Ringulreið á safnstæðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júlí 2017 20:00 Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Nokkur ringulreið var við safnstæðin í borginni í dag þar sem bílstjórar eru að venjast nýju banni við akstri hópferðabíla sem tók gildi í gær. Níu rútur biðu í röð við stæði sem ætlað er einu til þremur ökutækjum en minni bílar fluttu töskur farþega að stöðvunum. Auk bannsins hefur borgin sett tilmæli um akstursstefnu hópbifreiða um götur í útjaðri bannsvæðisins. Til dæmis er óheimilt að aka upp Njarðargötuna en svokölluðum hoppferðabílar Kynnisferða munu hundsa bannið þar til í ágúst þar sem tíma tekur að aðlaga leiðsögukerfið að nýrri akstursleið. Framkvæmdastjóri Kynnisferða lagði leið sína í bæinn í morgun og fylgdist með gangi mála. „Safnstæðin eru fyrir eina til tvær, kannski þrjár rútur af minni gerðinni. Ég fór og fylgdist með í morgun og sá níu hópferðabíla bíða í röð eftir að komast að safnstæðinu og inn á safnstæðið," segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það var smá ringulreið í fólkinu. Vissi ekki hvert það ætti að fara. Það voru margir bílar og þeir litu margir eins út. En þetta leystist allt á endanum," segir hann. Miðað er við að rútubílstjórar tæmi og fylli rúturnar á fimm á mínútum. Kristján segir það ekki ganga upp. „Í einstaka tilvikum kannski. En þegar þú ert að afferma bíl með 30 til 40 eða 50 farþegum eða að ferma bíl með 30, 40 eða 50 farþegum, þá gengur það ekki," segir hann. Bílstjórar fóru nokkrum sinum inn á bannsvæðið í dag en Kristján segir það meðal annars hafa verið gert til að sækja farþega í neyð. Einnig séu einhverjir bílstjórar á móti banninu og hafa ekki þar með hlýtt því en á því verður tekið. Þá var nokkuð um sendiferðabíla á bannsvæðinu í dag sem fluttu töskur farþega að rútustæðunum. Rútubannið verður endurskoðað hjá borginni í vetur og Kristján telur að ýmislegt mætti þá gera betur. „Ef það á að gera þessi safnstæði að veruleika til framtíðar þarf að gera þau enn betur. Það þarf að merkja þau betur. Við erum ennþá að sjá einkabíla leggja í stæðin. Það þarf að koma upp skýlum svo fólk geti átt einhvern stað á meðan það bíður. Við erum ekki að tala um nokkra einstaklinga. Við erum að tala um jafnvel þúsund manns á dag," segir Kristján. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Nokkur ringulreið var við safnstæðin í borginni í dag þar sem bílstjórar eru að venjast nýju banni við akstri hópferðabíla sem tók gildi í gær. Níu rútur biðu í röð við stæði sem ætlað er einu til þremur ökutækjum en minni bílar fluttu töskur farþega að stöðvunum. Auk bannsins hefur borgin sett tilmæli um akstursstefnu hópbifreiða um götur í útjaðri bannsvæðisins. Til dæmis er óheimilt að aka upp Njarðargötuna en svokölluðum hoppferðabílar Kynnisferða munu hundsa bannið þar til í ágúst þar sem tíma tekur að aðlaga leiðsögukerfið að nýrri akstursleið. Framkvæmdastjóri Kynnisferða lagði leið sína í bæinn í morgun og fylgdist með gangi mála. „Safnstæðin eru fyrir eina til tvær, kannski þrjár rútur af minni gerðinni. Ég fór og fylgdist með í morgun og sá níu hópferðabíla bíða í röð eftir að komast að safnstæðinu og inn á safnstæðið," segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það var smá ringulreið í fólkinu. Vissi ekki hvert það ætti að fara. Það voru margir bílar og þeir litu margir eins út. En þetta leystist allt á endanum," segir hann. Miðað er við að rútubílstjórar tæmi og fylli rúturnar á fimm á mínútum. Kristján segir það ekki ganga upp. „Í einstaka tilvikum kannski. En þegar þú ert að afferma bíl með 30 til 40 eða 50 farþegum eða að ferma bíl með 30, 40 eða 50 farþegum, þá gengur það ekki," segir hann. Bílstjórar fóru nokkrum sinum inn á bannsvæðið í dag en Kristján segir það meðal annars hafa verið gert til að sækja farþega í neyð. Einnig séu einhverjir bílstjórar á móti banninu og hafa ekki þar með hlýtt því en á því verður tekið. Þá var nokkuð um sendiferðabíla á bannsvæðinu í dag sem fluttu töskur farþega að rútustæðunum. Rútubannið verður endurskoðað hjá borginni í vetur og Kristján telur að ýmislegt mætti þá gera betur. „Ef það á að gera þessi safnstæði að veruleika til framtíðar þarf að gera þau enn betur. Það þarf að merkja þau betur. Við erum ennþá að sjá einkabíla leggja í stæðin. Það þarf að koma upp skýlum svo fólk geti átt einhvern stað á meðan það bíður. Við erum ekki að tala um nokkra einstaklinga. Við erum að tala um jafnvel þúsund manns á dag," segir Kristján.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira