin 2013.vísir/gva„Allir sem reyndu þetta þar til fyrir þremur árum síðan voru einfaldlega taldir skrítnir. Það þýddi ekki neitt og það fékk aldrei neinn fisk,“ segir Einar. „En svo verður einhver breyting; meiri laxagengd eða einhver breyting á ánni, veðurfari eða einhverju slíku þannig að þetta verður hægt – og gengur bara bullandi vel.“ Að sögn Einars er laxinn aðallega veiddur á maðk. „En svo hafa þeir meira að segja verið að fá hann á flugu, eiginlega í fossinum sjálfum og aðeins fyrir ofan foss líka.“ Einar segir að fyrir þremur árum hafi einn og einn maður byrjað að veiða fisk við Urriðafoss. „Ég var alltaf að leyfa mönnum að veiða af því að ég taldi vonlaust að þeir gætu veitt nokkuð. Svo í fyrra þá bara veiddist heilmikið,“ segir hann. Þá hafi Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sóst eftir að leigja svæðið. Bæði Einar sjálfur og aðrir er verulega ánægðir með hvernig til hefur tekist. Komnir séu 365 laxar á þær tvær stangir sem veitt hafi verið á frá 1. júní og enn sé mikið eftir af veiðitímabilinu. Aðeins hafa veiðst fleiri laxar í Þverá-Kjarrá þar sem komnir eru 408 laxar á 14 stangir og í Norðurá þar sem veiðin er 391 lax á tólf stangir. Veiðin á hverja stöng er því fimm- til sexfalt meiri á Urriðafossi heldur en í áðurnefndum borgfirskum stórám. „Það eru allir glimrandi ánægðir,“ segir Einar sem kveður líklegt, miðað við núverandi gengi, að samningurinn verði framlengdur. „Maður getur ekkert sagt til um hvernig þetta fer og endar en eins og staðan er núna þá eru allar líkur á því að stangaveiðin gefi meiri pening heldur en netaveiðin.“Einar Haraldsson á Urriðafossi.vísir/gvaEinar hefur veitt mikið og vel í net og selt lax í Melabúðina í Reykjavík. Hann kveðst enn sem komið er halda hluta netanna áfram og selja lax. „En þegar svona lagað er uppi í dæminu, að svona tilraunár eru að gefa svona vel, þá gefur það einfaldlega meiri pening heldur en að vera að streða við að veiða laxinn í net,“ segir Einar. Netaveiðin hefur verið fastur þáttur í búskap Einars á Urriðafossi og aðspurður segist hann örugglega eiga eftir að sakna hennar ef hún hverfur. „Þegar maður er búinn að gera þetta í yfir þrjátíu ár og finnst þetta gaman þá hlýtur maður að sakna þess,“ segir hann. Aðsókn ferðamanna að Urriðafossi hefur að sögn Einars tvöfaldast milli ára frá því í fyrra. Laxveiðin veki mikla athygli. „Maður hefur séð hópa standa á bakkanum og horfa á veiðimenn eiga við lax og klappa svo og hrópa þegar þeir landa fiskinum,“ lýsir Einar stemningunni. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt og ákveðin upplifun fyrir ferðamenn líka.“ Uppselt er í laxveiðina í Urriðafossi út júlí. Þar eru seldar tvær stangir saman. En hverjir eru það sem stunda stangveiðar í Urriðafossi? „Allir sem voru nógu fljótir að kaupa sér veiðileyfi,“ svarar Einar bóndi. Birtist í Fréttablaðinu Stangveiði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
„Þetta er að ganga svona svakalega vel,“ segir Einar Haraldsson, stórbóndi á Urriðafossi, þar sem tilraun með stangveiði á laxi hefur staðið í sumar. Lax hefur til þessa verið veiddur í net af Urriðafossbændum. Straumþung og jökullituð Þjórsáin hefur ekki þótt árennileg til stangveiða, hvað þá Urriðafoss sjálfur. Margir hafa þó spreytt sig segir Einar.Einar Haraldsson heldur enn sem komið áfram laxveiðum í net neðan við Urriðafoss. Myndin er tekin 2013.vísir/gva„Allir sem reyndu þetta þar til fyrir þremur árum síðan voru einfaldlega taldir skrítnir. Það þýddi ekki neitt og það fékk aldrei neinn fisk,“ segir Einar. „En svo verður einhver breyting; meiri laxagengd eða einhver breyting á ánni, veðurfari eða einhverju slíku þannig að þetta verður hægt – og gengur bara bullandi vel.“ Að sögn Einars er laxinn aðallega veiddur á maðk. „En svo hafa þeir meira að segja verið að fá hann á flugu, eiginlega í fossinum sjálfum og aðeins fyrir ofan foss líka.“ Einar segir að fyrir þremur árum hafi einn og einn maður byrjað að veiða fisk við Urriðafoss. „Ég var alltaf að leyfa mönnum að veiða af því að ég taldi vonlaust að þeir gætu veitt nokkuð. Svo í fyrra þá bara veiddist heilmikið,“ segir hann. Þá hafi Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sóst eftir að leigja svæðið. Bæði Einar sjálfur og aðrir er verulega ánægðir með hvernig til hefur tekist. Komnir séu 365 laxar á þær tvær stangir sem veitt hafi verið á frá 1. júní og enn sé mikið eftir af veiðitímabilinu. Aðeins hafa veiðst fleiri laxar í Þverá-Kjarrá þar sem komnir eru 408 laxar á 14 stangir og í Norðurá þar sem veiðin er 391 lax á tólf stangir. Veiðin á hverja stöng er því fimm- til sexfalt meiri á Urriðafossi heldur en í áðurnefndum borgfirskum stórám. „Það eru allir glimrandi ánægðir,“ segir Einar sem kveður líklegt, miðað við núverandi gengi, að samningurinn verði framlengdur. „Maður getur ekkert sagt til um hvernig þetta fer og endar en eins og staðan er núna þá eru allar líkur á því að stangaveiðin gefi meiri pening heldur en netaveiðin.“Einar Haraldsson á Urriðafossi.vísir/gvaEinar hefur veitt mikið og vel í net og selt lax í Melabúðina í Reykjavík. Hann kveðst enn sem komið er halda hluta netanna áfram og selja lax. „En þegar svona lagað er uppi í dæminu, að svona tilraunár eru að gefa svona vel, þá gefur það einfaldlega meiri pening heldur en að vera að streða við að veiða laxinn í net,“ segir Einar. Netaveiðin hefur verið fastur þáttur í búskap Einars á Urriðafossi og aðspurður segist hann örugglega eiga eftir að sakna hennar ef hún hverfur. „Þegar maður er búinn að gera þetta í yfir þrjátíu ár og finnst þetta gaman þá hlýtur maður að sakna þess,“ segir hann. Aðsókn ferðamanna að Urriðafossi hefur að sögn Einars tvöfaldast milli ára frá því í fyrra. Laxveiðin veki mikla athygli. „Maður hefur séð hópa standa á bakkanum og horfa á veiðimenn eiga við lax og klappa svo og hrópa þegar þeir landa fiskinum,“ lýsir Einar stemningunni. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt og ákveðin upplifun fyrir ferðamenn líka.“ Uppselt er í laxveiðina í Urriðafossi út júlí. Þar eru seldar tvær stangir saman. En hverjir eru það sem stunda stangveiðar í Urriðafossi? „Allir sem voru nógu fljótir að kaupa sér veiðileyfi,“ svarar Einar bóndi.
Birtist í Fréttablaðinu Stangveiði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira