Lewis Hamilton heldur ráspólnum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. júlí 2017 15:06 Hamilton heldur ráspólnum á heimavelli. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. Í yfirlýsingu dómara keppninnar segir: „Dómararnir skoðuðu myndband og upplýsingar úr bílunum og við höfum úrskurðað að þótt GRO [Grosjean] hafi hugsanlega orðið fyrir einhverjum áhrifum af nærveru HAM [Hamilton] í beygju 16 þá varð hann ekki fyrir töfum.“ Hamilton hefur því verið hreinsaður af öllum grun og heldur ráspólnum á heimavelli sínum, Silverstone brautinni í Bretlandi. Hamilton var að stilla sér upp fyrir tilraun sína til að tryggja sér ráspól. Á sama tíma var Grosjean að ljúka tímatökuhring. Frakkinn nálgaðist Hamilton á miklum hraða á leið inn í hæga beygju. Haas liðið segir að Grosjean hafi tapað 0,3 sekúndum. Grosjean sjálfur sagði a tilraun hans hefði verið eyðilögð af Hamilton. „Ég var að fara að hefja minn hirng, með Valtteri [Bottas] á undan og ég var að reyna að búa til pláss. Það var Force India bíll fyrir aftan mig sem fór svo inn á þjónustusvæðið,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Það var enginn fyrir aftan mig og svo leit ég í spegilinn og sá að það var bíll fyrir aftan mig. Ég reyndi að gefa í og koma mér frá honum. Ég veit ekki hvort ég var fyrir honum en ef ég tafði hann þá bið ég afsökunar. Liðið var ekki búið að upplýsa mig um að hann væri að koma,“ sagði Hamilton. Í yfirlýsingu dómara keppninnar segir: „Dómararnir skoðuðu myndband og upplýsingar úr bílunum og við höfum úrskurðað að þótt GRO [Grosjean] hafi hugsanlega orðið fyrir einhverjum áhrifum af nærveru HAM [Hamilton] í beygju 16 þá varð hann ekki fyrir töfum.“ Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir breska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. júlí 2017 12:52 Valtteri Bottas fljótastur á föstudegi í Bretlandi Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma. 14. júlí 2017 22:30 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. Í yfirlýsingu dómara keppninnar segir: „Dómararnir skoðuðu myndband og upplýsingar úr bílunum og við höfum úrskurðað að þótt GRO [Grosjean] hafi hugsanlega orðið fyrir einhverjum áhrifum af nærveru HAM [Hamilton] í beygju 16 þá varð hann ekki fyrir töfum.“ Hamilton hefur því verið hreinsaður af öllum grun og heldur ráspólnum á heimavelli sínum, Silverstone brautinni í Bretlandi. Hamilton var að stilla sér upp fyrir tilraun sína til að tryggja sér ráspól. Á sama tíma var Grosjean að ljúka tímatökuhring. Frakkinn nálgaðist Hamilton á miklum hraða á leið inn í hæga beygju. Haas liðið segir að Grosjean hafi tapað 0,3 sekúndum. Grosjean sjálfur sagði a tilraun hans hefði verið eyðilögð af Hamilton. „Ég var að fara að hefja minn hirng, með Valtteri [Bottas] á undan og ég var að reyna að búa til pláss. Það var Force India bíll fyrir aftan mig sem fór svo inn á þjónustusvæðið,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Það var enginn fyrir aftan mig og svo leit ég í spegilinn og sá að það var bíll fyrir aftan mig. Ég reyndi að gefa í og koma mér frá honum. Ég veit ekki hvort ég var fyrir honum en ef ég tafði hann þá bið ég afsökunar. Liðið var ekki búið að upplýsa mig um að hann væri að koma,“ sagði Hamilton. Í yfirlýsingu dómara keppninnar segir: „Dómararnir skoðuðu myndband og upplýsingar úr bílunum og við höfum úrskurðað að þótt GRO [Grosjean] hafi hugsanlega orðið fyrir einhverjum áhrifum af nærveru HAM [Hamilton] í beygju 16 þá varð hann ekki fyrir töfum.“
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir breska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. júlí 2017 12:52 Valtteri Bottas fljótastur á föstudegi í Bretlandi Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma. 14. júlí 2017 22:30 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir breska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. júlí 2017 12:52
Valtteri Bottas fljótastur á föstudegi í Bretlandi Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma. 14. júlí 2017 22:30