Hamilton: Það er ólýsanleg tilfinninga að vinna hérna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júlí 2017 19:45 Lewis Hamilton var hoppandi kátur. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sína fimmtu keppni á Silverstone í dag. Hann var ósnertanlegur í dag og leiddi alla hringina. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það er ólýsanleg tilfinning að vinna hérna, ég er stoltur af því að geta unnið fyrir ykkur. Liðið er búið að vera óskeikult í dag,“ sagði Lewis Hamilton sem var hoppandi kátur eftir keppnina. „Ég er ánægður með daginn. Þetta var erfið keppni, áætlun liðsins gekk alveg upp og sprungna dekkið hjá Kimi [Raikkonen] færði okkur annað sætið,“ sagði Valtteri Bottas sem ræsti níundi og endaði annar í dag. „Við náðum öllu út úr bílnum í dag. Það er bara þannig, þeir voru bara fljótari en við í dag. Ólukkan virðist elta okkur því stuttu eftir að ég sprengdi þá sprengdi Sebastian [Vettel] sem er ótrúlegt,“ sagði Kimi Raikkonen sem sprengdi dekk udir lokin og missti þriðja sætið og náði svo þriðja sætinu aftur. „Þetta kom okkur mikið á óvart. Þessi helgi var nú ekki stórslys fyrir liðið. Við vorum á réttu róli til að ná þriðja eða fjórða sæti. Ég festist fyrir aftan Max Verstappen og það skóp minn dag,“ sagði Sebastian Vettel sem hafnaði í sjöunda sæti. „Ferrari þurfti að sætta sig viðmikla óheppni, við höfum svosem fengið að finna fyrir óheppninni líka með höfuðkraga Lewis til að mynda í Bakú. Bottas var að aka mjög gáfulega í dag. Hann ók innan ramma dekkjanna og átti góða framúrakstra. Ég skil ekki af hverju fjölmiðlar reyna að skemma heima-hetjuna með algjörum uppspuna í vikunni fyrir heimakeppnina,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég hefði ekki getað endað ofar held ég. Ég ímynda mér að gólfplatan í bílnum hafi skaddast aðeins þegar ég fór út af. Ég var bara að búa mér til meiri spennu í dag. Ég naut þess,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fimmti í dag eftir að hafa ræst af stað 19. „Ég vissi að ég var hægari en Vettel en ég gerði allt til að halda honum fyrir aftan mig. Það var gaman að glíma við hann og honum tókst ekki að taka fram úr mér á brautinni, sem er jákvætt,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði í dag. „Við áttum góða helgi og það er gott að sjá að vinnan er að skila sér. Þessi braut hentar bílnum vel. Þess vegna erum við að landa verðskulduðum átta stigum,“ sagði Nico Hulkenberg sem varð sjötti í dag. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 16. júlí 2017 13:30 Lewis Hamilton heldur ráspólnum Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. 15. júlí 2017 15:06 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton vann sína fimmtu keppni á Silverstone í dag. Hann var ósnertanlegur í dag og leiddi alla hringina. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Það er ólýsanleg tilfinning að vinna hérna, ég er stoltur af því að geta unnið fyrir ykkur. Liðið er búið að vera óskeikult í dag,“ sagði Lewis Hamilton sem var hoppandi kátur eftir keppnina. „Ég er ánægður með daginn. Þetta var erfið keppni, áætlun liðsins gekk alveg upp og sprungna dekkið hjá Kimi [Raikkonen] færði okkur annað sætið,“ sagði Valtteri Bottas sem ræsti níundi og endaði annar í dag. „Við náðum öllu út úr bílnum í dag. Það er bara þannig, þeir voru bara fljótari en við í dag. Ólukkan virðist elta okkur því stuttu eftir að ég sprengdi þá sprengdi Sebastian [Vettel] sem er ótrúlegt,“ sagði Kimi Raikkonen sem sprengdi dekk udir lokin og missti þriðja sætið og náði svo þriðja sætinu aftur. „Þetta kom okkur mikið á óvart. Þessi helgi var nú ekki stórslys fyrir liðið. Við vorum á réttu róli til að ná þriðja eða fjórða sæti. Ég festist fyrir aftan Max Verstappen og það skóp minn dag,“ sagði Sebastian Vettel sem hafnaði í sjöunda sæti. „Ferrari þurfti að sætta sig viðmikla óheppni, við höfum svosem fengið að finna fyrir óheppninni líka með höfuðkraga Lewis til að mynda í Bakú. Bottas var að aka mjög gáfulega í dag. Hann ók innan ramma dekkjanna og átti góða framúrakstra. Ég skil ekki af hverju fjölmiðlar reyna að skemma heima-hetjuna með algjörum uppspuna í vikunni fyrir heimakeppnina,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég hefði ekki getað endað ofar held ég. Ég ímynda mér að gólfplatan í bílnum hafi skaddast aðeins þegar ég fór út af. Ég var bara að búa mér til meiri spennu í dag. Ég naut þess,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fimmti í dag eftir að hafa ræst af stað 19. „Ég vissi að ég var hægari en Vettel en ég gerði allt til að halda honum fyrir aftan mig. Það var gaman að glíma við hann og honum tókst ekki að taka fram úr mér á brautinni, sem er jákvætt,“ sagði Max Verstappen sem varð fjórði í dag. „Við áttum góða helgi og það er gott að sjá að vinnan er að skila sér. Þessi braut hentar bílnum vel. Þess vegna erum við að landa verðskulduðum átta stigum,“ sagði Nico Hulkenberg sem varð sjötti í dag.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 16. júlí 2017 13:30 Lewis Hamilton heldur ráspólnum Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. 15. júlí 2017 15:06 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 16. júlí 2017 13:30
Lewis Hamilton heldur ráspólnum Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. 15. júlí 2017 15:06