Macron vonar að Trump vendi kvæði sínu í kross í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 09:16 Vel virtist fara á með Macron og Trump þegar sá síðarnefndi heimsótti Frakkland fyrir helgi. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist vongóður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti snúi við ákvörðun sinni um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu eftir opinbera heimsókn hans á þjóðhátíðardegi Frakka. „Trump sagði mér að hann myndi reyna að finna lausn á næstu mánuðum. Við ræddum ítarlega um hvað gæti fengið hann til að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið,“ sagði Macron við franska dagblaðið Le Journal du Dimanche og Reuters-fréttastofan hefur eftir. Trump tilkynnti um þá ákvörðun sína að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem er ætlað að stemma stigu við losun á gróðurhúsalofttegundum til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga 1. júní.Draga tennurnar úr loftslagsaðgerðum Obama heima fyrirJafnvel þó að Macron telji hugsanlegt að Trump hætti við að hætta þá hafa aðgerðir Bandaríkjastjórnar fram að þessu gert áframhaldandi þátttöku hennar í Parísarsamkomulaginu nær merkingarlausa. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þegar gripið til aðgerða til þess að snúa við loftslagsaðgerðum sem voru hafnar í stjórnartíð Baracks Obama, þar á meðal viðmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur einnig ítrekað lýst yfir vilja sínum til að endurlífga kolaiðnaðinn í Bandaríkjunum sem hefur átt verulega undir högg að sækja. Forsetinn og bandamenn hans telja ástæðuna íþyngjandi reglur, þar á meðal vegna loftslagsaðgerða. Raunverulega segja sérfræðingar að kol hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni við ódýrt jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30 Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist vongóður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti snúi við ákvörðun sinni um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu eftir opinbera heimsókn hans á þjóðhátíðardegi Frakka. „Trump sagði mér að hann myndi reyna að finna lausn á næstu mánuðum. Við ræddum ítarlega um hvað gæti fengið hann til að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið,“ sagði Macron við franska dagblaðið Le Journal du Dimanche og Reuters-fréttastofan hefur eftir. Trump tilkynnti um þá ákvörðun sína að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem er ætlað að stemma stigu við losun á gróðurhúsalofttegundum til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga 1. júní.Draga tennurnar úr loftslagsaðgerðum Obama heima fyrirJafnvel þó að Macron telji hugsanlegt að Trump hætti við að hætta þá hafa aðgerðir Bandaríkjastjórnar fram að þessu gert áframhaldandi þátttöku hennar í Parísarsamkomulaginu nær merkingarlausa. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þegar gripið til aðgerða til þess að snúa við loftslagsaðgerðum sem voru hafnar í stjórnartíð Baracks Obama, þar á meðal viðmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur einnig ítrekað lýst yfir vilja sínum til að endurlífga kolaiðnaðinn í Bandaríkjunum sem hefur átt verulega undir högg að sækja. Forsetinn og bandamenn hans telja ástæðuna íþyngjandi reglur, þar á meðal vegna loftslagsaðgerða. Raunverulega segja sérfræðingar að kol hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni við ódýrt jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30 Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30
Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30
Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22
Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49